Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 29

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 29
annars vegar. Eimnitt svoua er hvít- klædda búðarlokan í kjötbúðinni heima. Hann lætur gamlar konur með fimm kr. troða sagið á steingólfinu, meðan hann hringsnýst eins og hundur kringum liefð- arfrúr með bláa hundrað krónu seðla. Já frú, já alveg sjálfsagt frú, kjamsar hann og hneigir sig tvöföldan fyrir liundrað krónu seðlunum, og rnænir svo lang- mæddum píslarvættisaugum út í loftið, um leið og hann slettir: Nú! framan i gamalmenni, sem aldrei hafa eignast loð- kápur. En hann er líka karlmaður, Jressi búð- arloka. — Stúlkan lvfti höfðinu, rétti úr sér á tösk- unni og hlustaði. Það var einhver að koma. Hún stóð á fætur, horfði upp göt- una og beið. Svo gretti hún sig, tók and- köf og hnerraði einu sinni, tvisvar. Æ þá, sagði hún og strauk tárin úr augun- um með fingurgómum beggja handa. — Fótatakið var hljóðnað. Hún settist aftur á töskuna og hvísl- aði: Hann skykli þó aldrei fara að rigna. Svo herti hún beltið að regnkápunni og hneppti hana upp í háls. Þetta var brún kápa, tvíhneppt, úr vind- heldu, grófgerðu efni, flosuð framan á ermum og dökkur slitgljái á hálsmáli og kringum hnappagöt. Stígvélin á fótum stúlkunnar voru samlit kápunni, her- mannastígvél úr leðri og náðu upp á miðj- an kálfa. Hælarnir mikið gengnir aftan til og utan fóta, en leðrið hart og sprung- ið. Stúlkan var með svarta kollhúfu, bar hana aftarlega, svo að hárið, skolbrúnt og lítið liðað, naut sín vel. Því var skipt fyrir miðju enni og lá aftur með smágerð- um eyrunum. Andlitið var ávalt, kinn- beinin há, augun vel opin og skær og greindarleg, munnurinn nokkuð stór, en mótaður af viðkvæmni og mýkt. Nefið stutt og beint, iiasavængmiir þunngerðir ogfmlegir. — Hvað skyldi klukkan vera? Varla meir en hálf sex. Hálf sex — hálf fimm; þá er aðeins klukkutími síðan ég fór úr rúm- inu og klæddi mig og kvaddi. Þeir kalla það raunar koju til sjós. Það gerði pabbi, þessi álfur. Hann kallaði rúmin okkar kojurnar og gólfið kallaði hann dekkið og hanabjálkann háþiljur. Hann var allt- af að gera að ganmi sínu; svo fórst hann. Skrítið hvað hann var góður maður. Hann sagðist ætla að verða milljóna- mæringur, þá mundi ég aldrei þurfa að dýfa hendi í kalt vatn. Það var draumur- inn hans, keppikeflið og svipan: að þurfa aklrei framar að vinna. Auðvitað eru svona draumar sjálfsagð- ir! Hvað annað? Það eru aðeins þeir for- ríku, sem hafa efni á að hætta að vinna — algerlega, að eilífu, amen. En fátækl- ingurinn — hinn óumdeilanlegi öreigi — hefur um tvennt að velja: að strita eins og vitfirringur frá morgni til kvölds, og lialda lífinu; eða leggjast upp í loft og þrýsta siggrunnum lófunum að ásjónu sinni og deyja. Og oft er fátæklingnum, daglaunamanninum allslausa, meinað að vinna. Þá brýzt liann um á hæl og hnakka og byrjar að deyja. Svei því, að mér hefði komið til hug- ar ég ætti eftir að sjá framan í þennan dauða. Eg! stelpan! tuttugu og þriggja ára gömul! Og þó hef ég í þrjá mánuði lifað í návist hans, getað fylgzt með því nákvæmlega, hvernig hann saug úr mér merginn og blóðið og reif og sleit í sál- ina. Fyrsta stríðið, og ég á batavegi. Hét hann ekki Snorri þessi, sem bauð mér vinnuna? Æ, það skiptir ekki máli, ekki ögn. Fullur bauð hann mér vinnuna, fullur kom hann í herbergið til okkar Uftu og fullur fór hann og vinur hans. En ÚTVARPSTÍÐINDI 29

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.