Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 15
Hantsuo lótiitn KNUT HAMSUN, norski Nóbelsverðlauna- rithöfundurinn er nýlátinn 94 ára að aldri. Þar með er lokið merkilegri og stonnasamri ævi — og nú er aðeins einn eftir á lífi, Martin Ander- sen Nexö, hinn danski, þeirra stórmenni í ríki andans, er vörpuðu mestum ljóma á Norður- lönd fyrri hluta þessarar aídar. Hinir voru Brandes, Strindberg, Selma Lagerlöf, Heiden- stam, Johannes V. Jensen og Sigrid Undset. Margir telja Knut Hamsun mestan listamann þeirra allra. Ekki er ég nógu kunnugur verkum þessara rithöfunda til þess, að vera dómbær um þetta, eri mikil aðdáandi Hamsuns hef ég alltaf verið, og þótt hann væri sá óhamingjumaður að gerast handbendi nazista á stríðsárunum og ganga í lið með fjandmönnum þjóðar sinnar og heims- menningarinnar, skal sú sára minning aldrei má burt aðdáun mína á ritverkum snillingsins norska. En hinsvegar ættu örlög þessa djúpvitra lista- manns að vera öllum hugsandi mönnum áminn- ing um það, hvert hinn blindi stjórnmálaátrúnað- ur getur leitt, jafnvel hina gáfuðustu menn Síðustu ár sín reit Hamsun bók um afstöðu sína til nazismans og rakti sögu réttarhaldanna, sem fram fóru yfir honum í styrjaldarlok, sú bók var núkið lesin um öll Norðurlönd. Hún mun nú vera væntanleg í ísl. þýðingu innan skannns. Bækur hafa komið út éftir Knút Hamsun á íslenzku og hefur Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi þýtt þær flestar og snildarlega vel s. s. Victoríu, Pan, Sult og Að haustnóttum. Helgi Hjörvar las og í útvarpið skáldsöguna Gróður jarðar, sem er eitt af höfuðritum hans. J. VII. Viku seinna fann ég bréf frá honum, kvöld eitt þegar ég kom heim. Bréfið var svo örvæntingarfullt, hann skrifaði að hann væri farinn á eftir gulu stúlkunni, að hann gæti aldrei borgað mér pening- ana mína aftur og að hann væri mergsog- inn af langyarandi örbyrgð. Síðan for- mælti hann sjálfum sér fyrir lítilmennsku og undir bréfið hafði hann skrifað: Ég er þræll gulu stúlkunnar. Ég syrgði hann nótt og dag og gat ekkert aðhafst annað. Viku síðar missti ég atvinnuna og ég byrjaði að leita að nýrri. Á daginn falaði ég vinnu á hótel- unum og kaffihúsunum og ég kvaddi líka dyra í einkaliúsum og falaði atvinnu. Það hepjmaðist ekki. Seint á kvöldin keyj)ti ég öll blöðin fyrir hálfvirði og kepjúist við að lesa auglýsingarnar þeg- að ég kom lieim. Ég hugsaði: Kannski rekst ég á eitthvað, sem getur bjargað bæði mér og Wladimierz. í gærkvöldi sá ég nafn hans í einu blað- inu og las um hann. Ég fór út skömmu síð- ar, út úr húsinu, reikaði um strætin, og ég kom heim aftur í morgun. Ég hef kannski sofnað einhvers staðar eða ég hef setzt á tröppur og ekki komizt lengra; en það veit ég ekki nú. ÚTVARPSTÍÐINDI 15

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.