Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
36
26
5
Símalán – útborgun:
0kr.
Aðeins 1.000 kr.
á mánuði í
12 mánuði.
Verð: 12.000 kr.
SAMSUNG J200
Kaupauki:
12.000kr.
INNEIGN
yfir árið
fylgir
Tilboðin gilda meðan birgðir endast.
Símalán – útborgun:
0kr.
Aðeins 2.500 kr.
á mánuði í
12 mánuði.
Verð: 30.000 kr.
NoKiA 6120
Kaupauki:
12.000kr.
INNEIGN
yfir árið
fylgir
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
FRAMKVÆMDIR við Egilshöllina
hafa hafist á ný en þeim var slegið á
frest í lok október sl. þegar eigand-
inn, Borgarhöllin, gat ekki staðið í
skilum með greiðslur til verktakans.
Um er að ræða 7.400 ferm. viðbygg-
ingu sem var m.a. teiknuð til að hýsa
fjóra bíósali en Borgarhöllin er dótt-
urfélag Nýsis og fjármögnunaraðil-
inn er Landsbankinn.
Að sögn Gylfa Gíslasonar, fram-
kvæmdastjóra JÁVERK sem er að-
alverktakinn, náðust samningar við
Nýja Landsbankann um að loka
húsinu að utan en meira var ekki
ákveðið. Áætlað er að því verki ljúki
um áramótin en enn er óvíst um hve-
nær bíóið, sem Sambíóin áttu að
reka, verður opnað. Gert var ráð fyr-
ir að hefja sýningar í kvikmyndasöl-
unum í byrjun nóvember. Gylfi segir
að í raun sé undir bankanum komið
hvort bíóið verður opnað yfirleitt.
Gylfi segir að stóran hluta hús-
næðisins sé þegar búið að innrétta
en nú verði drifið í því að loka húsinu
svo innréttingarnar liggi ekki undir
frekari skemmdum.
Kvartað undan slysagildrum
Meðan framkvæmdir lágu niðri
var kvartað yfir því að slysagildrur
leyndust á byggingarsvæðinu sem
fjöldi barna átti leið framhjá á degi
hverjum enda margvísleg íþróttaað-
staða í Egilshöll, svo sem fótbolta-
svæði, fimleikasalur, skautasvell og
líkamsræktarstöð. Þar að auki var
lýsingunni ábótavant svo svæðið gat
verið sérstaklega hættulegt yfirferð-
ar eftir að rökkva tók.
Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðs-
stjóra framkvæmda- og eignasviðs
Reykjavíkurborgar, hefur málið ver-
ið í meðferð hjá byggingarfulltrúa
síðan framkvæmdir stöðvuðust. Í
október fóru byggingarfulltrúar á
staðinn og gerðu athugasemdir sem
ekki var hægt að bregðast við sökum
þess að framkvæmdirnar voru við að
stöðvast.
Húsið gert fokhelt
Í gær fóru menn frá byggingar-
fulltrúa og framkvæmdasviði á vett-
vang og skoðuðu aðstæður. Þar voru
þeir upplýstir um að framkvæmdir
hefðu staðið yfir í u.þ.b. viku og
gengju vel. „Svæðið leit miklu betur
út en fyrir mánuði,“ segir Hrólfur en
vinna við að loka langhliðunum var
komin langt á veg og unnið var hörð-
um höndum að því að gera húsnæðið
fokhelt. Hrólfur segir augljóst að
verktakarnir hafi verið meðvitaðir
um að taka þurfi tillit til starfsem-
innar í Egilshöll en ljóst sé að nú séu
þau atriði, sem mest var kvartað
undan, komin í lag. Búið sé að fylla
upp í skurði og koma lýsingunni í
lag.
Slysagildrurnar séu því horfnar
en aðspurður segist Hrólfur ekki
hafa fengið tilkynningar um að nein
óhöpp hafi átt sér stað á svæðinu
sem rekja megi til frágangsins.
Framkvæmdir hafnar á ný
Vinna hafin á ný við viðbyggingu Egilshallar en framkvæmdir stöðvuðust í október vegna greiðsluerf-
iðleika Aðeins samið um að loka húsinu Óvíst hvenær eða hvort kvikmyndahús verður opnað þar
Morgunblaðið/Kristinn
Lokað Framkvæmdir við viðbyggingu Egilshallar stöðvuðust í október en eru nú komnar aftur af stað.
Í HNOTSKURN
»Viðbyggingin er á tveimurhæðum. Bíósalirnir, sem
teiknaðir voru til að rúma um
800 manns, eru á efri hæð en
upphaflega var gert ráð fyrir
34 brauta keilusal á þeirri
neðri. Hverfa þurfti frá þeim
áætlunum en Nýsir ætlaði að
reka salinn.
»Nýsir rak einnig veit-ingaaðstöðu í Egilshöll en
henni var lokað í sumar.
Nýsir sér um rekstur Egils-
hallar en ætlar framvegis ekki
að reka einstaka starfsemi í
Egilshöll, heldur einbeita sér
að því að þjóna rekstraraðilum
í húsinu.
»Egilshöll var fyrst tekin ínotkun árið 2002. Með við-
byggingunni, sem átti að taka í
notkun í haust, hefði hún orðið
31 þúsund fermetrar að stærð.