Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 30
30 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Lofa Indverjum aðstoð
Pakistanar neita ásökunum um að þeir séu viðriðnir árásirnar í Mumbai
Yfirmaður leyniþjónustu Pakistans á að aðstoða Indverja við rannsókn málsins
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STJÓRNVÖLD í Pakistan neituðu því í gær að
þau væru viðriðin árásir sem hafa kostað að
minnsta kosti 150 manns lífið í Mumbai á Indlandi.
Yousuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakist-
ans, ræddi við indverska forsætisráðherrann
Manmohan Singh í síma og hét því að senda yf-
irmann pakistönsku leyniþjónustunnar til Ind-
lands til að aðstoða við rannsókn málsins.
Leyniþjónustan er mjög áhrifamikil í Pakistan
og sú ákvörðun að senda yfirmann hennar til Ind-
lands er athyglisverð í ljósi þess að Indverjar hafa
oft sakað hana um að hafa aðstoðað hryðjuverka-
menn við að undirbúa árásir á Indverja. Síðast
sakaði stjórn Indlands pakistönsku leyniþjón-
ustuna um að hafa aðstoðað talibana við að gera
sprengjuárás á indverska sendiráðið í höfuðborg
Afganistans í júlí þegar 58 manns létu lífið.
Rekja árásirnar til Karachi
Indverski forsætisráðherrann sagði í sjónvarps-
ávarpi í fyrradag að skipuleggjendur árásanna í
Mumbai væru með bækistöðvar í öðru landi og
varaði „grannríki“ við því að halda verndarhendi
yfir hryðjuverkamönnum, án þess að nefna Pak-
istan sérstaklega.
Í fréttatilkynningu frá indversku stjórninni í
gær sagði Singh forsætisráðherra í samtalinu við
Gilani að „fyrstu fregnir“ hermdu að rekja mætti
árásirnar til Karachi, stærstu hafnarborgar Pak-
istans. Margar hreyfingar íslamista hafa starfað í
borginni.
Indland og Pakistan hafa þrisvar sinnum háð
stríð sín á milli frá því að löndin fengu sjálfstæði
frá Bretlandi árið 1947. Margir telja að Pakistanar
hafi aðstoðað vopnaða hópa múslíma í indverska
hluta Kasmír. Múslímar frá Kasmír hafa verið
sakaðir um að hafa tekið þátt í árás á þinghúsið í
Nýju-Delhí árið 2001, en hún leiddi næstum til
fjórða stríðsins milli landanna tveggja.
KOMIST Íhalds-
flokkurinn til
valda í Bretlandi
mun hann ráðast
í að afnema í
áföngum þá „að-
skilnaðarstefnu“,
sem birtist í
miklu betri líf-
eyriskjörum hjá
opinberum
starfsmönnum en
öðrum launþegum. Kom þetta fram
hjá David Cameron, leiðtoga
flokksins.
Cameron skýrði ekki málið neitt
nánar og aðrir talsmenn Íhalds-
flokksins, sem vilja komast hjá því
að styggja opinbera starfsmenn
fyrir næstu kosningar, sögðu að-
eins, að um væri að ræða brýnt mál.
Allt önnur kjör og betri
Í Bretlandi og víðar munar miklu á
lífeyriskjörum opinberra starfs-
manna og annarra launþega. Líf-
eyrir opinberra starfsmanna mið-
ast við launin, þegar þeir fara á
eftirlaun, en það fyrirkomulag
heyrir nú sögunni til hjá öðrum
launþegum. Útgjöldin við það voru
meiri en atvinnulífið fékk risið und-
ir. Samkvæmt opinberum útreikn-
ingum er búist við, að kostnaður við
lífeyri opinberra starfsmanna muni
aukast um 40% á næstu 20 árum.
„Við verðum að binda enda á
þessa aðskilnaðarstefnu í lífeyr-
ismálum,“ sagði Cameron, sem út-
listaði það ekki frekar en talið er,
að hann hafi í huga tillögu, sem
hann hefur flutt og kveður á um að
afnema skuli sérréttindi þing-
manna í lífeyrismálum. svs@mbl.is
Cameron
vill jafna
lífeyriskjörin
Cameron vill sér-
réttindin burt.
Í ÞEIRRI kreppu, sem nú ríður
röftum um allan heim, er Kreppan
mikla á fyrri hluta síðustu aldar
gjarnan rifjuð upp og þeir lærdóm-
ar, sem af henni voru dregnir.
Breski sagnfræðingurinn Philip
Kay leitar þó öllu
lengra eða til
Rómar árið 88
fyrir Krist. Þá
skall þar á fjár-
málakreppa, sú
fyrsta, sem sögur
fara af.
„Það, sem
gerðist fyrir 21
öld, og það, sem
hefur gerst hér í
landi, er, að ótrúlega auðveldur að-
gangur að lánsfé og vaxandi vand-
ræði í öðru landi leiddu til fjár-
málakreppu,“ segir Kay, sem
ætlaði að flytja fyrirlestur um þessi
mál í gær að því er fram kom í Gu-
ardian.
Kay ætlaði meðal annars að segja
frá ræðu, sem rómverski mælsku-
snillingurinn Cicero flutti árið 66
f.Kr. en þá vitnaði hann til fjár-
málakreppunnar 20 árum áður. Í
ræðunni hvatti Cicero til, að Pom-
peiusi yrði falið að stýra hernum
gegn Míþrídates, konungi Pontus á
Svartahafsströnd Tyrklands.
Minnti hann áheyrendur á hvað
gerst hefði fyrir 22 árum þegar
þessi sami Míþrídates réðst inn í
skattland Rómverja í Litlu-Asíu og
sagði, að kostnaðurinn við að verj-
ast innrásinni hefði valdið fjár-
málakreppu í Róm.
„Stöndum saman gegn hættunni
og trúið mér þegar ég segi, að fjár-
málakerfið í Róm er tengt fjár-
málakerfinu í Asíu. Hrynji annað,
dregur það hitt með sér.“
Kay segir, að þessi orð Ciceros
séu furðulega nútímaleg. „Setjum
bandarísku undirmálslánin inn í
staðinn fyrir „fjármálakerfið í As-
íu“ og breska bankakerfið í staðinn
fyrir „fjármálakerfið í Róm“ og út-
koman er sú sama.“ svs@mbl.is
Sama kreppa
í Róm 88 f.Kr.
Marcus T. Cicero
SAMTÖK kvenna á vinnumarkaði í Bangladesh
efndu til fundar í Dacca, höfuðborg landsins, í
gær til að krefjast tafarlausra aðgerða í lofts-
lagsmálum. Voru konurnar með grímur í líki
leiðtoga helstu iðnríkjanna en fáar þjóðir eiga
jafnmikið undir því, að sjávarborð hækki ekki
mikið vegna hlýnunar andrúmsloftsins. 60%
landsins eru undir sex metrum yfir sjávarmáli og
á stórum svæðum færi allt í kaf ef sjávarborð
hækkaði um einn eða hálfan annan metra. Kon-
urnar kröfðust þess, að ríku þjóðirnar drægju
verulega úr mengun og rausnuðust auk þess til
að bæta fátækum þjóðum í einhverju þann
skaða, sem þær hafa þegar orðið fyrir af völdum
loftslagsbreytinga.
Óttast að landið sökkvi í sæ
AP
Fullveldisfagnaður
í Norræna húsinu
Dansk-íslenska félagið efnir til fullveldisfagnaðar í Norræna
húsinu sunnudaginn 30. nóvember nk. kl. 16.00.
Páll Skúlason mun skýra frá aðdraganda fullveldissáttmálans
frá 1918 og styðjast við heimildir sem hann fann nýlega í
Kaupmannahöfn.
Vala Kristjánsson les upp.
Þá verður flutt nýtt tónverk eftir Ríkarð Örn Pálsson: Smiðurinn
og bakarinn.
Sönghópurinn Hljómeyki annast flutninginn.
Að lokum verður talað um Hermann Wessel og hvernig hann
tengist íslenskum bókmenntum.
Allir velkomnir. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Dansk-íslenska félagið
Fréttir í tölvupósti