Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 50
50 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 ✝ Vilborg Bjarna-dóttir fæddist á Skáney í Reykholts- dal 31. október 1915. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi 16. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Hann- esdóttir frá Deild- artungu, f. 5.5. 1878, d. 3.8. 1948 og Bjarni Bjarnason, bóndi og organisti frá Hurðarbaki, f. 30.9. 1884, d. 5. 6 1979. Systkini Vilborgar eru Vigdís, f. 9.5. 1910 og Hannes Magnús, f. 2.2 1918, d. 8.7. 2002. Vilborg var gift Guðmundi Mar- inó Jakobssyni, f. í Torfustaða- húsum 2.11. 1908, d. 20.6. 1989. Foreldrar hans voru Jakob Þórð- arson og Helga Guðmundsdóttir. Börn Vilborgar og Marinós eru: 1) Helga matráðskona, f. 9.5. 1946, d. 21.10 1982, sambýlismaður Eg- ill Egilson verslunarmaður, f. 22.8. 1944, d. 29.11. 2006. 2) Bjarni, bóndi á Skáney, f. 4.3. Noregi, f. 21.5. 1959, maki Agnete Kristoffersen, sonur þeirra er Magnús, f. 19.4. 2006. Sonur Þor- steins og Sigríðar Einarsdóttur er Baldvin Freyr, f. 6. 10 1984, dæt- ur hans eru Hekla Berglind og Katla Bryndís, fæddar 5.9. 2007. Dóttir Þorsteins og Berglindar Ingvarsdóttur er Elín Harpa, f. 28. 8. 1990. Dóttir Agnete er Embla Jenset, f. 29.3. 1996. Vilborg ólst upp á Skáney í Reykholtsdal ein af þremur systk- inum. Hún stundaði nám við Reykholtskóla og fór einn vetur í Húsmæðraskólann á Ísafirði. Vil- borg giftist eiginmanni sínum Marinó þann 25. október árið 1942 og eignuðust þau fjögur börn. Þau hófu búskap að Króki í Flóa veturinn 1942-1943 en flutt- ust svo að Skáney vorið 1943 og hófu búskap með foreldrum Vil- borgar. Þau tóku svo við búinu og bjuggu þar allt til ársins 1980 en þá fluttu þau í Borgarnes. Vilborg og Marinó keyptu íbúð við Skalla- grímsgötu 5 í Borgarnesi. Eftir lát Marinós bjó Vilborg þar ein til ársins 1999 en þá flutti hún á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi. Útför Vilborgar verður gerð frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1949, sambýliskona Birna Hauksdóttir, bóndi á Skáney, f. 31.10 1948. Börn þeirra eru: Haukur, f. 6.9. 1981, sambýlis- kona Randi Holaker, f. 25.1.1979 og Vil- borg, f. 18.5. 1983, sambýlismaður Jón Kristinn Valsson, f. 4.5. 1980, fyrir átti Birna dótturina Bryndísi Ástu Birg- isdóttur, f. 23.12.1967. 3) Jakob húsasmiðameistari, f. 19.6. 1956, maki Anna Sigurðardóttir leik- skólakennari, f. 19.11. 1953. Börn þeirra eru: a) Sigurður Valur, f. 9.9 1977, sambýliskona Arna S. Sigurðardóttir, f. 9.3. 1979, synir þeirra eru Dagur Logi, f. 4.9. 2001 og Egill Kári, f. 17.9. 2007. b) Helga, f. 23.9 1983, sambýlis- maður Gunnlaugur Eiríksson, f. 7.4 1982, sonur þeirra er Marinó Breki, f. 3.9. 2008. c) Marinó Þór, f. 6.2. 1990, unnusta Kristjana Sæ- unn Ólafsdóttir, f. 29.6. 1991. 4) Þorsteinn, bílasmiður og bóndi í Ég vil minnast elskulegrar tengdamóður minnar, hennar Villu eins og hún var kölluð. Hún var mik- ill persónuleiki og dugnaðarforkur, henni féll aldrei verk úr hendi. Þá var snyrtimennskan ávallt í fyrir- rúmi. Hún bar hag heimilisins fyrir brjósti og fylgdi manni sínum Mar- inó til allra verka. Það var ávallt gott að koma að Skáney, vel tekið á móti manni með kostum og kynjum og spurt frétta. Bornar voru fram miklar kræsingar, enda Villa mjög dugleg að baka, oft hóf hún bakstur árla morguns, löngu áður en farið var í fjósið að mjólka. Þá var gott að vakna við ilmandi kökulyktina. Berjaferðirnar hennar Villu voru ófáar, hún hafði yndi af að fara í berjamó og tína bláber, sulta og síð- an gefa. Árið 1980 fluttu Vilborg og Marinó í Borgarnes þegar Bjarni sonur þeirra tók við búi. Þar keyptu þau íbúð við Skallagrímsgötu með stórum garði. Þar ræktaði hún kart- öflur, jarðaber og rifsber, sem hún naut góðs af, en hún var mikið nátt- úrubarn og ræktaði garðinn sinn af alúð. Það sem gerði útslagið að þetta hús varð fyrir valinu var sundlaugin sem var stutt frá. Villa