Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Qupperneq 33

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Qupperneq 33
Ungur hofunrfnr Á ÖNDVERÐUM stríðsárunum stofnuðum við, nokkrir ínenn, sem þóttumst eiga framtíð- ina, með okkur félag, er bar lieitið Félag ungra rithöfunda. Átti það sér skamma en skemmti- lega sögu, rn ekki verður hún rakin hér. En einn daginn gerðust þau tíðindi að smásaga birtist í Sunaudagsblaði Vísis eftir áður óþekkt- an mann. Iiinn hét Gísli Ástþórsson. Nú kippt- um við okkur ekki upp það hversdagslega þótt nýr maður kæmi fram á sviðið. En hér kom öllu félaginu saman um, að ástæða væri til til að athuga málið. Sagan var hressilega skrifuð og liöfundurinn var aðeins 16 eða 17 ára, Vest- mannaeyingur að ætt. Við buðum honum að senda efni í ársrit, sem við ætluðuni að gefa út. Af útgáfu þess varð þó ekki; því allt lenti í háarifrildi, þegar við fórum að gagnrýna efn- ið hver hjá öðrum — og félagið leystist upp .— Gísli Ástþórsson kom aldrei við þessi mál og lengi vel birti liann ekkert eftir sig. Hann lauk gagnfræðaprófi, settist í Menntaskóla, en reif sig svo upp úr fjórða bekk og fór til Am- eríku, eins og margir góðir menn. Þar hóf hann háskólanám og lagði stund á l)laðamennsku- fræði. Lauk B. A. prófi eftir þriggja ára útivist og gerðist blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Þar var hann svo í nokkur ár, unz liann lét af þvi starfi s. 1. sumar og hóf að búa smásagnasafn til prentunar. Koni það í'it á forlagi Helgafells nú fvrir jólin og ber heitið Uglur og páfagaukar. Sögumar cru 15 talsins og síðumar 150. Mér hefur ekki unnist tími til að lesa þær vel, enda átti hér ekki að birtast ritdómur að þessu sinni. Ekki þarf neinum að blandast hugur um það, að hér er á ferð athyglisverður höfundur eins og sú saga, sem hér birtist, ber með sér. Ekki er Gisli eins mikill alvörumaður í sumum hinna sagnanna, þær eru margar ritaðar í léttum stíl. Ég hygg að svo muni fara sem í fyrsta sinn er Gísli Ástþórsson birti sögu sína, að e’ftir hon- um verði tekið, og að hann verði boðinn vel- kominn í hóp hinna vandlátu, þeirra, sem eiga framtíðina. J. vil ekki vera vinnuvél og þaðan af síður láta skipa mér í stétt, háa eða lága. Stétt með stétt er svikið baráttuorð, tálloforð, villuljós. Stéttlaust þjóðfélag er fagurt fyrirheit. Þá hverfur fyrirlitningin og hræsnin úr heiminum og höfðingjasleikj- urnar verðá utangátta. Eg er ein af uglunum og ég vil þeir af- lífi páfagaukana. Þetta er engin öfund. Eg vil vinna segi ég! En ég vil ekki vera þý Hafsteins Friðrikssonar og kompanís, lágborinn þjónn konunnar hans og snún- íngastelpa dóttur hans. Eg vil vera félagi þeirra, vinnufélagi. Látið Hafstein Frið- riksson — athafnamanninn Hafstein Friðriksson — segja mér fyrir verkum. Látið konuna sitja í búinu og stjórna rögg- samlega. En sendið heimasætuna vinnu- klædda í fiskkösiua andspænis mér, látið hana hlægja með mér í saltbingnum og öfundast út af bitanum mínum í kaffitím- anum, þá erum við félagar og jafningjar og hvorug þó liótinu smærri fyrir það. Svo megið þið setja hana að saumavél- inni, eða þá á bak við búðarborðið, eða gera hana að forstjóra stærsta fyrirtækis landsins — ef hún þá er vandanum vaxin. Og með glöðu geði skyldi ég lúta verk- ÚTVAHPSTÍÐINDI 33

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.