Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 30

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 30
hann mundi eftir mér, þegar ég kom í skrifsofuna, hann kannaðist við andlit- ið, hann hafði séð mig, hann vissi ég var til. En þá var Islendingurinn orðinn oí fírin til að tala við mig, ófullur og rakað- ur og með faktúrur í höndunum, og fari hann í helvíti fyrir það! Hann bjargaði sér út, blessaður. Hann benti skrifstofuþrælnum sínum að af- greiða mig, setti upp hattinn og var far- inn, vindillinn og hvítu perlutennurnar og fægðu skórnir. Og skrifstofuþrællinn kveiti sér í sígarettu og hvíslaði i eyrað á annarri vélritunarstúlkunni, og vélrit- unarstelpan flissaði og lympaðist niður í stólinn, lagði undir flatt og horfði á mig. Og vinkona hennar seildist eftir tízku- blaði í skrifborðskúffunni sinni og setti stút á munninn og blaðaði í því, án þess að hafa af mér augun. Og skrifstofuþræl1- inn spurði, kæruleysislega og sakleysis- lega, hvort ég hefði nokkurn tíma unnið í fiski, og ég játti því. Lygi númer eitt, og ritvélarnar fliss- uðu. Og skrifstofuþrællinn spurði, hvort ég væri vön — alveg öllu vön — og ég játti því. Lygi númer tvö, og ritvélarnar fliss- uðu. Og skrifstofuþrællinn spurði, hvar ég liefði unnið, og ég sagði í Sandgerði og Keflavík. Lygi númer þrjú og fjögur, en skrif- stofuþrællinn sagði, að þá gæti ég fengið vinnuna, úr því ég væri öllu vön, alveg öllu, og þá hlógu ritvélarnar, þessar elsk- ur, og svo bætti hann við, að það yrði skipsferð í næstu viku, góða mín, og ef- laust mundi einhver taka á móti mér og koma mér í hús. Já, hvað ég hata hann! Það er annars skrítið, að í dag hata ég alla — sér í lagi karlmenn. Skyldi það vera koníakið í kverkunum á mér, eða lubbinn, sem gaf mér það. Eða er það bara myrkrið og kuldinn og einsetan niður við bryggju? — Hún stóð á fætur og barði sér. Hún barði sér hálfkæringslega, hikandi, sveifl- aði ekki handleggjunum, heldur klappaði flötum höndunum ótt og títt framan á brjóstið á sér og svo á mjaðmirnar og loks niður handleggina. Svo neri hún saman lófunum, bar þá upp að andlitinu og horfði lengi í þá. Svo beygði hún sig og horfði niður fyrir sig á stígvélin, ólundar- leg og ráðþrota eins og barn í biðröð. Hún lyfti öðrum fætinum, velti vöngum og atvrti stígvélið fyrir að vera gamalt og ljótt. Sjá þig, ræxnið þitt! sagði hún. Að þú skulir vera til! Það fór hrollur 'um hana. Hún sneri sér að töskunni og virti hana fyrir sér, renndi spurulum augum yfir gráu kápuna. Eg er hreint ekki viss um ég komist í hana, tautaði hún, ekki svona utan yfir regn- kápuna, afréð þó að reyna, beygði sig eft- ir flíkinni og tróð handleggjunum varlega í ermarnar. Svo var hún komin í kápuna og strauk fingrunum feginshugar niður þykkar fellingarnar, hneppti að sér og bretti upp kragann. Svo settist hún aftur á töskuna. — Drottinn blessi þig, kápan mín. Hvað þú ert hlý og falleg, sæt og fín. Sæt eins og ég, en fínni en ég. Eg er ekki fín og ég hef aldrei verið fín. Ég er verkakona, ein- stæðings verkakona. Það er ótrúlega stór munur á verkakonu og fínni konu. Fínar konur eru aldrei einstæðingar, nema þær þá kjósi það sjálfar, séu móðursjúkar og hafi ánægju af. En fátæklingurinn er oft einstæðingur og alltaf vinafár og undan- tekningarlaust ófínn, eins og ég. Þess vegna er það sannleikur, sem ég las, að jiað stappi nærri guðlasti að vera alls- 30 ÚTVABPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.