Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 34
34 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
Þ
ótt hljótt hafi verið um starfsemi
mæðrafélagsins Satt að segja hafa
tugir mæðra komið á fundi þess frá
því að það var stofnað í fyrra. Þetta
eru mæður sem eiga börn sem
beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi og mæð-
ur sem sjálfar urðu fórnarlömb níðinga í
bernsku. Sumar voru að rjúfa margra áratuga
þögn.
Mæðrafélagið var stofnað í nóvember í fyrra
við eldhúsborðið heima hjá Gunnþórunni Jóns-
dóttur í kjölfar þess að hún var beðin um að
vera verndari eins forvarnarverkefna samtak-
anna Blátt áfram.
Mæðurnar án málsvara
„Mæður hafa ekki málsvara í samfélaginu og
það var mikil þörf fyrir að sameina þessa
reynslu. Hingað kom hópur af konum sem
glímdu við mikinn sársauka og reiði. Konunum
var mikið niðri fyrir. Þegar þær fóru að hittast
reglulega gátu þær smátt og smátt talað saman
án þess að bresta í grát,“ segir Gunnþórunn.
Markmiðið með starfsemi mæðrafélagsins
er að mæður losni við óttann og kvíðann með
því að deila reynslu sinni með öðrum mæðrum.
Í kjölfarið geti þær farið að byggja sjálfar sig
upp til þess að geta verið til staðar fyrir barnið
sem beitt hefur verið ofbeldi.
Nauðsyn að hlusta á börnin
„Þetta er hjálparstarf og félagsskapur
mæðra alls staðar að úr þjóðfélaginu sem vilja
vinna á jaðrinum. Við erum ekki fræðingar.
Hins vegar viljum við vinna með þeim fræð-
ingum sem eru til staðar í samfélaginu og deila
af reynslu okkar,“ tekur Gunnþórunn fram.
Hún segir mæður ekki hafa fengið nægan
stuðning í samfélaginu og jafnvel ekki innan
fjölskyldna sinna. „Þær vilja rjúfa þögnina sem
ríkir um þessi mál og hvetja forráðamenn
barna og alla sem vinna með börnum að vera á
varðbergi gagnvart kynferðislegu ofbeldi. Þær
hvetja einnig alla til þess að hlusta á börnin og
trúa þeim þegar þau greina frá misþyrming-
unum, hvort sem þau hafa orðið fyrir þeim utan
heimilis eða innan.“
Þagað til að hlífa afa eða föður
Á fundum sínum hafa mæður sem beittar
voru ofbeldi í bernsku greint frá því að þeirra
eigin mæður hafi neitað að leggja trúnað á frá-
sögn þeirra. Í öðrum tilfellum hafa mæður og
barnið þeirra látið undan þrýstingi frá sjálfum
níðingnum sem hefur verið nákominn ættingi.
Stundum hefur verið þagað í tugi ára vegna
fjölskyldum eins og skilnaðir og áfengissýki
sem við ætlum einnig að fjalla um á málþinginu
okkar. Við ætlum hins vegar ekki bara að ræða
um það sem sundrar, heldur einnig um það sem
getur sameinað og við óskum eftir því að sem
flestir komi og taki þátt eða hlusti. Það eru til
leiðir til þess að fólki geti liðið betur eins og
starfsemi mæðrafélagsins og samtakanna
Blátt áfram hefur sýnt.“
Hýsir Blátt áfram heima hjá sér
Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
samtakanna Blátt áfram sem fengið hafa aðset-
ur á neðri hæð heimilis Gunnþórunnar, segist í
mæðrafélaginu hafa fundið það sem hún sjálf
þráði mest í bernsku, þ.e. skilning á skelfingu
og vanlíðan barns sem beitt hefur verið kyn-
ferðislegu ofbeldi. „Ég sá stuðning mæðra við
börn sín, það er að segja það sem eðlilegt er
undir svona kringumstæðum.“
Mæðurnar rjúfa þögnina
Morgunblaðið/Ómar
Hjálparstarf Þessar kraftmiklu konur standa sig vel: Anna María Halldórsdóttir, Gabríela Kristjánsdóttir, Gunnþórunn Jónsdóttir, Sigríður
Björnsdóttir, Jóna Hrönn Bolladóttir og Steinunn Ósk Guðmundsdóttir, við borðið þar sem mæðrafélagið var stofnað.
