Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 47
Minningar 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
✝ Vigfús Þor-steinsson, fyrr-
verandi verkstjóri,
fæddist í Litluhlíð á
Barðaströnd 3. júní
1930. Hann and-
aðist á Heilbrigð-
isstofnuninni Pat-
reksfirði 22.
nóvember síðastlið-
inn. Vigfús var son-
ur hjónanna Guð-
rúnar Jónu
Margrétar Finn-
bogadóttur ljós-
móður, f. 1893, d.
1978, og Þorsteins Ólafssonar,
bónda í Litluhlíð, f. 1890, d. 1989.
Vigfús ólst upp í stórum systk-
inahópi, en systkini hans eru: Sig-
urður Finnbogi, f. 1913, d. 1984,
Ólafía Kristín, f. 1914, d. 1914,
Ólafía Kristín, f. 1915, Gunnar
Þorsteinn f. 1918, d. 2008, Mikael,
f. 1919, d. 1997, Kristján Ólafur,
f. 1922, d. 1973, Þuríður, f. 1923,
Unnur, f. 1924, d. 1924, Hösk-
fúsar og Páleyjar er Jóhannes
Ægir Baldursson, f. 1970. Sam-
býliskona hans er Ingibjörg Erna
Arnardóttir, f. 1978. Sonur Jó-
hannesar og Ingibjargar er Ísak
Máni, f. 2006. Synir Jóhannesar
og Guðnýjar Gústafsdóttur eru
Gústaf Berg, f. 1993, og Elís Mar,
f. 1995.
Vigfús byrjaði ungur í vega-
vinnu og var þar mörg sumur
hann vann meðal annars við að
búa til flugvöllinn á Patreksfirði
árið 1966. Á veturna fór hann á
vertíðir eða vann við beitningu.
Lengst af starfsævi sinni var Vig-
fús verkstjóri í Hraðfrystihúsi
Patreksfjarðar og vann síðar við
fiskvinnslu í Fiskverkuninni
Bjargi þar til hann hætti störfum.
Vigfús hafði mikinn áhuga á trjá-
rækt eins og glöggt má sjá við
heimili hans í Aðalstræti og við
sumarhús þeirra hjóna á æsku-
stöðvunum hans í Litluhlíð á
Barðaströnd, þar sem hann átti
margar sínar bestu stundir síð-
ustu æviárin.
Vigfús verður jarðsunginn frá
Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14
uldur, f. 1925, d.
2004, Jóhann, f.
1928, Bjarni, f. 1933,
d. 2008, Ásta, f.
1936, d. 1996, og
Halldóra, f. 1939, d.
1940.
Vigfús kvæntist
Páleyju Jóhönnu
Kristjánsdóttur
26.12. 1963 og hafa
þau búið alla sína
búskapartíð í Að-
alstræti 61 á Pat-
reksfirði. Páley er
fædd 11.1. 1945 í
Tröð í Önundarfirði. Hún er dótt-
ir hjónanna Kristjáns Hagalíns-
sonar, f. 1888, d. 1973, og Sigríð-
ar Jónsdóttur, f. 1898, d. 1953.
Börn þeirra eru: 1) Kristján Páll,
f. 1964. 2) Sigríður Margrét, f.
1966. Eiginmaður hennar er Frið-
þjófur Sævarsson, f. 1967. Börn
þeirra eru Helga Páley, f. 1987,
Sindri Hrafn, f. 1992, og Brimrún
Birta, f. 1997. 3) Fóstursonur Vig-
Elsku pabbi. Ég er þakklát fyrir
að hafa komið til þín síðustu dag-
ana þína og fengið tækifæri til þess
að kveðja þig. Ég hef þegar sagt
þér hversu vænt mér þykir um þig
og við eigum það allt á milli okkar.
Það var oft erfitt að vera ekki hjá
þér þessi síðustu ár sem þú varst
veikur en ég veit að þú varst
ánægður með þær stundir sem við
gátum verið saman. Þú varst vanur
að hressast ótrúlega þegar ég og
barnabörnin þín komum í heim-
sókn á Patró, þá sýndir þú þínar
bestu hliðar. Þú varst stoltur af
barnabörnunum og fylgdist með
þeim eftir bestu getu. Ég efast
ekki um að marga af góðu hæfi-
leikunum sem þau búa yfir, fengu
þau beint frá þér. Ef þú hefðir ver-
ið uppi aðeins seinna hefðir þú
kannski fengið betri tækifæri til að
nýta hæfileika þína en hjá þinni
kynslóð var ekki svo mikið val.
