Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 6
því ekki er að vita nema önnur tilhögun verði á þessu höfð að ári. — Hvað segið þér um úthlutunina í ár? — Ég er ekki fvllilega ánægður með hana. Þó hafa ýrnis vansmíði frá fyrri ár- um verið lagfærð. Yfirleitt hefur það ver- ið vandi okkar., að reyna að bæta fyrir það næst, sem við sjáum eftir á að betur hefði mátt fara eða gátum ekki við ráðið ýmissra hluta vegna. Til dæmis má búast við því, að ef sömu menn myndu um þetta fjalla næsta ár, yrði þeim kippt inn fyrir, sem næstir stóðu nú dyrum hvers launaflokks. Ég vil svo að lokum minna á ummæli þau, er fylgdu úthlutunarskýrslunni frá nefndinni í fvrra, þau standa enn í fullu gildi. ★ Þorkell Jóhannesson, prófessor, er ritari nefndarinnar: — Hvað segið þér um Akademíufrum- varpið? Teljið þér að hin fyrirhugaða Akademía ætti að fjalla um úthlutun listamannafjár? — Björn Olafsson menntamálaráð- herra hefur sýnt lofsverðan áhuga á því að vernda tungu vora og efla islenzk fræði og listir, svo að frábært má kalla. Með frumvarpi sínu um Akademíu íslands, ákvæði um nafnbreytingu til íslenzkrar venju þeirra manna útlendra, sem öðlast vilja þegnrétt hér á landi, stuðningi til aukinna fjárframlaga til listamanna og fjárveitingu til útgáfu íslenzks nývrða- safns, hefur liann sýnt, að hann vill og þorir að gera kröfur til þings og þjóðar um efni, sem sjaldan heyrist um rætt á flokksþingum eða í samþykktum þing- málafunda. Mun sannast, að þtjóðin í heild sinni fylgir fast og styður slíka við- leiti og kann að meta hana. Ég er viss um, að gott myndi af því leiða, ef vel tækist að samstilla áhuga og starfskrafta nokkurra valinna manna til úrlausnar þeim verkefnum, sem akademíunni eru helzt ætluð. — Hitt tel ég varhuga- vert, að fá þeirri stofnun í hendur það verk að skipta listamannafé. — Mín skoðun er sú, að slíkt sé lítt fallið til þess að auka vinsældir eða lofsamlegt tal um nokkurn mann eða stofnun, en miklu varðar, að akademían öðlist hvort- tveggja í sem ríkustum mæli og verði því ekki spillt með því að fela henni óvinsæl- an starfa. Skal það ekki nánar rætt. En eitt vildi ég samt minnast á, úr því þetta efni ber á góma: mörgum líkar illa nafnið Akademía og það með réttu. Ætti að velja slíkri stofnun betra nafn. Hún ætti að bera íslenzkt heiti. Ég legg til, að hún verði nefnd Bragþingi Islands. Bragur þýðir í fornu máli hið æðsta, fegursta og bezta, auk þess sem það er heiti skáld- skapar. Allt má þetta með réttu tengjast nafni stofnunar, sem það hlutverk er ætlað að standa vörð um tungu, listir og fræði þjóðarinnar. Bragþingi er tungu- tamt orð, og eigi mun neinum dyljast, að bragþingismaður er skemmtilegra orð en akademíumeðlimur, sem annars má ætla að yrði heiti þeirra manna, sem þar tæki sæti. — Hver ætt'i að yðar dómi að vera helztu einkenni þeirra manna, sem hljóta eiga listamannalaun? — Þessari spurningu vil ég helzt ekki reyna að svara, 'því vel mætti svo fara að ýmsum virtist, að svarið kæmi lítt heirn við niðurstöður úthlutunarnefndar fyrr og síðar! Ef litið er yfir þann hóp manna, sem árlega æskir launa af listamannafé, þá mundi fleirum en mér sýnast, að 6 útvabpstíðindi

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.