Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Side 28

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Side 28
Hún gekk upp bryggjuna, úlút undir töskunni, og leit ekki upp. Hún sá útund- an sér fiskihúsin og geymsluskúrana, hnípna bárnujárnskumbalda og drauga- lega í myrkrinu: Flekkóttar, sligaðar ó- freskjur, 'en furðulega lifandi. Blýgráar þó og jökulkaldar til að sjá. Hún nam staðar neðarlega í húsaþyrp- ingunni, þar sem gatan mætti stein- bryggjunni. Þar slepptihún annarri hend- inni af töskuhandfanginu og leitaði í kápuvösum síum, fyrst hægri vasanum. síðan þeim vinstri. Svo setti hún frá sér töskuna, á götuna fyrir framan sig, fletti í sundur samanbrotnum pappírsseðli og rýndi í hann. Hafsteinn, las hún, Haf- steinn Friðriksson og kompaní. Svo leif hún í kringum sig, horfði lengi upp göf- una og loks aftur fyrir sig og fram bryggj- una, yppti öxlum og dæsti, lagfærði káp- una á öxlinni og laut aftur niður að tösk- unni. Hún lyfti henni með báðum hönd- um, bar hana enn framan á sér, og gekk yfir götuna, að löngu, einlyftu húsi. Þar hagræddi hún töskunni í skjóli undir hús- inu og settist á hana, brá gráu kápunni af öxlinni, braut hana saman og strauk blíðlega úr öllum fellingum, lagði hana fyrst í kjöltu sína en svo við hlið sér. — Þeir sögðu mér í Reykjavík, að ein- hver mundi verða til þess að taka á móli mér. Hvernig ætti ég svo sem að vita hvar Hafsteinn Friðriksson og kompaní er? Og hvað ætli ég komizt, svona einsömul og á sunnudagsmorgni og klukkan ekki orðin fimm? En karlmenn eru hjartalaus- ar skepnur, allir upp til hópa. Þeir eru hjartalausastir og skepnuleg- astir þegar einstæðingsstúlka á í hlut. Þeir eru miskunnarlausastir þegar stúlk- an er fátæklingur af fátækum komin. — Þeir eru grimmar og blygðunarlausar lyddur, þegar hún er atvinnulaus í þokka- bót og þeir eiga allskostar við hana. Þá sparka þeir í hana. Hér hími ég, tuttugu og þriggja ára gömul, alein undir svörtu pakkhúsi. Hér hími ég á töskunni minni klukkan fimm um morgun og allt er myrkur i kringum mig. Eg er þyrst. Koníakið situr ennþá í munninum á mér og ég á ekki einu sinni vatn í heiminum til þess að slökkva þorst- ann. Ég á ekkert nema fötin utan á mér, gráu kápuna, garmana í töskunni og gúnnnístígvélin. Og svo á ég tuttugu og sjö krónur og hálfann pakka af sígarett- um. Mér er kalt. Það er skelfingar ósköp kalt að sitja í regnkápu niður við bryggju í febrúarmánuði. Og það er napurt og klökkt að hugsa til þess, að á allri jörð- inni skuli ekki finnast ein einasta sál, sem veit mér er kalt og finnur til með mér. Ekki síðan amma leið. Hún hefði talið stundirnar frá því ég fór frá Reykj ivík, og svo hefði hún vaknað með andfadum og hugsað um aumingja, vesalings Birnu sína, nú væri hún víst komin og skyldu þeir ekki hafa svikizt um að taka á móti henni. Ójú, ekki ber á öðru! Þó sögðu þeir í skrifstofunni í Reykjavík, að Hafsteinn Friðriksson og kompaní mundi senda mann til móts við mig. Við látum vita það sé von á þér, sagði skrifstofumaður- inn, svo geta þeir séð um að koma þér í hús. Þetta sagði hann og svona orðaði hann það; alveg eins og hann væri að tala um fjórfættan málleysingja. Og hann sagði góða mín í öðru hvoru orði, eins og valda- lausum þrælum er svo tamt, þegar þeir yrða á þá lægstu af þeim lægstu. Góða mín! Sömu orðin, og hvað ég liata þau! Skrítið annars, hvað undirtyllur geta verið fruntalegar, þegar lítilmagninn er 28 ÚTVABPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.