Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 5
Fréttir 5INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
800 7000 • siminn.is
Verslanir Símans eru fullar af glæsilegum símum á jólatilboði. Með öllum
3G símunum fylgir M, vefur Símans í farsímanum, sem þú getur notað
þegar þú átt lausa stund og vantar afþreyingu. Farðu á m.siminn.is og
opnaðu fésbókina þína, spjallaðu á MSN, skoðaðu tölvupóstinn eða
kíktu á nýjasta nýtt á YouTube.
M – upphafið að endalausri afþreyingu
Sími
Netið
SjónvarpÞað er
ÁRLEGUR jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur
við Elliðavatnsbæinn verður opnaður í dag, laugardag.
Verkstæðið hefur verið undirlagt undanfarið við und-
irbúning en meðal þess sem í boði verður er margskonar
handverk og hönnun. Auður Árnadóttir blómaskreytir, í
forgrunni, hefur m.a. unnið að skreytingagerð. Mark-
aðurinn er opinn allar helgar fram að jólum. Í dag mun
m.a. Einar Kárason lesa upp og harmonikusveitin Eld-
borgin taka nokkur lög. Einnig verður barnastund í
Rjóðrinu kl. 14.
Morgunblaðið/Kristinn
Jólin koma í Heiðmörk
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ÓLJÓST er hver áhrif uppsagnir
allra starfsmanna eignarhalds-
félagsins Portus, sem er í eigu
Landsbankans og Nýsis, muni hafa á
byggingu Tónlistar- og ráðstefnu-
hússins. Raddir eru uppi um að
framkvæmdir muni stöðvast í næstu
viku, haldi ríkið og borgin ekki áfram
með verkið.
Að sögn Stefáns Hermannssonar,
framkvæmdastjóra Austurhafnar-
TR, er vonast til þess að uppsagn-
irnar hafi ekki afgerandi áhrif á
byggingu tónlistarhússins en Aust-
urhöfn á í viðræðum við félagið um
málið. „Við erum að vinna í því að
finna þessu breyttan farveg. Að-
stæður hjá Portus kölluðu á að við
gerðum breytingar,“ segir Stefán en
vill ekki útskýra frekar í hverju þær
breytingar felist. Það muni þó ef-
laust koma í ljós á næstu vikum.
Sigurður R. Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Austurhafnarverkefn-
isins hjá Íslenskum aðalverktökum
(ÍAV), segist vona að áhrifin af upp-
sögnunum verði sem minnst. Hann
segir að þær hafi verið yfirvofandi í
þó nokkurn tíma og því ekki komið á
óvart.
Um 170 manns vinna nú við bygg-
ingu tónlistarhússins og segir Sig-
urður enga ákvörðun hafa verið
tekna um hvort ÍAV dragi sig fyrr
frá verkinu. „Það er unnið að lausn
málsins og meðan við vitum að það er
verið að gera það höldum við bara
áfram og af fullum krafti.“ Sigurður
segir einnig erfitt að segja til um
hvenær byggingin verði tilbúin. „Í
þessu árferði er ekki einu sinni við-
eigandi að tala um það. Aðstæðurnar
í þjóðfélaginu í dag hafa svo mikil
áhrif að það er ekki hægt að tala um
áætlanir á meðan.“
Áhrif uppsagna
hjá Portus óljós
Vonast til að framkvæmdir við Tónlist-
ar- og ráðstefnuhúsið geti haldið áfram
FÉLAGIÐ Austurhöfn-TR ehf. er í
eigu ríkisins (54%) og Reykjavík-
urborgar (46%). Hlutverk þess er
að tryggja að tónlistarhúsið rísi og
komist í rekstur. Portus er eigandi
hússins og kemur einnig til með að
reka það. Ríki og borg hafa skuld-
bundið sig til að greiða árlega
ákveðið framlag í 35 ár skv. samn-
ingi frá 2003.
Morgunblaðið/RAX
Enn er byggt