Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 57
Krossgáta 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 LÁRÉTT 6. „Í skóginum stóð kofi einn, sat við gluggann _______“ (10) 9. Nóbelsverðlaunahöfundur sem fékk Pulitzer- verðalaunin fyrir Gamla manninn og hafið. (9) 11. „Þér getið ekki þjónað Guði og _______.“ (6) 12. ________ og Tóbagó, land í Karíbahafinu. (8) 13. Herpes zoster. (7) 14. „Ein í bragga, Magga, gægist út um gluggann, bráðum sér hún Skugga-Baldur ____ hjá.“ (6) 15. Samheiti yfir tókóferól og tókótríenól sem eyða svokölluðum stakeindum sem geta myndast við ýmis efnahvörf í líkamanum. (1,7) 17. Henri ________ var franskur myndlistarmaður sem er þekktur fyrir málverk í sterkum litum. (7) 19. Zorro heitir réttu nafni Don _____ de la Vega. (5) 20. Næstfjölmennasta borg Kína en nafn hennar merkir „Norður-höfuðborg“. (7) 21. ________ Woolf, breskur rithöfundur, gagnrýn- andi og femínisti. (8) 22. Vél sem skilur út úrgangsefni úr líkama sjúklings. (8) 23. Latína fyrir lámark. (7) 27. Borg nálægt Róm sem var þekkt fyrir garða sína. Af henni fékk garður í París heiti sitt og af franska garðinum fékk garður í Danmörku heiti sitt. (6) 28. Málmhetta með kveikiefni til að hleypa skoti úr byssu eða koma af stað sprengingu. (10) 31. Í Indlandi eru aðeins þrjár árstíðir: Vetur, sumar og __________. (10) 33. Það þegar næstum sjúklegur áhugi á ákveðinni hljómsveit greip um sig. (8) 34. Ein af þessum syndum: hroki, öfund, reiði, leti, ágirnd, ofát og munúðlífi. (9) 35. „Fríð var í draumum fjallaþjófs farsældin _____ heiðar, þegar hann sá eitt samfellt hjarn sunnan til Herðubreiðar.“ (Áfangar) (6) 36. Velþekktur mexíkóskur ferðamannastaður. (8) 37. Íslenskt orð komið af orðinu courtesy (8) LÓÐRÉTT 1. Mynd sem er sett saman úr mislitum flísum sem mynda eina heild. (6) 2. Ísraelska þingið. (7) 3. Breskur lúxusbíll. (7) 4. Turn sem sendir frá sér ljósmerki. (4) 5. „Í ________ við brjótumst inn en bara lítið tökum,“ (Ræningjavísur úr Kardimommubænum). (6) 7. Höfuðborg Jórdaníu. (5) 8. Vinkona Péturs Pan. (5) 10. Síendurtekið atriði í bókmenntum. (11) 13. Segull myndaður með því að vefja spólu úr vír og setja straum á hana. (9) 16. Vagga lýðræðisins. (5) 18. Grafhýsi í borginni Agra sem Shah Jahan lét byggja. (3,5) 19. Sprengiefni búið til að þrem fjórðu úr nítr- óglýseríni. (7) 22. Önnur stærsta borgin í Connecticut, sem stendur á norðurströnd Long Island-sunds. (3,5) 23. Höfuðborg Sómalíu. (9) 24. Sjálfstæðiskvennafélagið ______ var stofnað 15. febrúar 1937. (4) 25. Háfættur, hálslangur og bleikur fugl. (9) 26. Þríhöfða hundur sem gætir undirheima. (8) 29. ______ fagra frá Spörtu. (6) 30. Vindur sem feykir jarðvegi. (7) 32. Afturhluti skips. (6) ARMENAR unnu öruggan og glæsi- legan sigur á Ólympíumótinu í Dres- den sem lauk á mánudaginn og vörðu titil sinn frá síðasta Ólympíumóti. Í sveitinni tefldu: Lev Aronjan, Lev Akopjan, Gabriel Sargissan og Tigr- an Petrosjan og Arthes Minasjan en sá síðastnefndi var einungis með