Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is JÓN Ásgeir Jóhannesson er í stjórn 365 miðla ehf., samkvæmt upplýs- ingum frá Hlutafélagaskrá og er það eina félagið sem hann situr í stjórn fyrir. Hlutafélagaskrá á von á að fá tilkynningu um úrsögn hans úr stjórn félagsins innan fárra daga. Jón Ásgeir er enn innan þess frests sem honum hefur verið gefinn til að segja sig úr stjórnum félaga sökum þess skilorðsbundna dóms sem hann hlaut í Baugsmálinu í 1. júní sl. Missti hæfi Eins og áður hefur komið fram missti Jón Ásgeir hæfi sitt til setu í stjórnum hlutafélaga og einkahluta- félaga við dómsuppkvaðningu. Um það er ekki deilt. Það hafa hins vegar komið fram misjafnar skoðanir á því hversu langan frest hann hafi haft til frest sem honum hefði verið gefinn. Aðspurð sagðist Svala ekki reikna með að eftirmál yrðu út af stjórn- arsetu hans af hálfu Hlutafélaga- skrár. Aðvaraður Jafnframt minnti hún á að innan stjórnsýslunnar væru óskráðar regl- ur um að áður en hægt væri að sekta mann yrði að veita honum aðvörun og það hefði verið gert. Hjá Hluta- félagaskrá er unnið að verklags- reglum um hvernig bregðast skuli við þegar stjórnarmenn í félögum hljóta dóm. Svala sagði að rætt hefði verið um að stjórnarmenn fengu þriggja vikna frest frá því þeir fengju bréf frá Hlutafélagaskrá. Að- spurð hversu langur tími yrði látinn líða frá dómi og þar til Hlutafélaga- skrá skrifaði þess háttar bréf, sagði hún ótímabært að fjalla um það. „Við erum að vinna í þessu,“ sagði hún. að segja sig úr stjórnum félag- anna og hvort hann hafi með setu í stjórn brot- ið gegn lögum. Brot gegn lögum um hlutafélög og einkahlutafélög varða sektum eða fangelsi, allt að tveimur árum. Engin eftirmál Svala Hilmarsdóttir, staðgengill forstöðumanns Hlutafélagaskrár, sagðist ekki eiga von á að eftirmál yrðu vegna stjórnarsetu Jóns Ás- geirs. Hún vildi ekki segja hvort það væri álit hennar að stjórnarseta Jóns Ásgeirs, fram til þessa, væri í samræmi við lög eða hvaða afleið- ingar það gæti haft ef svo ólíklega vildi til að Jón Ásgeir virti ekki þann Enn í einni stjórn  Hlutafélagaskrá á von á síðustu úrsögninni á allra næstu dögum  Á ekki von á eftirmálum vegna stjórnarsetunnar Jón Ásgeir Jóhannesson ÁRLEG friðarganga grunnskólans á Sauð- árkróki, Árskóla, var farin í gær upp á Nafirnar yfir bænum. Yfir 500 manns, nemendur og starfsmenn skólans, mynduðu keðju upp Naf- irnar í nístingskulda og létu ganga á milli sín ljóslugt með áletruninni „Friður sé með yður“. Friðarganga er jafnan farin í lok þemaviku í Ár- skóla og við upphaf aðventunnar. Um leið er kveikt á krossinum sem lýsir upp aðventuna. Um 500 manns í friðargöngu á Sauðárkróki Ljósmynd/Hjalti Árnason Fyrr í þessum mánuði var greint var frá því að Ný sýn ehf. (sem áð- ur var Rauðsól ehf.), félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefði keypt fjölmiðlahluta 365 hf. Stuttu síðar var samþykkt að breyta nafni 365 hf. í Íslenska af- þreyingu hf. Það vildi hins vegar svo til að bæði þessi nöfn voru í notkun. Auðfengið Íslensk afþreying ehf. var rekstr- arfélag hinnar vinsælu hljóm- sveitar Skítamórals og var Arn- grímur Fannar Haraldsson, gítarleikari sveitarinnar, jafnframt stjórnarformaður félagsins. Í sam- tali við Morgunblaðið sagði Arn- grímur að maður frá 365 hf. hefði haft samband og óskað eftir nafn- inu. Það hefði verið auðfengið, enda aðeins um skúffufyrirtæki að ræða og nafnið aldrei notað op- inberlega. Því fengu 365 hf. gamla nafnið og rekstarfélag Skítamór- als fékk nýtt nafn, Fljúgum áfram sem heitir eftir einu lagi sveit- arinnar. Engin þóknun var greidd fyrir nafnið. Varðandi