Lífsbaráttan var oft hörð og það
dugði ekki annað en að vera dug-
legur að vinna. Ég lærði það fljótt
hjá þér að það að vera latur að
vinna væri mikill löstur. Ég var því
ákveðin í að þegar ég eignaðist
mann skyldi hann vera duglegur að
vinna. Það tókst hjá mér og þú
fórst ekki leynt með það hvað þú
varst sáttur við tengdasoninn. Við
grínuðumst stundum með það hvað
þér lá á að koma mér í hjónaband-
ið því þú tókst á sprettinn með mig
inn kirkjugólfið þegar þú áttir að
leiða mig virðulega upp að altarinu
í Hagakirkju. Ekki fannst þér
verra að hann væri sjómaður á eig-
in bát. Þú hafðir mikinn áhuga á að
fylgjast með hvernig hann fiskaði.
Það var venja hjá honum að
hringja alltaf í þig þegar hann var
staddur á Vestfjarðamiðum og gefa
þér skýrslu um fiskiríið.
Elsku pabbi. Barnæskan er svo
stuttur hluti af ævi okkar en samt
er það sem gerist þá, það sem
markar okkur fyrir lífstíð. Þú ert
einn af þessum föstu punktum í líf-
inu sem erfitt er að sætta sig við
að er ekki lengur til staðar, en það
er ekki nokkur leið að stöðva tím-
ans þunga nið eins og segir í text-
anum á laginu sem þú söngst alltaf
á áramótum. Þú varst alla tíð mjög
tengdur þinni upprunafjölskyldu
og þegar þú varst sem veikastur
var hugurinn kominn inn á Barða-
strönd heim í sveitina þína.
Ég veit að nú hefur amma Guð-
rún tekið á móti þér eins og hinum
strákunum sínum sem voru komnir
til hennar á undan þér. Guð gefi
þér góða hvíld.
Sjá, dagar koma, ár og aldir líða,
og enginn stöðvar tímans þunga nið.
Í djúpi andans duldir kraftar bíða. –
Hin dýpsta speki boðar líf og frið.
Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga.
Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og
sterk,
í hennar kirkjum helgar stjörnur loga,
og hennar líf er eilíft kraftaverk.
(Davíð Stefánsson.)
Þín dóttir,
Sigríður Margrét.
Sigga frænka hringdi til mín og
lét vita að pabbi hennar væri orð-
inn fárveikur og tveimur dögum
seinna var hann allur. Elsku Fúsi
frændi, nú ert þú farinn til pabba
og Gunnars. Þá eru þrír bræður
farnir á 6 mánaða tímabili.
Fúsi frændi var verkstjóri í HPP
sumarið sem ég var að vinna í fiski
og kynntist ég honum frá þeim
tíma. Við urðum svo pennavinir
þegar ég fór til Los Angeles í
skóla, það var alltaf gaman að fá
bréfin frá honum og fá fréttir af
pabba, veðrinu, og hvað var að ger-
ast á Patró.
Árið 1996 flutti ég og fjölskylda
mín til Danmerkur. Sumarið 1998
komu hjónin Fúsi og Hanna Páley
með Siggu fjölskyldu til Danmerk-
ur í sumarbústaðarferð og var
komið við hjá okkur í þeirri ferð.
Svo leið langur tími þar til að við
hittumst en þá kom fyrir að við
heyrðumst í síma.
Pabbi minn dó svo 19. maí í sum-
ar og var föðurbróðir minn orðinn
of slappur til þess að komast til
Reykjavíkur í jarðarförina. Ég
skrapp vestur og kom til hans á
sjúkrahúsið á Patró til þess að
kveðja hann og sýna honum börnin
mín og yngsta afkvæmið sem hann
hafði ekki hitt áður. Það var erfitt
þegar ég vissi að það var í síðasta
skipti sem við ættum eftir að sjást
en ánægjuleg stund sem við áttum
saman.
Ég vil þakka þér fyrir að vera sá
vinur sem þú hefur verið mér. Guð
veri með þér og þín er sárt saknað.
Elsku Páley, Kristján, Sigga,
Jói, ykkur og fjölskyldum vottum
við innilega samúð.
Guðrún Bjarnadóttir.