í einni umferð. Armenar tóku strax forystuna og virtist sigurinn aldrei í hættu. Það var nafni gamla heims- meistarans, Tigran Petrsojan, sem tryggði gullið þegar hann vann Kín- verjann Li í lokaumferðinni. Loka- niðurstaðan varð þessi: 1. Armenía 19 stig. 2. Ísrael 18 stig. 3. Bandaríkin 18 stig. 4. Úkraína 17 stig 5. Rússland 16 stig 6. Aserbaid- sjan 16 stig 7. Kína 16 stig 8. Ung- verjaland 16 stig 9. Víetnam 16 stig 10. Spánn 16 stig. Alls tóku 146 sveit- ir þátt í mótinu. Frammistaða íslenska karlaliðsins á Ólympíumótinu í Dresden er sú lak- asta sem íslenskt lið hefir náð á þess- um vettvangi. Allir liðsmenn sveit- arinnar, Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielsson, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson tefldu undir getu. Á lokasprettinum, ef sprett skyldi kalla, virtist „lögmál Murp- hys“ vera allsráðandi: allt sem hugs- anlega gat farið úrskeiðis fór úr- skeiðis; sveitin hlaut 10 stig og hafnaði í 64. sæti, neðst Norður- landaþjóða. Sú staðreynd blasir við að íslenska liðið var nær allt mótið að tefla við miðlungslið og þaðan af lak- ari; að tapa fyrir Paragvæ eða Sam- einuðu arabísku furstadæmunum er óverjandi. Ekki ætla ég að halda því fram að einhvern tímann hafi varla þurft annað en að tylla jakkanum á stólbakið til að ná fram sigri í slíkum viðureignum. Hið nýja stigakerfi þessa Ólympíumóts, þar sem naum- ur sigur er jafngildur stórsigri, gefur kost á ákveðinni hernaðaráætlun, sem aftur kallar á öryggi sem var ekki til staðar hjá liðsmönnum. Í yf- irlýsingu liðsstjórans, Sigurbjörns Björnssonar sem ráðinn var til starf- ans með skömmum fyrirvara, kemur m.a. fram: „Undirbúningurinn var lítill sem enginn. … Liðsandinn var ekki nægjanlega góður og hélt liðið ekki mikið hópinn … Menn tefldu ekki nægjanlega vel og lögðu ekki nógu hart að sér við undirbúning fyrir skákirnar …“. Þátttaka Íslands hef- ur samkvæmt þessu meira verið í anda einhverskonar „skák-túrisma“ og fullkomins metnaðarleysis. Á um- ræðuvettvangi skákarinnar er svo kallað á „erlendan þjálfara“ sem á þá væntanlega að færa mönnum skák- getuna á kökudiski. Sannleikurinn er sá að þekkingaröflun og þjálfunar- tæki hafa aldrei verið auðteknari en nú. Menn geta heldur ekki kvartað undan skorti á tækifærum. „Átta tíma maðurinn“ er að vísu búsettur erlendis en fordæmi hans er þekkt: að gera kröfur til sjálfs sín, vinna vel og bera virðingu fyrir viðfangsefni sínu. Georgía vann kvennaflokkinn eftir harða keppni við sveit Úkraínu sem varð í 2. sæti og bandarísku sveitina sem varð í 3. sæti. Kínverjar, sem unnið hafa mót undanfarið, máttu láta sér lynda áttunda sætið. Íslenska liðið varð í 60. sæti af 100 þátttökuþjóðum og er frammistaðan svipuð og gera mátti ráð fyrir. Lenka Ptacnikova og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir stóðu sig best, Guð- laug Þorsteinsdóttir getur betur en frammistaða Sigurlaugar Friðþjófs- dóttur og Elsa Maríu Kristínardótt- ur var nálægt því sem búast mátti við. Kvennalið Íslands á framtíðina fyrir sér og er það spá mín að á næsta móti muni það bæta árangur sinn verulega. Dagur náði stórmeistaraáfanga í Ungverjalandi Á öðrum stað á sama tíma í Hark- any í Ungverjalandi létu þeir Dagur Arngrímsson og Guðmundur Kjart- ansson ekki deigan síga á öflugu opnu móti sem lauk um síðustu helgi. Dagur hlaut 7 vinninga af 9 mögu- legum og varð í 2.