Mæðrafélagið Satt að segja berst gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum Tugir mæðra sem
glíma við mikinn sársauka hafa leitað stuðnings hjá félaginu Málþing um stöðu fjölskyldna
Í HNOTSKURN
»Málþing til stuðnings íslenskum fjöl-skyldum verður haldið í Vídalíns-
kirkju fimmtudaginn 4. desember kl.
20-22.
»Fjallað verður um starfsemi mæðra-félagsins Satt að segja, áhrif skiln-
aðar á börn og ábyrgð foreldra í sam-
settum fjölskyldum, áhrif fátæktar á
börn og fjölskyldur, áhrif áfengissýki
og áhrif kynferðislegs ofbeldis.
þrýstings um að hlífa frænda, afa, bróður eða
jafnvel föður.
„Með því að mæta á Austurvöll og borg-
arafundi eru menn að segja það sem þeim ligg-
ur á hjarta. Við ákváðum að færa umræðuna
frá matarborðinu hennar Gunnþórunnar og
það sem konunum liggur á hjarta út í sam-
félagið og fjalla um þetta á málþingi um stöðu
íslensku fjölskyldunnar í Vídalínskirkju. Það
þarf að rjúfa þögnina,“ segir séra Jóna Hrönn
Bolladóttir.
„Kynferðislegt ofbeldi sem hefur verið þagg-
að niður hefur áhrif á heilsufar fólks, hjóna-
bandið, fjölskyldutengslin og þátttöku í at-
vinnulífinu. Þetta hefur miklu meiri áhrif inn í
þjóðfélagið en við gerum okkur grein fyrir.
Þetta hefur áhrif á sjálfa lífshamingjuna,“ segir
Jóna Hrönn.
Hægt að sameina fjölskyldur
Hún leggur áherslu á að engin stórfjölskylda
verði söm eftir svona atburði. „Þetta sundrar
Mæðrafélagið Satt að segja segir samfélagið
þurfa að vakna til vitundar og aðgerða vegna
kynferðislegs ofbeldis á börnum. Félagið
segir marga angistarfulla forráðamenn leita
réttlætis og úrræða fyrir börn sín.
Í áskorun sinni til stjórnvalda leggja mæð-
urnar meðal annars áherslu á að mark sé
tekið á forráðamönnum barna sem beitt hafa
verið kynferðislegu ofbeldi.
Að foreldrar og börn fái viðeigandi stuðning
og meðferðarúrræði og að börn sem orðið
hafa fyrir kynferðisofbeldi fái sálfræðiaðstoð
á kostnað ríkisins í að minnsta kosti fimm ár.
Jafnframt að þeir sem tilkynni eða kæri kyn-
ferðisofbeldi á börnum fái leiðbeiningar um
hvernig bregðast skuli við og hvert skuli leita
í framhaldinu og að tryggt sé að öll gögn og
allar nýjar upplýsingar í málum berist hratt
og örugglega milli stofnana.
Samtökin Blátt áfram, sem stofnuð voru fyr-
ir fjórum árum, eru sjálfstæð félagasamtök.
Tilgangur þeirra er að efla forvarnir gegn
kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi.
Markmiðið með forvarnavinnunni er ekki síst
að koma í veg fyrir vandamál á fullorðins-
árum hjá þeim sem verða fyrir þessari ógæfu
á barnsaldri, að því er segir á heimasíðu
barnanna.
Það er skoðun samtakanna að markmiðið ná-
ist með fræðslu, opnari og jákvæðari um-
ræðu um málefnið í samfélaginu og með
breytingu á hegningarlöggjöfinni.
Liður í forvarnastarfi samtakanna er nám-
skeiðahald fyrir þá sem starfa með börnum.
Samtökin hafa fengið styrk frá Reykjavík-
urborg til þess að halda námskeið fyrir kenn-
ara um hvernig greina megi merki um ofbeldi
og hvernig styðja eigi börnin.