var mikill sundgarpur og tók þátt í keppni á sínum yngri árum. Hún fór í sund á hverjum degi og stakk sér laugina sem mörgum þótti tilkomumikið. Ekki gat Villa setið auðum höndum í Borganesi. Hún fór að vinna á prjónastofu í nokkur ár. Líka átti hún prjónavél sem hún notaði mikið og prjónaði þá aðallega vettlinga sem komu sér vel og við nutum góðs af. Einnig dundaði hún sér við að prjóna sjöl sem hún lagði mikla alúð við. Árið 1989 dó Marinó maður henn- ar. Eftir það var Villa ein í húsinu í nokkur ár. Tók hún þá stundum rút- una í bæinn og kom í heimsókn til okkar og dvaldi í nokkra daga og var það kærkomin heimsókn. Hún kenndi barnabörnunum að spila og leggja kapal. Þess minnast barna- börnin nú. Þau minnast einnig þegar þau fóru í heimsókn í Borganes til hennar, en Villa hafði gaman af að sýna barnabörnunum Skallagríms- garðinn og fara í göngu á Bjössaróló og búa þau að þessu alla tíð. Fyrir nokkrum árum flutti svo Villa inn á Dvalarheimili aldraðra í Borganesi þar sem hún naut góðrar ummönnunar. Fyrst var hún ein í herbergi en síðustu ár var hún með systur sinni Dísu í herbergi. Margs er að minnast og margt ber að þakka og þakka ég Villu tengdamóð- ur minni fyrir allar samverustund- irnar. Guð veri með okkur öllum. Anna Sigurðardóttir. Það var alltaf sérstaklega nota- legt að koma til ömmu Villu í Borga- nesi. Hjá henni var allt í röð og reglu og einstaklega vel farið með alla hluti. Mjög gaman var að skoða og fikta og er mér þá helst í minni prjónavélin í herberginu frammi á gangi, en amma var snillingur í að prjóna sjöl, ullarnærboli og vettlinga sem eru í miklu uppáhaldi. Alltaf var nóg að gera þegar mað- ur kom í heimsókn til ömmu. Garð- urinn hennar var mjög fallegur og skemmtilegur, í honum ræktaði hún kartöflur og fleira sem við hjálpuð- um henni við að taka upp. Einnig fórum við reglulega í göngutúr um Skallagrímsgarð sem var beint á móti húsinu hennar ömmu og því ekki langt að fara. Bjössaróló var líka einn af okkar viðkomustöðum en sá róló var í miklu uppáhaldi því tækin þar voru ekki þau sömu og á leikvöllunum í Reykjavík. Amma fór daglega í sund en sund- laugin var nánast við hliðina á heim- ilinu hennar. Hún sagði mér oft sög- ur af því hvernig hún stakk sér í laugina, því það tók of langan tíma að fara niður stigann eins og hinar eldri konurnar gerðu og fannst mér það mjög merkilegt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég kveð elskulega ömmu mína með þakklæti. Megi hún hvíla í friði. Helga Jakobsdóttir. Vilborg Bjarnadóttir  Fleiri minningargreinar um Vil- borgu Bjarnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku amma mín, Þá er komið að síðustu kveðju minni til þín sem í raun hefur verið í undirbúningi í þónokkurn tíma. Kannski ekki skrítið þegar mann- eskja hefur náð jafn háum aldri og þú! Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig að ég veit varla hvar ég á að byrja. Ein góð kemur þó upp í hugann: Við fjölskyldan vor- um öll saman uppi í sumó og ég og pabbi fórum út á vatn að veiða. Ég veiddi tvo fiska; mína fyrstu og einu fiska sem ég hef á ævinni veitt! Ég kom stolt til baka með afraksturinn og þú tókst við mér og kenndir mér hvernig á að verka fisk. Að vísu hef ég aldrei verkað fisk eftir það og man reyndar ekki hvernig á að fara að við það. Hins vegar man ég vel þessa stund sem við áttum saman og þá þolinmæði sem þú sýndir klígjugjörnum og pjöttuðum krak- kakjána! Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að búa undir sama þaki og þú í 16 ár. Það var ómetanlegt að hafa fengið að alast upp með ömmu mína í kjallaranum og við eyddum ófáum stundum við að spila þegar ég kom heim úr skólanum. Ólsen ólsen og rommí voru í miklu uppáhaldi hjá okkur og okkur leiddist aldrei með spilin. Stundum sátum við líka sam- an og horfðum á sjónvarpið og urðu þá innihaldslausar sápuóperur oft Helga Björnsdóttir Árdal ✝ Helga Björns-dóttir Árdal fæddist á Karlskála við Reyðarfjörð 20. ágúst 1909. Hún lést 14. nóvember síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Dómkirkjunni 25. nóvember. Minning- argreinar um Helgu birtust í Morg- unblaðinu 25. nóvember sl. Þar á meðal var grein eftir Kolbrúnu Birnu Árdal. Í grein hennar urðu til meinlegar villur við vinnslu greinarinnar og birtum við hana aftur hér og biðjum höfundinn, aðra aðstandendur og lesendur afsökunar á mistökunum. fyrir valinu. Við feng- um ekki leið á að hneykslast á því sem átti sér stað í lífi per- sónanna! Það má ekki gleyma því að þú hjálpaðir mér ómet- anlega við að takast á við þá myrkfælni sem gjörsamlega lamaði mig sem barn. Þú varst mér stoð og stytta og studdir mig í þeim erfiðleikum. Hvernig þú fórst að því skulum við látið ósagt; þeir sem standa okkur næst vita hvað ég á við (blikk). Ef það er eitthvað sem ég hef lært af þér, elsku amma, þá er það að líta jákvæðum augum á lífið og tilveruna. Sú jákvæðni og sú birta sem ætíð stafaði frá þér verður mér ógleymanleg. Þrátt fyrir alla þá erf- iðleika sem þú gekkst í gegnum undanfarin ár misstir þú aldrei þessa jákvæðni og alltaf brostirðu framan í heiminn. Ég mun ávallt geyma þessa mynd í huganum: af þér, í stólnum þínum á Dalbraut- inni, brosandi út að eyrum þegar ég kem í heimsókn. Ég ætla að taka þig mér til fyrirmyndar og ávallt brosa og hafa jákvæðnina í fyr- irrúmi. Í eitt skipti, eftir að þú hafðir verið lögð inn á spítalann, spurði ég pabba hvernig þú hefðir það. Ég mun ávallt muna hvað hann sagði: „Amma þín var ansi slöpp í dag. En hún brosir alltaf.“ Þetta lýsir þér einstaklega vel. Þrátt fyrir þá sök að líkaminn þinn hafði brugðist þér fyrir nokkrum árum þá brostirðu alltaf í gegnum allt og augun lýstu birtu og hlýju. Þessi já- kvæðni og bjartsýni verður mér gott veganesti í lífinu. Það er erfitt að kveðja jafn góða konu og þig en að þeirri stundu hlaut að koma. Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir þá stund en það friðar hugann að vita að þér líð- ur betur núna. Þú varst orðin ansi þreytt og tilbúin til að hitta afa Inga og Siggu frænku á ný. Ég kveð þig því með trega og söknuði en einnig með létti fyrir þína hönd. Bless í bili, elsku amma. Kolbrún Birna Árdal. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓRUNN RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR kaupmaður frá Hrísey, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 1. desember kl. 13.00. Sigurveig Inga Hauksdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Eiríkur Viggósson, Brynhildur Hauksdóttir, Ólafur Guðni Bjarnason, Brynjólfur Karl Hauksson, Arndís Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVANHILDAR STEFÁNSDÓTTUR, Aratúni 22, Garðabæ, sem andaðist miðvikudaginn 19. nóvember. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. Guðmundur Rúnar Magnússon, Steinn Logi Guðmundsson, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Magnús Árnason, Sigurjón Guðmundsson, Kristbjörg Elídóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Ásgeir Þór Eiríksson, Stefán Magnús Guðmundsson, Alda Ragna Þorvaldsdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS KARLSSON, Hafsteini, Stokkseyri, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 27. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Viktor Símon Tómasson, Ásrún Sólveig Ásgeirsdóttir, Karl Magnús Tómasson, Anna Sigríður Pálsdóttir, Kristín Tómasdóttir, Guðsteinn Frosti Hermundsson, Símon Ingvar Tómasson, Þórdís Sólmundardóttir og afabörnin. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, EINAR SIGURÐSSON viðskiptafræðingur, Norðurbrún 1, lést fimmtudaginn 27. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Katrín Einarsdóttir, Jónas Kristjánsson, Dóra Gróa Þórðar Katrínardóttir, Heiðar Þorri Halldórsson, Berglind Hrund Jónasdóttir, Auður María Jónasdóttir, Kristján Jónasson, Örn Frosti Katrínarson og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.