hitt félagið, Nýja sýn ehf., er ekki búið að semja um nýja notkun nafnsins. Ný sýn ehf. er því enn útgáfufélag í meirihlutaeigu Samtakanna ’78, félags lesbía og homma á Íslandi. Félagið var stofnað um bókaútgáfu og gaf út fyrstu fræðslubók um samkyn- hneigð á Íslandi, bók sem heitir Veistu hver ég er?, að sögn Þor- valds Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Nýrrar sýnar. Það hefur þó ekki starfað um margra ára skeið. Aðspurður sagði Þorvaldur að hon- um væri sárt um nafnið á félaginu. „Maður velur nöfn af vandvirkni á félög sem manni eru kær, ekki síst hugsjónafélag eins og þetta út- gáfufélag var á sínum tíma,“ sagði hann. „Þetta er líka svo dásamlegt nafn að því leyti til að það má leika sér að því í stafagerð og vöru- merkjum því það er eins aftur á bak og áfram.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hlutafélagaskrá er nafnið Ný sýn ehf. enn undir yfirráðum Þorvaldar og Samtakanna ’78 og Rauðsól heitir enn Rauðsól. Í notkun hjá Skítamóral og Samtökunum ’78 LÖGREGLAN á Selfossi krafðist í gær framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir einum fjórmenninganna sem handteknir voru eftir að tilkynnt var um að maður hefði látist í sumarbú- stað í Grímsnesi. Dómari tók sér frest til hádegis í dag til að taka af- stöðu til kröfunnar. Öll hin handteknu voru úrskurðuð í gæsluvarðhald til 28. nóvember en þrjú þeirra hafa þegar verið látin laus, önnur konan hinn 16. nóvember sl., hin hinn 21. nóvember og karl- maður var látinn laus í gær. Öll hafa þau verið úrskurðuð í farbann til 18. febrúar nk. Að rannsókninni hafa, auk lög- reglu á Selfossi, komið réttarmeina- fræðingur frá Rannsóknarstofu Há- skólans, lögreglumenn við tæknideild lögreglu höfuðborgar- svæðisins og sérfræðingar þeirra og lögreglumenn í tölvurannsóknar- deild sama embættis. Rannsóknin hefur verið mjög viðamikil og falið m.a. í sér samanburð á sönnunar- gögnum sem aflað var á vettvangi og áverkum hins látna sem og fram- burði grunaðra. Maðurinn hét Almis Keraminas, fæddur 1970 í Litháen. Varðhald verði framlengt ... eru betri en aðrar í janúar og febrúar 74.900 kr. Sól í jólapakkann Tenerife og Kanarí Frá AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ÝMIS viðskipti bíða þess að banka- ráð Landsbankans taki afstöðu til þeirra. Bankaráðið fjallaði um fyr- irætlaða sölu Stoða á TM til Kald- baks vegna þess hve stórt málið var. Bankastjórnin bar málið undir ráðið. „Við mátum það svo að ekki væri hægt að taka tilboðinu,“ segir Ás- mundur Stefánsson, formaður ráðs- ins, og staðfestir að bankaráð fjalli almennt ekki um samskonar mál af minni stærðargráðu. Ásmundur segir að þar sem nýja bankaráðið hafi ekki setið lengi séu engar fastmótaðar starfsreglur til um svona mál. „En allar reglur tækju til þess að bankaráð skoðuðu slíka samninga, því ekki má gleyma því að þarna var um að ræða 42 millj- arða. Slíkar reglur gætu þó ekki ein- vörðungu verið miðaðar við fjárhæð- armörk, þær hlytu að taka til ýmissa annarra þátta. Það eru reglur sem bankaráðið mun setja sér.“ Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra segir að hann hafi ekki tek- ið afstöðu til ákvörðunar bankaráðs að hafna eignafærslu TM frá Stoðum til Kaldbaks. „Bankarnir eru reknir á viðskiptalegum forsendum af bankastjórnum og þær verða að geta tekið sínar viðskiptalegu ákvarðanir án pólitískra íhlutana.“ Stórviðskipti borin undir bankaráð Landsbankans Morgunblaðið/RAX Stefnumótunarfundur Ásmundur Stefánsson og Björgvin G. Sigurðsson funduðu ásamt fleirum um verklag, og margt þurfti að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.