Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 34

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 34
&sdí£& BIRT ÁN ÁBYRGÐAR ÞAÐ er alkunnugt, að lögregluþjónn í Reykja- vík tók séra Pétur Magnússon frá VaUanesi að næturlagi til yfirheyrslu grunaðan um að hafa gægst inn um glugga á herbergi stúlku nokk- urrar. Sagt er, að mál þetta hafi borið á góma milli séra Bjarna og Páls Isólfssonar, er þeir komu frá jarðarför. Páll segir: — Finnst þér nú að þetta geti gengið fyrir prest, ef það sannast, að séra Pétur hafi verið að gægjast á gluggann þama um nóttina hjá stúlkunni? — Það held ég ekki, svaraði séra Bjami, — það gæti í hæsta lagi gengið fyrir organista. ★ Dr. Guðbrandur Jónsson prófessor gaf nvlega eftirfarandi mannlýsingu: Ilann er orðinn svo varkár hann Hermann, að spyrji maður hvað klukkan sé, segir hann manni að koma á sama tíma á morgun. k Fyrir nokkru kom kona til sakadómarans í Reykjavík og kærði mann, sem hún tiltók, fvrir að liafa stolið frá sér 4000.00 krónum. Næsta dag náði sakadómarinn sambandi við þann ákærða og meðgekk hann þegar. Þriðja daginn komu þau bæði til sakadómar- ans, konan og maðurinn, sem stal frá henni, og báðu þau hann að láta málið niður falla, því þau ætli að ganga í hjónaband. stjórn hennar, því værum við ekki félagar og vinir í þjóðfélaginu mínu? Eða sendið hana aftur í fiskhúsið, rjóða ogkappsfulla og káta, ef hún er klaufsk á nálina og skussi við búðarstörfin og getur ekki stjórnað stærsta fyrirtæki landsins. Og við skulum standa hlið við hlið, stöllurnar, og við skulum syngja við þvottinn, og við skulum trúa hvor annarri fyrir litlum leyndarmálum, og við skulum segja Siggu Gríms til syndanna og erta hann Jóa, og við skulum verða samferða út og upp götur, tvær íslenzkar stúlkur að koma frá vinnu, stoltar og kátar yfir af- rekum dagsins, frískar og ófeimnar og al- frjálsar og allra manna jafningjar. Halló, Jói! Halló, Sigga! Hvað ætlið þið að gera í kvöld? Þá er þjónastéttin dauð og yfirstéttin. Þá er Auðmýkt og Undirgefni úr landi. Þá verður gaman að starfa og lifa. Páfa- gaukarnir hnignir og uglurnar með þeim. Þarna ertu þá! Hún hrökk við, leit upp, kastaði til höfðinu og pírðu augum. Já, sagði hún, hér er ég, stóð á fætur, horfði andartak framan í manninn og svo upp götuna. Það er að birta, sagði hún. Já. Þú ert Birna, er það ekki? Jú, ég er Birna. Birna Högnadóttir. Eg fór niður á bryggju, en þeir sögðu þú værir farin. Þú hefðir átt að bíða um borð. Mesta heppni ég skyldi koma auga á þig. Já. Ertu með nokkuð annað? Hann benti á töskuna. Nei, ekkert annað. Ilvað er klukkan? Komdu þá. Þetta er hérna rétt hjá. Á- gætt herbergi, eins og gengur. Þið verðið þrjár saman,, úr sinnhverri áttinni að ég held. Húsið er þarna uppfrá. Það sér á gaflinn á því út í götuna. Hún beygði sig eftir töskunni og lyfti henni og bar hana framan á sér. Hún lét manninn fara fyrir og gekk svolítið álút, og það sá á regnkápuna niður undan gráu kápunni. 34 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.