Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 26
áreiðanlegt, að það er ekki nema nokkur hlutí
þeirra, sem þyrfti á hjálp að halda, er leitað
hefur til nefndarinnar. Og aðstoð nefndarinn-
ar við þá, sem komið hafa, hefur takmarkast
mjög vegna lítilla fjárráða og skorts á sjúkra-
hæli. Það er fyrir fórnfýsi og óþreytandi áhuga
læknisins að reyna að hjáfpa, að hægt hefur
verið að sinna svo mörgum nauðleitarmönnum.
Og það er trú mín að margir þeirra hugsi hlýtt
til Afengisvarnanefndar,' og þó sérstaklega til
læknisins, fyrir þá hjálp, sem þeir hafa fengið.
Því að þrátt fyrir alla erfiðleika hefur tekist að
hjálpa mörgum. Það bendir til þess að árangur
geti orðið miklu meiri þegar þessi olnbogabörn
þjóðfélagsins geta notið hælisvistar meðan þau
eru að rétta við. Reynslan af starfi Áfengis-
vamanenefndar ýtir því stórkostlega undir ]rá
kröfu að allt sé reynt sem unnt er til þess að
bjarga áfengissjúklingum.
Nú er mikið talað um atvinnuleysi víða um
land og bág kjiir fólks. En ekki er á það minnst
hver áhrif áfengisneyzlan hefur á hag manna
og að hve miklu levti hún kann að vera orsök
hins bága ástands. Nvlega kom frétt frá einum
stað, að þar væri mikið atvinnulevsi og afkoma
manna og hreppsfélagsins væru bágborin. Eg
hitti mann þaðan skömmu á eftir og spurði hann
hvernig ú þessu stæði. Mér verður svar hans
minnisstætt. Ilann sagði: „Árið sem leið greiddu
þorpsbúar póstkröfur fvrir áfenai er námu hærri
upphæð en allar tekiur hrennsfélagsins". Með
þessu bóttist hann hafa gefið fullnægjandi skýr-
ingu. Þetta er sennilega ekki eins1'
mörg bvggðarlög fara eins að ráði sínu, að veria
meira fé til áfengiskaupa heldur cn lil nauð-
svnja og menningarmála heima fyrir, ])á verð-
ur eitthvað undan að láta.
Hér er sannarlega verkefni fyrir áfengis-
vamamefndir og ég sé ekki betur en að hrepps-
nefndir ætti að vera fúsar til að leggja þeim
allt það lið er þær megna. Samvinna hrenns-
nefnda og úfengisvarnanefnda á slikum stöðum
er brýn nauðsyn.
En svo aftur sé snúið að atvinnuleysinu, ])á
er það undarlegt að sjaldan heyrist minnst á
það atvinnutjón, sem áfengisnevzla veldur. Um
það höfum vér heldur engar skvrslur. En sam-
kvæmt því, er næst verður komist, hafa 10 000
vinnudagar farið forgörðum árið sem leið hjá
þeim mönnum, sem leitað hafa til áfengisvama-
nefndar Reykjavíkur. Hvað haldn menn þá að
allt vinnutjón í Revkjavík muni vera mikið á ári
af völdum áfengisnautnar? Hvað halda vnenn
að vinnutjón allrar þjóðarinnar nemi midu á
hverju ári? Og hver áhrif halda menn að slíkt
vinnutjón hafi haft í þá átt að gera bágborinn
hag einstakra manna og sveitarfélaga?
Það væri gott ef menn vildu íhuga það ])eg-
ar að kreppir. Þá mundu menn komast að raun
um, að það er gróðavegur fyrir þjóðina að á-
fengisvarnanefndir starfi _sem mest og sé styrkt-
ar til þess á allan hátt.
★
Það er ekkert skemmtistarf að vera í áfengis-
varnanefnd. Nýjar og nýjar sorgarsögur hlað-
ast að henni dag frá degi og flestar þyngri en
tárum taki. Eg ætla ekki að rekja neinar þær
sögur hér, enda hefur verið komið með þær
sem einkamál til nefndarinnar, og það gæti
ýft harmasár að minnast á þær, enda þótt engin
nöfn sé nefnd. En hvert sem litið er þá er ferill
áfengisins vættur blóði og támm. Það er sá
herkostnaður, sem þjóðin leggur á börn sín.
Væri því æskilegt að í Áfengisvamanefnd veld-
ust einhverjir þeir menn, sem lokað hafa aug-
unum fvrir því böli og telja að það eigi sér
ekki stað. Reynslan mundi þá sýna þeim sk igga-
hlið lifsins, og það má vera forhertur maður,
sem ekki óar við því, sem þar er að sjá.
Verkefni áfengisvarnanefnda eru mörg og
vandasöm og engin von til þess að þær komist
yfir allt, sem þeim er ætlað að gera. Enda er
það svo, að meðan áfenginu er lialdið að þjóð-
inni, ])á er mannlegur máttur magnþrota gegn
herverkum þess. Hið eina, sem að gagni getur
komið, er að reyna að lækna þá, sem fallið hafa
fyrir ofurborð, og til þess ])arf að koma upp
sjúkravist og lækningastofum fyrir þá. Það kost-
ar mikið fé, en dýrara er hitt að láta fjölda af
unpu fólki fara í hundana. Eftir reynslu okkar
í Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur, hlýtur ]rað
að vera aðalhlutverk allra áfengisvamanefnda í
landinu að berjast fyrir því að ])jóðin vanræki
ekki þá skyldu sína að sjá áfengissjúklingum
fyrir samskonar hjálp og öðrum sjúklingum.
Hér em ])v! miður engar skýrslur til um þau
áföll, er þjóðfélagið verður fyrir af völdum
áfengisnevzlunnar. En ýmsar fréttir í blöðun-
um ætti þó að geta vakið nema til umhugsunar
og áhvggiu út af því ástandi sem hér ríkir.
Opinber skvrsla um bifreiðaárekstra árið sem
20 ýrTVARPSTÍÐINDI