Vilja vekja samfélagið til aðgerða
Eftir Atla Vigfússon
Þingeyjarsveit | „Ég er mjög ánægð
hérna í sveitinni og sérstaklega
ánægð með nýja leikskólann,“ seg-
ir Sigrún María Olsen og undir
þetta tekur Ásta Hrönn Hersteins-
dóttir en þær stöllur tóku að sér
leikskóladeildina sem stofnuð var í
Bárðardal í haust. Leikskóladeild
þessi hefur verið nefnd Bárðargil
og er staðsett í Kiðagili þar sem
áður var barnaskólinn sem nú er
aflagður. Þær Sigrún og Ásta eru
báðar frá Akureyri og fengu ágætt
húsnæði í dalnum og líkar vinnan
vel í þessum litla leikskóla.
„Við erum með opið alla daga
frá kl. 8-16 og hér eru 6 börn en
ekki öll í heilsdagsvistun,“ segir
Sigrún en segir ennfremur að
e.t.v. sé von á sjöunda barninu í
skólann eftir áramót.
Þær Ásta Hrönn og Sigrún
María eru báða sammála um það
að þetta sé mjög skemmtilegt og
öðru vísi starfsaðstæður heldur en
í stóru leikskólunum í þéttbýlinu.
Oft sé skipt upp í hópa og þá eru
bara 2-3 börn á hvern starfsmann
og það gefur bæði barni og kenn-
ara mikla möguleika.
Mörg góð gildi í Bárðargili
Leikskóladeildin Bárðargil er
starfrækt undir stjórn Stóru-
tjarnaskóla og gilda sömu reglur
þar og í leikskólanum Tjarn-
arskjóli í Ljósavatnsskarði. Í sam-
verustundum er sérstök áhersla á
hlustun, lestur, söng og hljóðfæra-
leik. Í umhyggju læra börnin að
vera góð hvert við annað og annan
hvern föstudag eru uppákomur af
ýmsu tagi. Þá er mikil áhersla
lögð á gönguferðir og útivist.
Mikil ánægja er í Bárðardal
með nýju leikskóladeildina en
starfsemi sem þessi hefur legið
niðri, m.a. vegna fækkunar fólks
og barnfæðar. Nú virðist hafa
ræst úr og er þó nokkuð af ungum
börnum. Tvö barnanna koma úr
Svartárkoti og væri mjög langt
fyrir þau að fara í leikskólann
Tjarnarból og þess vegna er fólk
mjög ánægt með það fyr-
irkomulag sem kom með leikskól-
anum Bárðargili.
Sex börn í nýja leikskólanum í Bárðardal
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Kátir krakkar Ásta Hrönn Hersteinsdóttir og Sigrún María Olsen með leik-
skólabörnunum í Bárðargili. F.v. Gísli Berg Hlinason, Arndís Björk
Tryggvadóttir, Katrín Ösp Magnúsdóttir og Róbert Már Andrason. Tvö
börn voru fjarverandi.
Í HNOTSKURN
»Börn úr utanverðum Bárð-ardal eru í leikskólanum
Tjarnarskjóli í Ljósavatns-
skarði.
»Mjög langt er að fara úrinnanverðum Bárðardal út
í Ljósavatnsskarð með börnin
í leikskóla og því fannst fólki
fengur í því að fá leik-
skóladeild nær sér til þess að
þurfa ekki að aka mjög langan
veg með litlu börnin.
Davíð Hjálmar Haraldsson rýndií mótmæli tveggja
berrassaðra kvenna á Lækjartorgi,
sem vildu fremur vera berholda en
að klæðast loðfeldum. Honum varð
að orði:
Kona hljóp um kuldablá,
klæddist eigin skinni.
Vörtu hafði væna á
vinstri rasskinninni.
Björn Ingólfsson orti að bragði:
Ungfrúnum var ekkert kalt,
allvel þoldu næðinginn.
Vildu sýna á sér allt
utan blessuð loðskinnin.
Þá Hallmundur Kristinsson:
Eigin sjón mér illa brást.
Af því beið ég hnekki.
Þessa vörtu sem þú sást
sá ég bara ekki!
Loks Magnús Ólafsson
frá Sveinsstöðum:
Fá að líta fagurt skinn
fannst nú Davíð gaman.
Var nú ekki væni minn
vartan stærri að framan?
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af berholda
mótmælum