Þegar ég kom að vestan frá
Firði síðastliðið sunnudagskvöld,
var það fyrsta sem Ása Sigurlaug
sagði við mig: Hann Fúsi er dáinn.
Manni bregður alltaf við andláts-
fregnir, þó eg vissi að Fúsi frændi
minn væri búinn að vera sjúklingur
um tíma og orðinn þreyttur þó
hann væri ekki nema 78 ára. Ég
var búinn að þekkja hann Vigfús
sjálfsagt í hálfa öld eða meira. Þar
sem hann var bróðir mömmu þá
kom hann oft að Firði bæði sem
góður gestur og eins líka sem sem
vegagerðarmaður, því langan tíma
ævinnar vann hann við vegagerð,
þá á ámokstursvélum og gröfum,
en þá voru vélarnar ekki eins vel
útbúnar og þær eru nú til dags, en
þá þekktu menn ekki annað og
undu glaðir við sitt. Nei, þeir voru
ekki þunglyndir Litlu-Hlíðarbræð-
urnir sem unnu saman í vegagerð
á þessum árum, en ásamt Fúsa
voru þeir Höskuldur og Bjarni,
sem báðir eru látnir, blessuð sé
minning þeirra. Þeir voru alltaf
kátir og léttir með spaugsyrði og
gamanmál hvar sem þeir komu og
eins var með öll hin systkinin en
þeim hefur fækkað ört á þessu ári.
Hann Fúsi var bónþægur og vildi
hvers manns vanda leysa ef hann
taldi sig hafa getu til. Hann var
laginn í höndum og smiður góður
ef tími vannst til.
Eitt sinn er ég heimsótti þau á
Patró þá sýndi hann mér litla báta
sem hann var að tálga til í skúrn-
um við húsið. Hann var hamingju-
samur á Patreksfirði með ungu
konuna sína, hana Hönnu sem allt
vildi fyrir hann gera og hugsaði
um hann af einstakri kostgæfni
alla tíð. Þau áttu sumarbústað inni
í Litlu-Hlíð sem var þeirra athvarf
á sumrin og þar leið honum vel á
æskuheimilinu. Þau eignuðust tvö
börn og ólu upp það þriðja sem öll
umvöfðu hann ást og hlýju.
Ég vil þakka Fúsa fyrir vináttu
alla tíð og sendi eiginkonu, börn-
um, tengdabörnum og barnabörn-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu um góðan
dreng.
Einar Óskarsson.
Ein fyrsta minningin um Fúsa.
Hann að koma ofan af lofti, úr
Fúsaherbergi, nýbúinn að bet-
rekkja með dagblöðum og hveitil-
ími og mála fínt yfir. Já ég ekki
hár í loftinu þá, hlustaði á lýsingar
Fúsa frænda um hversu auðveld og
góð aðferð til að klæða þetta væri
þegar gera skyldi herbergi klárt.
En það var fleira sem ýtti undir
það álit mitt á Fúsa að hann hefði
tök á ýmsum spennandi málum. Á
þessum tíma vann hann á gröfu
eða frekar ámokstursvél. Það var
tæki sem vakti nú heldur betur at-
hygli, á beltum með stóra skóflu að
framan svo leikur einn virtist vera
að moka möl á vörubílana í vega-
vinnunni. Það var eftirsóknarvert
að stjórna slíku tæki. Seinna, þó
vel fyrir bílprófsaldur er það hvíti
fólksvagninn hans Fúsa, B 57. Já
maður fékk að prófa úti á Rauðu-
melum. Þvílíkur eðalvagn. Leið
áfram yfir hæðir og lautir, jafnvel
melaskörð af minni gerðinni, án
þess að kvarta. Hvernig stendur á
þessu? Er fjöðrunin svona góð?
Fúsi útskýrir glaður í bragði, þetta
sé sko fólksbíll, almennilegur bíll
og enginn jeppi.
Tíminn líður og Fúsi kominn með
fjölskyldu, fluttur til Patreksfjarð-
ar, upp komið notalegt heimili í
notalegu húsi á móti kaupfélaginu.
Í því húsi er tekið rausnarlega á
móti fólki, kaffi og með því, jafnvel
matur. Og það þó enginn fyrirvari
sé. Gestrisnin er nú þannig í þessu
húsi þar sem há og myndarleg tré
eru í garði. Um þau mátti nú held-
ur betur ræða, spá í hæð, vöxt og
möguleika mismunandi tegunda
enda húsbóndinn áhugasamur.
