Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 35

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 35
HNEYKSLANLEGT ÚTVARPSEFNI NÝLEGA FLUTTI kennar.i einn þátt í útvarp- ið eftir höfund, sem ritar undir dulnefninu Kol- beinn frá Strönd. Ilófst frásögnin í göijrlum og góðunr sagnastíl og liélt ég í 'fyrstu að hér rnvndi verða áheyrilegur þáttur, enda var efnið til ]ress. hetta var saga um gamla konu, sem var um tíma á heimili sögumanns, liún hafði átt liarða æsku og lífið jafnan tekið á henni hörðum höndum og fneð árunum gerðist hún tortryggin og forn í skapi. Stóð lröfundi því stuggur af henni í æsku °g gömlu bíldíunni hennar, sem alltaf lá upp á hillu í baðstofunni, löngu eftir að gamla konan var sjálf farin af heimilinu. En gamla konan var ekki öll þar sem hún var séð. Hún hafði fjármálavit. Hún var dugnaðar- forkur. Eignaðist nokkrar kindur og krónur, lán- aði krónurnar og fékk 'fyrir fóður lianda skját- unum, sem stöðugt fjölgaði með þessum hætti. Komst hún m eð þessu móti í efni og á- lit, enda gerðist hún nú nokkurs konar Búnaðar- banki sveitar sinnar. En svo kemur setningin góða „Aldrei hafði hún verið við karlmann kennd“. Og eftir það fer að lialla undan fæti fyrir höfundi. Nú kemur halastjaman fræga til sögunnar og fær gamla konan hið mesta óorð af henni, því hún sækir nefnilega biblíuna sína um líkt leyti og hennar er von, og veit ]ró ekki að heimurinn átti að farast. Álit gömlu konunnar °g vinsældir hverfa út í veður og vind og allt 1 einu er húi) orðin fátæklingur, sem búast má við að lendi á hreppnum. Hún hefur komið sér fyrir á prestssetri og allir hafa horn í siðu henn- ar nema ungur prestlingur, sem sezt við kör hennar og les henni gott orð. Enginn sér þó að hún hlusti og loks rís liún við dogg og hrevtir í unga prestinn: „Ef þú ert að drepast úr kven- senii ættyrðu heldur að reyna að fara á fjörurn- ar við hana Guddu vinnukonu." Aumingja guðsmaðurinn hrökklaðist sótrauð- ur til sín innis, en þegar að þeirri göinlu var komið fannst hún stirnuð upp við dogginn. Þetta voru hennar andlátsorð. Hún þurfti ekki að fara á hreppinn. Ég ætla ekki að biðja um klámsögur í útvarpið, en þó væri það betur við hæfi en slík smekkleysa, þar sem smjattað er á jafn ó- geðslegum lygasögum, þar sem brotnar eru all- ar leikreglur listrænnar frásagnar. ★ ÞÆTTIR FRÁ DANMÖRKU VIÐTÖLIN VIÐ íslendinga í Danmörku, sem þau frú Inger Larsen og Högni Torfason fréttamaður, liafa tekið, hafa verið hið ágætasta útvarjjsefni. Mun mörgum verða minnisstæðir hinir öldnu Islendingar, sem dvalið hafa mest- an hluta ævi sinnar í öðru landi, en hafa þó varðveitt tungu sína og minningarnar um ætt- jörð sína „og eiga öll Island í hjarta sínu,“ eins og frú Larsen komst að orði. Vonandi verður framhald á þessum erindum frá Danmörku, þau þurfa ekki endilega að vera fleiri í bráð í þessum sama stíl, og það má gjam- an líða góður tími á milli þeirra. Það væri á- nægjidegt að eiga von á þeim öðruhvoru. En, góðu dagsskrárstjómendur, látið nú ekki það sama henda vkkur sem svo oft áður, er þið liafið dottið ofan á eitthvað, sem fengur er í, að láta það koma svo oft og þétt að bæði þið sjálf- ir, Uustendur og þeir, sem fyrir ykkur vinna, verði dauðleiðir — jafnvel á því sem í sjálfu sér er gott og skemmtilegt. ★ OG MORÐIÐ JÁ MARGA mun það hafa hneykslað er út- varpið tók upp á því að flytja sakamálasögu. Ég skal játa það að mér var um og ó. En Sverrir og Agata unnu á mér frægan sigur og svo mun hafa farið fvrir fleirum. En miklu niður hefur tekizt söguvalið hjá Andrési mínum fvrv. rit- stjóra, þessi endalausa langloka hans er meir cn farin að fara í taugarnar á mér. Ég er hættur að hlusta — og er þó Andrés áheyrilegur lcsari, en mætti ég biðja um betur valda sakamála- sögu? ÚTVARPSTÍBINDI 35

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.