Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 7
Þorkell Jóliannesaon prófessor Helgi Sæmundsson blaðamaður hvorki sé spurningin einföld né auðvelt að svara henni. Hitt er annað mál, að hægt er að setja reglu, sem gerir svarið tiltölulega einfalt. Ég gæti t. d. vel hugs- að mér úrlausn þessarar spurningar, sem leiddi til mikils sparnaðar á fé ríkisins, en ekki hirði ég að setja hana hér fram, enda engan veginn viss um, að þá færi betur. Ymsum er gjarnt að horfa sem fastast á það, sem kalla mætti bezta árangur, met og methafa í þessum efnum, svo sem öðr- um íþróttum, og telja allt hitt lítils eða einskis vert. Hitt ætla ég samt réttara að fyrirlíta ekki með öllu liinn lægri gróður. Þrátt fyrir allt er það skoðun mín, að hinn almenni áhugi og viðleitni fjölda manna til iðkunar lista og sköpunar í einhverri mynd sé eitt af beztu þjóðareinkennum Islendinga óg sé rétt og skylt að hlynna að slíku, jafnvel þótt ekki leiði til mikils árangurs nema fremur sjaldan. Við get- um ekki vænzt þess, svo fámenn þjóð að eiga á hverjum tíma mjög marga frá- bæra listamenn. — En við megum heldur aldrei verða svo miklir bú- menn, eða svo vandlátir, að við kefjum niður listhneigð fólksins með þeim rök- semdum, að slíkt svari ekki kostnaði, eða sé einskisvert, af því það rísi ekki þegar nógu hátt. Þjóðin verður aldrei fátæk af því að greiða af höndum listamannalaun, þótt í ríkulegra lagi sé. En hún er þá að vísu fátæk orðin, þegar hún á ekki lengur neina listhneigð að virða, enga viðleitni til listar að styðja, enga listamenn að launa. — Hvernig lízt yður á hina yngri skáldakynslóð? — Sannast að segja er viðurhluta mik- ið að spyrja þeirra hluta, er ætla má, að um 50% þjóðarinnar myndi svara á þann hátt, að naumast þætti prenthæft, frem- ur en sumt það sem spurningin stefnir að. Ef ég væri spurður að því, hvað ég áliti um heimspeking án heimspeki, kvæði án forms og innihalds og skáld án skáldgáfu, þá myndi ég líklega svara því, að betra gæti það verið. — Spurningu yðar mætti svara á líkan hátt. En þó veður- spáin sé ömurleg og hver lægðin annarri ÚTV'ARPSTÍÐINDI 7

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.