Fyrst þegar ég fór að heiman til
lengri tíma í skóla, þá var það til
Fúsa og Hönnu. Ekki væsti um
mann þar uppi í risi, góð var vistin
þann vetur.
Hugur Fúsa og Hönnu stóð til að
byggja sumarhús í Litlu-Hlíð. Þau
byggðu bústaðinn og mikið þurfti
að spá og spekúlera hvernig öllu
væri best fyrir komið. Hvernig ætti
þetta að vera, veggur hér, jú hafa
það svona og svo svona, að lokum
þilja svo innan með panel. Sum-
arhúsið rauða, Kringla, er nú að
sumri umvafið laufi trjáa. Ekki var
það sjálfgefið í byrjun að svo vel
tækist til. Skyldi það vera hægt? Jú
það er ábyggilega hægt, sagði Fúsi,
áhuginn var til staðar. Og þetta
tókst. Plöntur settar niður, birki,
víðitegundir, stiklingar ýmsir og ár-
angurinn skilaði sér.
Nú síðari árin hefur heilsan
smám saman verið að gefa eftir.
Það hefur sett mark sitt á lífið hjá
Fúsa. Áfram voru þó tilsvörin
ósvikin, skemmtileg sýn á málin.
Alltaf vakandi áhugi á því sem var
að gerast. Náttúran hugleikin. „Það
eru bátar hér inn um allan fjörð.“
Er bara fiskur um allt? „Já þeir
voru að landa í gærkvöldi, það var
víst bara nokkuð góður fiskur.“
Fúsi hafði enda unnið mikið í fiski.
Kunni réttu handbrögðin, flakari
góður og verkstjóri til margra ára.
Í þannig störfum reynir á mann-
legu þættina og þar var Fúsi sterk-
ur.
Nú skilja leiðir um stund en
minningar lifa. Og það er góð minn-
ing sem eftir er hjá okkur um
Fúsa.
„Hvernig ætli að hann sé á fjallið
núna?“ Fyrir Fúsa er færðin góð,
það er víst.
Páley, Kristján, Sigga, Jói og
fjölskyldur, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar.
Sigurður Barði.
Alveg frá því að ég man fyrst eft-
ir mér var Fúsi frændi hluti af til-
verunni. Hann hafði alltaf tíma til
að leika við okkur systkinin. Það
var svo gaman þegar hann kom
heim úr vegavinnunni, því fylgdi
fjör og sögur. Það voru sagðar
fréttir og öllu lýst í smáatriðum
með málrómi og látbragði viðkom-
andi. Víð sáum ljóslifandi fyrir okk-
ur hvítu vegavinnutjöldin, alad-
ínofnana og olíuluktirnar,
ráðskonuna, verkstjórann, vörubíl-
stjórana og þá sem voru á tippnum.
En Fúsi var flottastur því hann var
á skóflunni. Fátt var eins spenn-
andi og að fá að sitja í smá stund í
skóflunni hjá honum meðan mokað
var á bílana inni á Grjótnesi.
Jólasveinarnir sem ég man eftir
úr æsku voru á græna Moscovitz,
bílnum hans Fúsa og komu keyr-
andi eftir túninu. Það voru ein-
staklega skemmtilegir og hressir
kallar.
Fúsi hafði sérstaka tilfinningu
fyrir náttúrunni og öllu sem lifir.
Þekkti alla smáfuglana bæði útlit
og hljóð. Og gróðurinn. Hann hafði
alveg tíma til að bíða eftir að trén
yxu úr grasi. Trén hans standa nú
há og tignarleg og bera vott um
eljusemi og trú á mátt lífsins. Fúsi
var mjög listrænn, teiknaði fólk og
fugla og skar út fínlega hluti úr tré.
Húmorinn alveg sérstakur, svo fínn
að maður mátti hafa sig allan við að
ná þessum innskotum. Jafnvel nú í
haust þegar við kvöddum Fúsa. Þá
duttu nokkur gullkorn af vörum
hans og ekki var hægt að verjast
brosi. Fúsi og Hanna komu í heim-
sókn til okkar Árna til Ísafjarðar
þegar við höfðum nýhafið búskap.
Þá vantaði nú ýmislegt. Þau fóru út
í búð og komu til baka með matar-
og kaffistell, brúnt og flott eftir
nýjustu tísku. Stellið hefur fylgt
okkur alla tíð og ósjaldan hugsa ég
til Fúsa á matmálstímum.
