Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 13
hann er nýrri, svo óg vel mér hann. Ég var svo glöð. Þegar ég kom út að vagnstæðinu var þar ung stúlka á veginum og beið eftir sporvagninum. Hún hafði enga regnhlíf. Ég bauð henni að standa undir minni, en hún sagði nei takk. Ég lokaði þá reghlíf- inni meðan ég beið. Þá er stúlkan ekki ein um að vökna hugsaði ég. Um kvöldið kom Wladimierz í kaffi- húsið. Þökk fyrir blómvöndinn í gær, sagði ég hreykin. Hvaða blómvönd? spurði hann. Þegið þér nú um þessi blóm. Mig langaði að þakka yður fyrir þau, sagði ég. Það eruð ekki þér, sem ég elska, ambátt. Það var ekki ég, sem hann elskaði — ónei. Ég hafði ekki búizt við því og varð ekki fyrir vonbrigðum. En ég sá hann á hverju kvöldi, hann settist við mitt borð og engrar annarrar, og það var ég sem bar honum ölið. Velkominn aftur, Wladi- mierz. Næsta kvöld kom hann seint. Hann sagði: Eigið þér mikla peninga, ambátt? Nei, því miður, svaraði ég, ég er blá- fátæk. Þá leit hann til mín og sagði brosandi: Þér misskiljið mig víst. Égþarf á nokkr- um mörkum að halda þangað til á morg- un. Ég á dálitla peninga, ég á hundrað og þrjátíu mörk lieima. Heima, ekki hér? Ég svaraði: Bíðið í kortér og verið mér samferða þegar við lokum, þá hef ég þau handbær. Hann beið þennan stundarfjórðung og fylgdist með mér. Bara hundrað mörk, sagði hann. Hann gekk alla leiðina við hlið mér en lét mig aldrei ganga á midan eða eftir, eins og fínir herrar gera oft. Ég hef bara litla kytru, sagði ég þegar við stönzuðum hjá portdyrunum mínum. Ég fer ekki upp með yður, sagði hann. Ég bíð hér. Hann beið. Þegar ég kom niður aftur taldi hann peningana og sagði: Þetta er meira en hundrað mörk. Ég gef yður tíu mörk í þjórfé. Og hann fékk mér peningana, sagði góða nótt og fór. Við hornið sá ég að hann stanzaði og rétti, gömlu, höltu betli- kerlingunni skilding. V. Strax kvöldið eftir bað hann mig af- sökunar á því að hann gæti ekki borgað mér peningana. Ég þakkaði honum að hann skyldi ekki geta það. Hann játaði hreinskilningslega að hann hefði fargað þeim. Hvað get ég gert, ambátt, sagði hann brosandi. Þér vitið, gula stúlkan! Hvers vegna kallarðu framreiðslustúlk- una ambátt? spurði annar vina hans. Þú ert sjálfur vesalli en hún. Öl? spurði ég og greip fram í fyrir þeim. Skömmu síðar kom gula stúlkan. Txxx stóð upp og hneigði sig. Hann hneigði sig svo djúpt að hárið féll niður í augu hans. Hún gekk fram hjá honum og settist við autt borð, en hvolfdi áður tveim stólum upp að því. Txxx fór strax yfir til hennar og settist á annan stólinn. Tveim mínút- um síðar stóð hann upp frá borðinu og sagði hátt: . Gott. ég fer. Og ég kem aldrei aftur. Takk, svaraði hún. Ég fann ekki til fótanna af gleði og ég hljóp niður að afgreiðsluborðinu og sagði ÚTVARPSTÍÐXNDI 13

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.