Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 E N N E M M /S ÍA /N M 36 26 5 Símalán – útborgun: 0kr. Aðeins 1.000 kr. á mánuði í 12 mánuði. Verð: 12.000 kr. SAMSUNG J200 Kaupauki: 12.000kr. INNEIGN yfir árið fylgir Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Símalán – útborgun: 0kr. Aðeins 2.500 kr. á mánuði í 12 mánuði. Verð: 30.000 kr. NoKiA 6120 Kaupauki: 12.000kr. INNEIGN yfir árið fylgir Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FRAMKVÆMDIR við Egilshöllina hafa hafist á ný en þeim var slegið á frest í lok október sl. þegar eigand- inn, Borgarhöllin, gat ekki staðið í skilum með greiðslur til verktakans. Um er að ræða 7.400 ferm. viðbygg- ingu sem var m.a. teiknuð til að hýsa fjóra bíósali en Borgarhöllin er dótt- urfélag Nýsis og fjármögnunaraðil- inn er Landsbankinn. Að sögn Gylfa Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra JÁVERK sem er að- alverktakinn, náðust samningar við Nýja Landsbankann um að loka húsinu að utan en meira var ekki ákveðið. Áætlað er að því verki ljúki um áramótin en enn er óvíst um hve- nær bíóið, sem Sambíóin áttu að reka, verður opnað. Gert var ráð fyr- ir að hefja sýningar í kvikmyndasöl- unum í byrjun nóvember. Gylfi segir að í raun sé undir bankanum komið hvort bíóið verður opnað yfirleitt. Gylfi segir að stóran hluta hús- næðisins sé þegar búið að innrétta en nú verði drifið í því að loka húsinu svo innréttingarnar liggi ekki undir frekari skemmdum. Kvartað undan slysagildrum Meðan framkvæmdir lágu niðri var kvartað yfir því að slysagildrur leyndust á byggingarsvæðinu sem fjöldi barna átti leið framhjá á degi hverjum enda margvísleg íþróttaað- staða í Egilshöll, svo sem fótbolta- svæði, fimleikasalur, skautasvell og líkamsræktarstöð. Þar að auki var lýsingunni ábótavant svo svæðið gat verið sérstaklega hættulegt yfirferð- ar eftir að rökkva tók. Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðs- stjóra framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, hefur málið ver- ið í meðferð hjá byggingarfulltrúa síðan framkvæmdir stöðvuðust. Í október fóru byggingarfulltrúar á staðinn og gerðu athugasemdir sem ekki var hægt að bregðast við sökum þess að framkvæmdirnar voru við að stöðvast. Húsið gert fokhelt Í gær fóru menn frá byggingar- fulltrúa og framkvæmdasviði á vett- vang og skoðuðu aðstæður. Þar voru þeir upplýstir um að framkvæmdir hefðu staðið yfir í u.þ.b. viku og gengju vel. „Svæðið leit miklu betur út en fyrir mánuði,“ segir Hrólfur en vinna við að loka langhliðunum var komin langt á veg og unnið var hörð- um höndum að því að gera húsnæðið fokhelt. Hrólfur segir augljóst að verktakarnir hafi verið meðvitaðir um að taka þurfi tillit til starfsem- innar í Egilshöll en ljóst sé að nú séu þau atriði, sem mest var kvartað undan, komin í lag. Búið sé að fylla upp í skurði og koma lýsingunni í lag. Slysagildrurnar séu því horfnar en aðspurður segist Hrólfur ekki hafa fengið tilkynningar um að nein óhöpp hafi átt sér stað á svæðinu sem rekja megi til frágangsins. Framkvæmdir hafnar á ný  Vinna hafin á ný við viðbyggingu Egilshallar en framkvæmdir stöðvuðust í október vegna greiðsluerf- iðleika  Aðeins samið um að loka húsinu  Óvíst hvenær eða hvort kvikmyndahús verður opnað þar Morgunblaðið/Kristinn Lokað Framkvæmdir við viðbyggingu Egilshallar stöðvuðust í október en eru nú komnar aftur af stað. Í HNOTSKURN »Viðbyggingin er á tveimurhæðum. Bíósalirnir, sem teiknaðir voru til að rúma um 800 manns, eru á efri hæð en upphaflega var gert ráð fyrir 34 brauta keilusal á þeirri neðri. Hverfa þurfti frá þeim áætlunum en Nýsir ætlaði að reka salinn. »Nýsir rak einnig veit-ingaaðstöðu í Egilshöll en henni var lokað í sumar. Nýsir sér um rekstur Egils- hallar en ætlar framvegis ekki að reka einstaka starfsemi í Egilshöll, heldur einbeita sér að því að þjóna rekstraraðilum í húsinu. »Egilshöll var fyrst tekin ínotkun árið 2002. Með við- byggingunni, sem átti að taka í notkun í haust, hefði hún orðið 31 þúsund fermetrar að stærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.