Hjá Fúsa og Hönnu fengum við
alltaf konunglegar móttökur. Mat-
ur, rjómapönnukökur, nýbakaðar
kleinur, allt það besta og maður var
svo innilega velkominn. Nú síðust
árin höfum við einnig hist á Snæ-
fellsnesinu þar sem afkomendur
Fúsa búa og við Árni höfum átt
góðar stundir. Þar voru ræddar
ýmsar framkvæmdir. Fúsi leit allt-
af eftir öllu okkar þar þegar hann
kom að heimsækja Siggu og fjöl-
skyldu og fylgdist af áhuga með því
sem við vorum að basla í sveitinni.
Nú er barátta Fúsa við vondan
sjúkdóm á enda en hann lifir áfram
í öllu sínu góða fólki. Gömlu góðu
lífsgildin sem hann lifði eftir reyn-
ast best þegar allt kemur til alls.
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar
allra. Páley, Kristján, Sigga, Frið-
þjófur og börn og Jói og fjölskylda.
Kær kveðja,
Steingerður og Árni.
Þeim fer nú fækkandi systkinun-
um frá Litluhlíð. Á þessu ár hafa
þrír bræðranna kvatt þennan heim.
Nú síðast Vigfús.
Ég man fyrst eftir Fúsa, eins og
hann var oftast kallaður, þegar ég
var lítill strákur á Fossi en hann
ungur maður í Litluhlíð á leið út í
lífið. Hann var alltaf í góðu sam-
bandi við fólkið á Fossi, bæði sem
ungur drengur og fullorðinn maður.
Hann var um tíma léttadrengur á
Fossi og er t.d. á mynd sem tekin
var af feðgunum þar og um tíma
talinn einn af þeim. Það er stutt á
milli bæjanna og eðlilegt að sam-
gangur hafi verið mikill.
Eftir að foreldrar mínir fluttu til
Patreksfjarðar var Fúsi tíður gest-
ur á heimili okkar bæði í kaupstað-
arferðum og ekki síður eftir að
hann fór að stunda vinnu á Pat-
reksfirði. Á ég margar góðar minn-
ingar um hann frá þeim tíma. Mest
voru þó samskipti okkar Fúsa tvö
sumur á sjöunda áratugnum þegar
við vorum saman í vegavinnu. Hann
stundaði vegavinnu í nokkur sumur
og hafði þá oftast þann starfa að
vera á skóflunni, sem þýddi að
hann mokaði ofaníburðinum á vöru-
bílana. Til þessa starfa hafði hann
beltaskóflu sem þætti nú ekki stórt
tæki nú á dögum.
Fúsi átti alltaf góða bíla allt frá
því hann keypti happdrættisbílinn
frá Birkimel. Á þessum vegavinnu-
árum átti hann nýja Volkswagen-
bjöllu sem hann var ósínkur á að
lána mér ef mig vantaði bíl. Ég
reyndi að endurgjalda það með því
að vera einkabílstjóri hjá honum ef
á þurfti að halda. Í þessu sambandi
minnist ég ferðar sem við fórum
tveir saman um verslunarmanna-
helgi í Bjarkalund. Það var í þeirri
ferð sem hann sagðist vera búinn
að sjá konuefnið. Þegar á hann var
gengið sagði hann að það væri
stelpan í Skálanum. Þetta reyndist
rétt því stuttu síðar voru hann og
Hanna orðin par.
Ég held að Fúsi hafi helst viljað
allt fyrir alla gera án endurgjalds.
A.m.k. var það þannig þegar pabbi
var að gera upp Aðalstræti 29 að
honum fannst sjálfsagt að við flytt-
um öll til hans og Hönnu meðan á
breytingum stóð.
Fúsi var ekki langskólagenginn
maður en talaði svo góða íslensku
að eftir var tekið. Mörg tilsvör hans
voru líka á meitluðu máli. Mér
fannst þessi frændi minn ákaflega
skemmtilegur maður. Ég held bara
að Fúsi hafi verið skemmtilegasti
maður sem ég hef kynnst.
Það er gott að eiga slíkar minn-
ingar.
Blessuð sé minning Vigfúsar Þor-
steinssonar.
Guðmundur H. Friðgeirsson.
Vigfús Þorsteinsson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson