Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 11
KNUT HAMSUN Þrælar ástarinnar I. Skrifað af mér. Skrifað í dag til að létta á hjartanu. Ég lief misst atvinnuna í kaffihúsinu og gleði mína. Allt hef ég misst. Og kaffihúsið var Kafé Maximilian. Ungur maður í gráum fötum kom kvöld eftir kvöld í fylgd með vinum sínum og settist við eitt borðanna minna. Það komu svo margir ungir menn, allir höfðu þeir eitthvert vingjarnlegt orð að segja mér, — þessi ekkert. Hann var hár og grann- ur, hafði mjúkt, svart hár og blá augu, sem hann horfði stundum til mín. Á efri vör var farið að örla á svolitlu yfirskeggi. Nú-jæja, hann hafði víst horn í síðu minni í fyrstu, þessi maður. Hann kom heila viku í lotu. Ég hafði vanizt honum og saknaði hans þegar hann kom ekki. Kvöld eitt lét hann ekki sjá sig. Ég gekk um allt kaffihúsið og leitaði hans; loks fann ég hann við eina af stóru súlunum við hinar inngöngudyrnar, hann sat hjá stúlku frá fjölleikahúsi. Stúlkan var klædd í gulan kjól og glófarnir náðu henni upp fyrir olboga. Hún var ung og hafði falleg, dökk augu og mín voru blá. Ég stóð eitt andartak og heyrði á tal þeirra, hún ávítaði liann fyrir eitthvað, hún var leið á lionum og bað hann að fara. Ég sagði í hjartanu: Heilaga jómfrú, af hverju kemur hann ekki til mín! Kvöldið eftir kom hann í fylgd með vinum sínum og settist við eitt borðanna minna; því ég hafði fimm borð að sjá um. Ég gekk ekki til móts við hann eins og ég var vön, en vonaði, og lét sem ég sæi hann ekki. Þegar hann veifaði mér gekk ég til hans. Ég sagði: Þér voruð hér ekki í gær. Hvað hún er fallega grönn, þjónustu- pían okkar, sagði hann við félaga sína. Öl? spurði ég. Já, svaraði hann. Og ég hljóp fremur en gekk eftir öl- krúsunum þremur. II. Nokkrir dagar liðu. Hann fékk mér bréflappa og sagði: Farið með það til....... Ég tók lappann áður en hann hafði lokið setningunni og fór með hann til gulu stúlkunnar. Á leiðinni las ég nafn hans: Wladimierz Txxx. Þegar ég kom aftur horfði hann spyrj- andi á mig. Já, ég kom því til skila, sagði ég. Og fenguð ekkert svar? Nei. - Hann gaf mér þá eitt mark og sagði brosandi:. Ekkert svar er líka svar. Allt kvöldið mændi hann yfir til stúlk- unnar og félaga hennar. Klukkan ellefu stóð hann upp og gekk yfir að borðinu ÚTVARPSTXÐINDI II

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.