Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 14
eitthvað. Ég skýrði víst frá því að hann myndi aldrei fara til hennar aftur. Um- sjónarmaðurinn gekk framhjá, hann snupraði mig en ég lét það ekki á mig fá. Þegar veitingasalnum var lokað klukk- an tólf fylgdi Txxx mér að portdyrunum. Fimm mörk af þeim tíu, sem ég gaf yður í gærkvöldi, sagði hann. Ég vildi gefa honum öll tíu mörkin og hann tók líka við þeim, en hann rétti mér fimm aftur í þjórfé. Og hann vildi ekki hlusta á andmæli mín, nú sem fyrr. Ég er svo hamingjusöm í kvöld, sagði ég. Ef ég þyrði að bjóða yður upp til mín; en ég hef bara litla kytru. Ég fer ekki upp, sagði hann. Góða nótt. Hann fór. Hann gekk aftur fram hjá betlikerlingunni en gleymdi að víkja henni nokkru, þótt hún hneigði sig. Ég hljóp til hennar og vék henni h'tilræði og sagði: Það er frá manninum, sem gekk frarn- hjá yður, gráklædda manninum. Gráklædda manninum? spurði konan. Manninum með svarta liárið, Wladi- mierz. Eruð þér konan hans? Ég svaraði: Nei. Ég er ambátt hans. VI. Hann bað mig afsökunar á því kvöld eftir kvöld að hann gæti ekki borgað peningana. Ég bað hann að gera mér ekki slíka raun; hann sagði það svo hátt að allir máttu heyra og ýmsir lilógu að honum fyrir það. Ég er hundur og þorpari, sagði hann. Ég hef lánað af yður peninga og get ekki borgað þá aftur. Ég myndi höggva af mér hægri hendina fyrir fimmtíu mörk. Mér gramdist að heyra hann segja þetta og ég braut heilann um hvernig 14 ÚTVARPSTÍÐINDI ég gæti útvegað peningana, þótt ég hefði engin ráð. Hann sagði líka við mig: Og ef þér spyrjið hvernig mér líði að öðru leyti þá er gula stúlkan farin burt með leikflokknum. Ég hef gleymt henni. Ég man ekki eftir henni lengur. Og þó skrifaðir þú henni aftur í dag, sagði annar vina hans. Það var síðasta bréfið, sagði Wladi- mierz. Ég keypti rós af blómasölukonunni og festi henni í hneppsluna hans vinstra megin. Ég fann andardrátt hans leika um hendur mínar meðan ég var að því og ég ætlaði varla að geta fest rósinni. Þökk, sagði hann. Ég bað um þau fáu mörk, sem ég átti inni hjá gjaldkeranum og fékk hon- um þau. Það er lítilræði. Þökk., sagði hann aftur. Ég var hamingjusöm allt kvöldið þang- að til Wladimierz sagði upp úr þurru: Ég fer í burtu fyrir þessi mörk í eina viku. Þegar ég kem aftur skal ég borga yður. Þegar hann sá hve hrærð ég varð, bætti hann við: Það eruð þér sem ég elska! Og hann greip hönd mína. Ég varð svo utan við mig af því hann ætlaði í burtu og vildi ekki segja hvert hann færi, þótt ég spyrði liann. Allt, kaffi- húsið og Ijósakrónurnar og gestaskarinn hringsnerist með mig? ég þoldi ekki við lengur, en greip báðarhendur hans. Ég kem aftur til yðar eftir viku, sagði hann og stóð upp snögglega. Ég heyrði að umsjónarmaðurinn sagði við mig: Yður verður sagt upp. Nú — jæja, hugsaði ég. Hverju skiptir það! Eftir viku verður Wladimierz kom- inn aftur! — Ég ætlaði að þakka honum og snéri mér við, — hann var farinn. M

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.