Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 32

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 32
manninum og yíir gotuna þvera og að henni. Hún bærði ekki á sér. Maðurinh hóst- aði, ræskti sig og skyrpti. Hann lyfti handleggjimum, spennti greipar um hnakka og hristi sig. Hann geispaði — æja æjaþá, sagði hann og svo: Aaaaaa — var lengi að þessu og fór sér hægt, en naut blástursins og japlaði og kjamsaði út í loftið, um leið og hann lét hendurnar falla og krosslagði þær á brjóstinu. Svo skyrpti hann enn, fyrst til vinstri, svo til hægri, langt út á götuna og vandvirknis- lega, horfði andartak til himins og var horfinn jafnskyndilega og honum skaut upp. Hurðin féll að stöfum og rafljósið skauzt inn um gættina, inn i hlýj- una. — Kannske ég hefði átt að kalla á hann. Hann hefði eflaust getað sagt mér, hvað tímarium líður, og ekki er að vita nema hann hefði fylgt mér eitthvað á leið. En hvað átti ég þá að segja? Hvert átti ég að biðja hann að fylgja mér? Eg hef ekki hugmynd um, hvar mér er ætlað að liggja. Ég verð í herbergi, einhvers stað- ar í bænum. Onei, ekki er því að neita. Ég verð í húsi, ég verð í kofa, ég verð í f jósi, einhvers staðar í bænum. En ég verð ekki í herbergi heimasætunnar. Já, það getur meir að segja verið, að skúrinn að tarna beint andspænis mér sé heimilið mitt. Eða hróaldið við bakið á mér. Æ., ég vildi, vildi, vildi að einhver færi að koma og koma mér í hús! Nei, víst verð ég ekki í herbergi heima- sætunnar! Hún er heimasætan og ég er ég. Þó erum við máske jafnöldrur, og vel getum við verið jafnháar og viðlíka grannar. Kannske erum við jafningjar í pundatali, kannske er hún með kringlótt andlit eins og ég. Kannske er hún spegil- mynd af mér. En hún er heimasætau og ég er ég. Sá er munurinn. Kannske er engin heimasæta hjá Haf- steini Friðrikssyni og kompaní. Og hvaða máli siptir það þá? En það skiptir máli, að heimasætur sofa meðan ég vaki í tveimur kápum niður við bryggju. Hlá- legt annars, að ég skuli vaka, vegna þess það veltur á engu, hvort ég se’ eða vaki. Öllum stendur nákvæmlega á sama, nema mér. Og það kemur út á eitt. Því ég er þjónninn og allsleysinginn. Held nú það og heldur betur, litla mín! Ég er verkakona mannanna með fínu frúrnar og fínu dæturnar. Ég vinn þegar þær sofa. Ég vinn þegar þær vaka. Þegar þær rumska á morgnana og velta sér á magann og mala undir fysléttum, mjall- hvítum dúnsængum, eðaþegar þær stripl- ast um svefnherbergin sín og ausa sig ilmvötnum ög leika sér að ó-svo-mjúkum silkiklæðum, þá fægi ég gólfin þeirra og ber sorp í öskutunnur, grúfi mig sárhent og heit yfir rafknúða saumavél eða stend í samfestingi og olíusvuntu í fiskkös mannanna þeirra, sálarlaus vél. Það er þetta, sem ætlar mig lifandi að drepa! Ég er fyrirlitinn þjónn ónytjunga, og það eru hinir algeru ónytjungar, sem fyrirlíta mig mest. Ég klæðist smnfestingi og olíusvuntu, til þess að andloysingjarn- ir geti haldið áfram að flatu aga undir dúnsængum. Ég held lífinu í ónytjung- unum, ég strita fyrir þá, sveitt og gap- andi, fæði þá og klæði og stumra yfir þeim i tvíbreiðum vöggunum. Það er ég, það er stéttin, sem ég er sett í ósjálfbjarga og óspurð, það er þjónastéttin, sem með fávizku sinni og auðtrúa aulahætti, dag eftir dag og ár eftir ár blæs að lífsglóð- um yfirstéttarinnar. Hafi liún skömm fyr- ir! Ég vil vinna, ég segi það satt! En ég 32 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.