Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 20

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 20
Leikafmæli Poul Reumerts Ágrip útvarpserindis, er Vilhjctlmur Þ. Gíslason flutti. H.yrey.yr. ' POUL REUMERT á nú 50 ára leikaf- mæli. Þess er minnst með hátíðahöldum í leikhúsi hans, Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Þjóðleikhúsið hér hefur einnig gert ráðstafanir til þess að flytja honum virðingu og kveðjur á afmælinu. Poul Reumert er einn af ágætustu leik- urum síns samtíma. Hamrfór ungur að leika, þegar hann var 18—19 ára, nýbak- aður stúdent, og lék fyrst í enskum gam- anleik, „Þegar við vorum 21 árs“, undir stjórn William Block. Um þessar mundir voru starfandi við dönsk leikhús ýmsir ágætir menn og þá og lengi síðan sóttu menn hérlendis fyrirmyndir leiklistar sinnar til Danmerkur þó að norsk leikrit væru einnig vinsæl. Fyrsta höfuðhlutverk sitt telur Reu- mert sjálfur Meyer í „Indenfor murene“ eftir Henri Nathansen (1912) og nokkru seinna hófst samleikur hans og Bodil Ip- sen í mörgum ágætum leikritum. Um þessar mundir lék Reumert einnig í ís- lenzku leikriti, Höddu Pöddu Guðmund- ar Kamban. Lengst hefur hann starfað við Konunglega leikhúsið í Höfn og ver- ið gestur á leiksviðum allra liöfuðborg- anna á Norðurlöndum, m. a. hér í Reykja- vík. Hann hefur einnig leikið á frönsku í þjóðleikhúsinu í París og hlotið fyrir mikið lof þar í landi. Hlutverk Reumert hafa verið mörg og margvísleg. Hæfileiki hans til þess að bregða sér í hin furðulegustu og fjar- skyldustu gerfi er undraverður, og til þess að lifa sig inní sálarlíf og látbragð per- sóna sinna. Hann hefur sjálfur lýst því ágætlega, hvernig leikarinn þarf að vera svo að ekkert mannlegt sé honum óvið- komandi, þarf að geta farið milli alda og landa og sett sig inní allar skapgerðir og öll aldursskeið. Poul Reumert er fyrst og fremst leiksviðsmaður, en hann hefur einnig reynt önnur svið leikarans, kvik- myndir og útvarp. Hann er afburða upp- lesari. Fundum okkar Poul Reumert hefur öðru hvoru borið saman frá því að hann lék hér í „Bandinu" eftir Strindberg, sem ég hafði þýtt og nokkrum sinnum hef ég séð hann á heimaleiksviði hans og undrast og glaðst yfir lífsfjöri hans, lífs- skilningi og listauðgi. Okkur er tamast að tala um list leiksviðsins og má að sjálf- sögðu til sanns vegar færa. Hinu skyldi þó ekki gleymt, að á bak við þetta allt stendur fyrst og fremst vinna, erilsöm og óþrjótandi vinna myrkranna milli, ef góður árangur á að nást. Sú vinna er ekki einlægt fengin með sitjandi sældinni, — að tjaldabaki er önn og erfiði og allskon- ar áhyggjur og stundum árekstrar, sem venjulega koma þó ekki fram fyrir tjald- skörina. Poul Reumert hefur verið óþreyt- andi starfsmaður og gengið allur upp í hlutverki leiksins og leiksviðsins. Með hárfínni nákvæmni hefur hann mótað og meitlað hvert smáatriði í orði og áherzlu, 20 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.