Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 31
leysingi. Refsingin er eftir því: Ótrúlegt
erfiði, annarra manna óþrif, litsnauðir,
samansaumaðir leppar — og niðurlæg-
ing.
Það er argasta ósvífni að halda því
fram, að það sé ekki minnkun að fátækt-
inni. Þetta er áróður, runninn undan rifj-
Um kinnfiskasoginna áróðursmanna. Það
er niðurlægjandi og mannskemmandi að
skríða eins og ormur um stássstofur hús-
hændanna og sleikja skítinn úr hornun-
um. Það er á við vænsta löðrung að láta
kalla sig inn til frúarinnar, inn í sjálft
svefnherbergi frúarinnar, og taka þar við
notaðri ballkjólstusku, gefins. Það er við-
bjóðslegt og skammarlegt að kemba
feitri óhófskerlingu og þræða hringi í
stungna eyrnarsnepla hennar. Það er
niðrandi þrælsverk að þrífa klósett og
fægja baðker fyrirfólksins á laugardögum.
Og allt er þetta niðurlægjandi og nístandi
sárt, vegna þess að skítverkin eru ein-
ungis þjónanna, en neðar virðingu yfir-
stéttarinnar, að dómi hennar sjálfrar. Og
fátæktin, þrælahaldarinn, skipar verka-
maminum sjálfkrafa í þjónastétt. Hún
markar hann á fyrsta degi og fjötrar hann
í festi erfðismanna. Hún velur honum
verk og vefur honum klæði og setur hon-
um lög. Lögin eru afar ströng. Þau heita
Auðmýkt og Undirgefni.
Eg er þjónn, og þess vegna sit ég hér.
Ég er ákaflega þolinmóð. Þolimnæðin er
fylgja fátæktarinnar og stéttarinnar. Ég
segi við sjálfa mig: Ég er ung og sterk og
stolt og ég er minn eigin herra. En ég veit
í hjarta mínu, að þetta er einmitt alrangt;
ég lifi ekki á loftinu. Þess vegna sit ég á
töskunni á sunnudagsmorgni, niður við
bryggju um vetur.
Að sjá ykkur, stígvélaófétin! Mér er
næst skapi að fleygja ykkur í sjóinn! Þið
auglýsið fátækt mína og einstæðingsskap.
Ég hef séð auðmannadætur í svona stíg-
vélurn, en þá liafa þau talað öðru máli:
gljáð borgarastígvél og heit í vetrarkuld-
unum. En ég klæðist ykkur af nauðsyn;
það er lóðið. Á fótunum á mér eruð þið
hentug stígvél, sterk stígvél og endingar-
góð stígvél — og alltaf Ijót.
Sama er um kápurnar, regnkápuna og
vetrarkápuna. Heppilegar flíkur! Nei nei,
víst ertu falleg, góða, gráa kápan mín, en
þú ert líka svo til ný! Og þó? Og þó ertu
fyrst og fremst hentileg, þegar ég klæðist
þér. Þetta og því um líkt fer ekki fram
hjá mönnum, sem hafa rétta sjón og eru
læsir á annað en bækur. Þeir lesa þig
saumanna á milli og láta þig segja sér
skrítilega rnargt um hagi mína.
Auðvitað geta þeir lesið á einu auga-
bragði, að mér þykir vænt um þig og líður
vel í faðmlögum þínum. Fátæklingur í
hlýrri kápu er svo kisulegur. Og þeir
þurfa ekki að fá nema leifturmynd af
okkur tveimur saman, til þess að sjá og
sannfærast um, að þú ert dýrmæt vinnu-
konueign. Ég veit þetta er satt. Kápur
segja sögur af eigendum sínum. Það er
barnaleikur að lesa kápur. —
Það var einhver á ferli hinum megin
götunnar. Iiún leit upp, studdi höndum
á hnén, sat keikrétt á töskunni og rýndi
út í myrkrið. Hún lieyrði, að maður kjölti,
lágt og kurteislega, líkt og hann væri í
herbergi með sofandi fólki og vildi ekki
vekja það. Svo opnuðust dyr á glugga-
lausum skúr handan götunnar, og í gætt-
inni birtist skuggamynd af manni, fast-
meitluð og egghvöss í rafljósinu, sem
brann eins og sól fyrir aftan hann og
helltist út í morgunmyrkrið, og allt að fót-
um stúlkunnar. En hún dró fæturna að
sér, þétt að töskunni, eins og hún vildi
forðast að stíga á hinn skuggann, sem
teygði sig eins og vanskapað tröll, frá
útvarpstíðindi 31