Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 10
málalegir hleypidómar. Þú hefur stund- um ritað um þetta í Alþýðublaðið. Hvað segirðu um þetta atriði? — Eg tel, að enginn vafi leiki á því, að mikil brögð hafi verið að þessu. Sum- um hefur verið lyft hátt vegna stjórn- málaskoðana og jafnvel uppruna, en aðr- ir látnir gjalda hins sama. Ég hef iðu- lega nefnt dæmi þessa í gagnrýni minni á úthlutunina undanfarin ár. — Nú hefur þú öðlast nýja lífsreynslu, sezt sjálfur í dómarasætið. Hvað viltu nú segja við þá rithöfunda, sem í 10 — 15 — 20 ár hafa talið sig þátttakendur í bókmenntastarfi þjóðarinnar, ritað hálfa eða fulla tylft bóka, hlotið viðurkenningu dómbærra og málsmetandi manna og auðvitað líka aðfinnslur, en verða nú sem oft áður að þoka sæti fyrir yngri höfundum, sem sumir hverjir hljóta ótrú- lega skjótan frama? Hvaða lærdóma ber hinum fyrrnefndu að draga af úthlutun- unum? — Ég vil ekki leggja of mikla áherzlu á afköstin, heldur meta rithöfundana út frá því bezta, sem eftir þá liggur. Hitt er að mínum dómi óumdeilanlegt, að undanfarið hefur verið gert mikið og ranglega upp á milli rithöfunda, sem öll- um ber svipuð aðstaða til að helga sig list sinni. Mér finnst, að allmikið hafi verið úr þessu bætt í ár, en að sjálfsögðu stendur margt til bóta. / — Þú munt vera yngstur úthlutunar- mannanna og hlýtur því að skoðast sem fulltrúi yngri kynslóðarinnar. Telur þú sjálfur, að þú hafir haft slíku hlutverki að gegna í nefndinni? Ertu eftir atvik- um ánægður? — Ég vona, að hlutur hinna yngri geti talizt betri nú en áður, en samt ber enn of mikið á því, að úthlutunarnefndin sé treg til þess að viðurkenna efnilega byrj- endur. Skáldin og rithöfundarnir hafa þó ekki eins ríka ástæðu til að kvarta yf- ir þessu og listamenn annarra greina. Eigi að síður hefði ég viljað úthluta fleiri ungum skáldum og rithöfundum og er síður en svo ánægður með val allra þeirra, sem náðarinnar nutu. En tregðan er sýnu meiri, þegar röðin kemur að tón- listarmönnunum og myndlistarmönnun- um. Það er óþolandi, hvað úthlutunar- nefndin er gleymin á marga ágæta lista- menn á þeim sviðum, einkum í liópi tón- listarmannanna. Tónlistin er enn barnið í öskustónni meðal listgreinanna í sam- bandi við úthlutunina. Annars finnst mér, að margt hafi verið leiðrétt við úthlut- unina í ár, og ég fagna því., hvað hlutur beztu skáldanna, rithöfundanna og mynd- listarmannanna er orðinn sæmilegur. Ég sætti mig yfirleitt vel við valið í tvo efstu flokkana, en í þremur neðri flokkunum vildi ég gjarna gera ýmsar breytingar. Ég tel þar skipt í of marga staði, og enn eru úthlutunarflokkarnir of margir. Það er hæglega hægt að komast af með fjóra flokka, og enn fá of margir óverðugir listamannalaun. En þrátt fyrir allt þetta, tel ég úthlutunina í ár hafa þokazt drjúg- an spöl í rétta átt ög uni henni svo bæri- lega, að ég hef lagt nafn mitt við hana. ★ Ég vil taka það fram, að ég taldi of umfangsmikið að spyrja nefndarmenn um viðhorfin til annarra listgreina en bók- mennta, en þótt manni virðist réttsýninni og smekkvísinni töluvert ábótavant á þeim sviðum, mun þó fyrst kasta tólfun- um, þegar til hinna listgreinanna tekur. Að þessu veður vikið síðar hér í blað- inu. J. ú. V. 10 ÚTVAMPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.