Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 27

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 27
Igliii* o» páfagankar ★ Smásaga eftir Gísla Ástþórsson ★ STÚLKAN sagði sér væri ósárt um hanzkana og ekki skyldi hann vera að leita að þeim hennar vegna. Þeir hefðu verið gamlir og slitnir, sagði hún, og þvældir. Svo seildist hún eftir ferðatöskunni í klefahorninu og steig út á dekkið, án þess að kveðja. En hann tevgði sig í hurðina og lokaði á eftir henni, önuglega. Þá voru þeir búnir að skjóta landbrúnni á land við fremsta lestaropið, og þar hjá stóð nankinklæddur háseti og hjálpaði farþeg- unum að ná upp pjönkum sínum. Hann var syfjaður og stúrinn, en lifnaði þegar hann sá stúlkuna, og saug upp í nefið og brosti íbygginn eftir henni niður brúna og upp bryggjuna. Svo snaraði hann sér yfir að lestinni og sagði niður til félaga síns, að nú væri hún farin, þessi kringlu- leita. leið sýnir að 24 bifreiðaslys hafa orðið í Reykja^ vík vegna ölvunar. Þá er það ekki síður athyglisvert hve rán, gripdeildir og innbrot bafa aukist að undan- förnu. Og í sambandi við það er tvennt mjög áberandi, að, þar eru aðallega unglingar að verki, og að þeir fremja afbrotin til þess að geta náð sér í áfengi. Gæfuleysi þessara mörgu ungu manna, sem blöðin bafa sagt frá að undanförnu, er ekki með- fætt. Afengið hefur steypt þeim í ógæfuna. Ef þeir liefðu ekki komist í kast við áfengið, mundu þeir enn vera heiðarlegir menn. Það sést glögg- lega á réttarböldunum yfir þeim. Afbrotin bnfa þeir framið undir áhrifum áfengis og tilgangur- Hún gekk upp bryggjuna og bar tösk- una í báðum höndum, framan á sér. Þetta var lítil taska, dökkbrún og illa farin, á stærð við þær, sem efnaðir og vanir ferða- langar nota undir vasaklúta, nærföt og aðra nauðsynjahluti, sem grípa þarf dag- lega til. En stundum geyma þessar tösk- ur aleigu fátæklinga, þótt 'það sé óreynd- um raunar ráðgáta, hvernig vera rnegi. En fátæklingurinn lieldur þá gjarnan á frakka sínum lausum og öðrum fyrir- ferðarmiklum hlífðarfötum, og svo var í þetta skipti. — Stúlkan bar gráa kápu um öxl, og við handfangið á tösk- unni héngu gömul en sterkleg gúmmístíg- vél, hvítsóluð. En í stígvélaspottanum var brúnn pappírslappi, með blýantsáletrun- inni: Birna Högnadóttir, Njálsgötu 89, Reykjavík. inn befur verið sá einn, að ná sér í fé, til þess að geta keypt meira áfengi. Og oft hafa þeir framið innbrot þar sem þá grunaði að áfengi væri, til þess að ná í það. Margir kenna uppeldinu um þessar ófarir unglinganna og skella allri skuldinni á heimilin. I flestum tilfellum er það alrangt. En þegar talað er um heimilin í landinu, gleymist alltaf að minnast á það heimilið, sem mestu ræður um það hvort hin uppvaxandi æskulýður verður að nýtum mönnum. Það er heimilið, sem er vfir öllum öðrum heimilum, jijóðarheimilið sjálft. Og það er rétt að skella á það skuldinni fyrir það hvemig komið er fyrir fjölda ungra manna og kvenna. ÚTVARPSTÍÐINDI 27

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.