Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 BORGARAHREYFINGIN hvetur allar landsmenn til þess að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og breytinga á stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á þjóðfund á Arn- arhóli kl. 15 á mánudag nk. Borgarahreyfingin er regnhlíf- arsamtök þeirra hópa sem að und- anförnu hafa haft sig í frammi „vegna þess gjörningarveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og emb- ættismenn hafa kallað yfir þjóð- ina,“ eins og segir í tilkynningu. Morgunblaðið/Júlíus Þjóðfundur Á MÁNUDAG nk. kl. 14-17 verður haldin ráðstefna á Hótel Hilton Nor- dica um eftirlit þjóðþinga með framkvæmdavald- inu. Norrænu sér- fræðingarnir Fre- drik Sejersted, Claus Dethlefsen og Ulf Christoffersson munu fjalla um eftirlitshlutverk þingsins í sínum heimalöndum og Bryndís Hlöðvers- dóttir, formaður vinnuhóps forsæt- isnefndar Alþingis um þingeftirlit, mun fjalla almennt um þingeftirlit. Sturla Böðvarsson forseti Alþingis setur ráðstefnuna. Aðgangur er ókeypis en skrá má þátttöku á skraning@althingi.is. Ráðstefna um þingeftirlit Sturla Böðvarsson AÐFARANÓTT sunnnudagsins sl. um kl. 03:39 var ekið á gangandi vegfaranda á mótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis í Reykjavík. Lög- reglan lýsir eftir aðila sem er sagð- ur hafa elt þann sem varð fyrir bíln- um á umræddum gatnamótum og biður viðkomandi um að setja sig í samband við lögreglu. Jafnframt eru vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu beðnir um að setja sig í samband við lögreglu í síma 444 1000. Lýst eftir vitnum HÁSKÓLARÁÐ Háskólans á Ak- ureyri hefur ákveðið með tilliti til efnahagsástandsins, að aflétta fjöldatakmörkunum í iðjuþjálfun þannig að allir nemendur á fyrsta ári sem standast lágmarkskröfur geti haldið áfram í námi á vormiss- eri 2009. Fjöldatakmörkun VALNEFND í Skagastrand- arprestakalli, Húnavatnsprófasts- dæmi, hefur ákveðið að leggja til að Ursula Árnadóttir verði ráðin sókn- arprestur í prestakallinu. Umsóknarfrestur rann út 14. nóvember sl. Þrír umsækjendur voru um embættið. Embættið veit- ist frá 1. desember 2008. Biskup Ís- lands skipar í embætti sóknarprests til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu manns úr prestakallinu ásamt pró- fasti Húnavatnsprófastsdæmis. Ursula Árnadóttir lauk kandi- datsprófi frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur síðan starfað í ál- verinu á Grundartanga og sem skrifstofustjóri í Neskirkju. Ursula ráðin sóknarprestur STUTT NJARÐARSKJÖLDURINN, sem er hvatningarverðlaun sem veitt eru fyrir bestu ferðamannaverslunina, voru afhent í í þrettánda sinn í fyrra- dag. Það eru Reykjavíkurborg og Ís- lensk verslun sem standa að verð- laununum. Verðlaunahafinn í ár er verslunin Kraum sem sérhæfir sig í sölu á ís- lenskri hönnun. Það sem einkun stendur upp úr við valið að þessu sinni er einkar glæsilegt úrval ís- lenskrar hönnunar sem í boði er í versluninni að Aðalstræti 10. Verslunin hefur það að leiðarljósi að kaupa vörur beint af hönnuðum en hafa þær ekki í umboðssölu. Þetta fyrirkomulag skapar öryggi fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði sem þeir hafa sjaldan kynnst áður. Þannig er leitast við að Kraum sé alltaf með brot af því besta sem er að gerast í íslenskri hönnun, hvort sem um er að ræða klæðnað, skart, nytjavöru eða eitthvað annað. Mark- aðssetning Kraums er einnig metn- aðarfull og allt útlit verslunarinnar til sóma. Verðlaun fyrir bestu ferðamannabúðina Morgunblaðið/Golli Viðurkenning Halla Bogadóttir, framkvæmdastjóri Kraums, tekur við við- urkenningunni úr hendi Óskars Bergssonar, fomanns borgarráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.