-3. sæti og náði áfanga að stórmeistaratitli. Kúb- verski stórmeistarinn Fidel Corrales Jiminez sigraði, hlaut 7½ vinning. Guðmundur Kjartansson náði öðum áfanga sínum að alþjóðlegum meist- aratitli, hlaut 6 vinninga og varð í 9.- 23. sæti. Þeir Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson tóku einnig þátt í mótinu. Keppendur voru alls 121. Þessir fjórir héldu svo rakleiðis til Belgrad þar sem þeir tefla nú á öðru móti ásamt Snorra G. Bergs- syni. Friðrik teflir í Prag Aðdáendur Friðriks Ólafssonar eiga góða daga í vændum því í gær hófst keppni fjögurra stórmeistara sem gerðu garðinn frægan á árum áður gegn úrvalsliði kvenna. Í liði með Friðrik eru fyrrverandi heims- meistari Anatolí Karpov, Vlastimil Hort og Wolfgang Uhlmann. Kvennaliðið er skipað öflugum en lítt þekktum tékkneskum meisturum: Viktorije Cmilyte, Anna Ušenina, Kateøina Nemcová og Jana Jacková. Tefld verður tvöföld umferð. Gullið til Armeníu og Georgíu Morgunblaðið/Ómar Stórmeistaraáfangi Dagur Arngrímsson hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum í Ungverjalandi og varð í 2. sæti. SKÁK Dresden, Þýskalandi Ólympíuskákmótið 12. – 25. nóvember 2008 helol@simnet.is Bridsfélagið Muninn og Brids- félag Suðurnesja Mánudaginn 24. nóvember hófst 4 kvölda tvímenningur þar sem 3 bestu kvöldin verða látin ráða, sem þýðir það að þeir sem misstu af fyrsta kvöldinu geta komið inn næsta mánudag. Og á þessu fyrsta kvöldi mættu 14 pör og hvetjum við þá sem komust ekki síðasta mánudag til að láta sjá sig mæst og þá aðila sem eru stakir að koma einnig eða hringja tíman- lega í stjórnarmenn til að finna ein- hvern til að mynda parið. En staða efstu para eftir fyrsta kvöldið er þessi: Garðar Garðarss. – Gunnl. Sævarsson 63.0% Birgir Þorvaldss. – Magnús Þórðars. 60.5% Þorgeir Halldórss. – Garðar Garðarss. 56.8% Kristján Pálsson – Reynir Jónss. 54.9% Birkir Jónsson – Karl Einarss. 51.9 % Og enn og aftur hvetjum við alla til að láta sjá sig næstkomandi mánu- dag, 1. desember, í Félagsheimili okkar að Mánagrund til að spila eða bara fá sér kaffi og horfa á. Spilarar eru beðnir að mæta ekki seinna en 19:00 og byrjað verður að spila 19:15. Síðastliðinn föstudag, 21. nóvem- ber, var spilaður eins kvölds tví- menningur. Og þar sem þátttaka hefur verið undir væntingum verður næsta spilakvöld á föstudegi það síð- asta að sinni. Efstu pör: Eyþór Jónsson – Grethe Iversen 57 Gunnl. Sævarss. – Garðar Garðarss. 57 Karl Einarsson – Guðni Sigurðss. 53 Spilaður verður eins kvölds tví- menningur næsta föstudagskvöld Spilað er í Félagsheimili okkar að Mánagrund kl.19:30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.