Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Síða 36

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Síða 36
Tvö lcikrft frá Þjoðlcikliusiim ÞRJÚ KOTSTRANDAKVIKINDI LÉNHARÐUR FÓGETI er liklega bezta leikrit Einars H. Kvarans, þó missir það mjög marks, vegna þess hve endirinn er ódramatiskur, þrátt fyrir dramatík atburðarásarinnar. En liing- að og þangað innan um allan leikinn eru slik listatök, áð maður getur næstum því fvrirgefið fyrirgefningarskáldinu fyrirgefningarboðskapinn í lokin, sem lækkar allt ris leiksins frá listrænu sjónarmiði. — Þetta leikrit er um margt svo merkilegt að Vel mætti hlusta á það tvisvar á ári, en sama verður ekki sagt um öll leikritin, sem verið er að endurtaka annað slagið. Jeppa á Fjalli þurfum við t. d. ekki að heyra oftar en á 15 ára fresti. Kannski einhverjir vilji skrifa hjá sér dagsetninguna. En hvers vegna var Klemenz Jónsson látinn leika Kotstrandakvikindið? Þetta er vissulega geðfeldur ungur leikari og til alls góðs liklegur annars en að gera þetta sómasamlega. Aratug- um saman lék Friðfinnur þetta hlutverk, bæði á sviði og í útvarpi og gerði það svo meistara- lega að ógleymanlegt er. Lárus Pálsson hefur einnig leikið Kotstrandakvikindið með slíkum glæsibrag að vesalmennska þessa alkunna ísl. fyrirbæris þurrkast aldrei úr eyrum og augum þeirra, er lieyrt hafa og séð. Lárus og Friðfinnur eru ólíkir leikarar og leiktækni þeirra ósambæri- leg, en þegar ég lít til baka og horfi á þessa fulltrúa tveggja leikarakynslóða í líki þessa sama manns, skilst mér kannski bezt hvað leik- list af náð er. Ég vil ekki með þessum orðum varpa rýrð á Eftirmáli. Er ég hafði þetta sett í blý bar fundum okkar Andrésar saman og sagði ég hon- um að ég ætlaði að hella mér yfir hann fyrir söguna i næsta blaði. Hann tók því karlmann- lega. En auðvitað stóð við hlið hans þingeving- ur og lét málið til sín taka, kvað hann „konur í Þingeyjarsýslu titra af eftirvæntingu" eða svo var ástatt er hann fór að heiman. Þetta eru miklar málsbætur. ]. Klemenz Jónsson. í þeim ldutveýkum, sein hæfa honum er hann sjálfsagt góður leikari. Ég er ekki nógu dómbær um það, vegna þess að ég á þess því miður ekki kost, að sjá nema sum þeirra leikrita, sem hér eru sýnd i leikhúsunum. Ég vil aðeins leggja áherzlu á þá skoðun rnína, hve áríðandi það er, að réttur maður sé jafnan settur í þau hlutverk, sem úrslitaáhrif geta haft á heildarsvip hvers leikrits. Að gæta ekki þessa er mikið trúnaðarbrot við höfundinn — og mik- il ónærgætni við áhorfendur og lilustendur. ★ FARIÐ AÐ SLÁ í MÓA JÁTA SKAL ég það kinnroðalaust að ég er ekki viðlesinn i bókum Somerset Maugham, sem þó hefur stórum verið þýddur á íslenzku hin siðari árin. En fyrir nokkuð mörgum árum sá ég í Iðnó leik hans Logan helga og hélt lengi vel á eftir, að höfundur sliks leiks gæti ekki lagt sig niður við að semja lélega ástar- revfara eða andlausa fyndnileiki. En svo var lesin eftir hann útvarpssagan Nótt í Flórens. Og nú höfum við heyrt Þjóðleiklnisstykkið Hve gott og fagurt, það bezta við hið síðaméfnda er nafnið, en svo fyndin hefur þó höfundurinn skrattakornið ekki verið. Vissulega var inargt spaugilegt sagt i þessum leik, en allt með slík- um ólíkindum að ófyrirgefanlegt er að vera að hafa þetta yfir aldarfjórðungi eftir að höfundi þóknaðist að láta slíkt frá sér fara í lieimalandi sínu. Og hefði þetta ekki verið samið á heims- veldistungu myndi engum heilvita manni liafa til hugar komið að fara að þýða slíkt bull. Mér virðist að menn Bláu stjörnunnar sciu mun skemmtilegri rithöf., en Somerset Maugham ef aðeins ætti eftir þessu að dæma. Nú veit ég frá öðrum heimildum en Þjóð- leikhúsinu, að Somerset Maugham er iindvegis- höfundur og ég veit lika, að góðum liöf. em mislagðar Iiendur, en hvers konar snobb er það, sem kemur fólki til þess að vera að halda á lofti lélegum verkum eftir góð skáld? ú. v. 86 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.