Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 35
Daglegt líf 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Mögnuð saga
um læknamistök
á hátækni-
sjúkrahúsi.
Hvert barn á
rétt til lífs, en á
fullorðinn maður
rétt til að deyja
ef líf hans verður
óbærilegt?
Bók sem vekur
spurningar.
Ljósmynd/www.sissi.is
Skygging Hér sést vel hvernig
skyggingin á augunum er.
Eftir Sigurbjörgu Arnarsdóttur
sibba@mbl.is
Þ
að er gott að fá smá sýni-
kennslu í því hvernig
best er að bera sig að við
að líta sómasamlega út á
aðventunni.
Björg Alfreðsdóttir förð-
unarmeistari hjá MAC farðaði fyr-
irsætuna Lindu Mjöll Sindradóttur á
mjög klassískan hátt og hentar þessi
förðun flestum konum.
„Þessi förðun er þannig að hún
fer öllum konum vel. Brúnir og grá-
svartir augnskuggar eru þannig litir
að þeir passa við allan fatnað og
augnliti.“
Þó svo að Björg hafi notað gloss
sem er þannig á litinn að hann fari
flestum vel er hægt að nota hvaða
varalit við sem er og er rauður vara-
litur t.d. mjög fallegur með svona
förðun. Þá segir Björg að einnig sé
hægt að dekkja meira eða minna og
nota aðra liti á augun, allt eftir
smekk hvers og eins.
Þegar Björg er spurð um hverju
konur klikki oftast á í sinni förðun,
segir hún að það sé yfirleitt að
blanda litunum ekki nóg saman.
„Falleg förðun er alltaf vel blönduð,
hvort sem það eru augnskuggarnir,
kinnaliturinn eða farðinn. Mark-
miðið er að reyna að má út allar
harðar línur þegar litir eða mismun-
andi áferðir mætast. Til að ná þessu
fram er best að nota góða bursta, því
þeir auðvelda þetta mjög mikið.“
Húðin Fyrst var rakakrem borið á
allt andlitið. Léttur farði kom næst
á eftir og hyljari undir augun.
Púðri var dustað yfir farðann með
bursta.
Skygging Laust ljóst glitpúður
var sett ofan á kinnbeinin og unnið
vel inn í húðina með bursta, gott
að nota hringlaga hreyfingar við
þetta. Næst var skyggt undir kinn-
beinin með grábrúnum kinnalit,
má alveg eins nota matt sól-
arpúður. Gott að byrja að skyggja
út frá eyranu í átt að munni en
passa að fara ekki of nálægt hon-
um.
Augu Ljós kremaugnskuggi var
settur í þunnu lagi yfir hreint
augnlokið. Hann myndar góðan
grunn undir venjulegan augn-
skugga. Ljós augnskuggi með sat-
ínáferð var síðan settur yfir allt
augnlokið og alveg upp að auga-
brúnum. Í skygginguna var not-
aður ljósbrúnn augnskuggi sem
var settur yst á augnlokið og upp
meðfram augnlokinu. Gott að
blanda brúna litnum inn í þann
ljósa með bursta. Grásvartur litur
var svo settur yfir þann brúna og
aftur blandað með burstanum.
Eyeliner var svo dreginn frá augn-
krók meðfram augnhárunum og
aðeins dreginn upp í endann. Ör-
litlu af grásvarta augnskugganum
var nuddað inn í neðri augnhárin.
Svartur maskari var svo notaður
ásamt gerviaugnhárum.
Augabrúnir Burstað var yfir þær
með bursta og litað gel notað til að
móta þær og gefa þeim fyllingu.
Kinnalitur Bleik-ferskjulitaður
kinnalitur var settur í eplin á kinn-
unum og blandað inn í skygg-
inguna undir kinnbeinunum.
Varir Varir voru mótaðar með
varalitablýanti í tón sem passaði
við varir fyrirsætunnar og gloss í
rauðbleikum tón settur á í lokin.
Allar vörur sem Björg notaði voru
frá MAC.
Skref fyrir skref
Auðvelt
á aðventu
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
UM LEIÐ og fartölvur verða sífellt
minni og nettari þá færist líka ým-
isleg fartölvutækni inn í
símana. Helsti hængur
á því hefur verið að
koma lyklaborði fyrir í
síma og um leið skjá
sem er það góður að
hægt sé að vinna á hon-
um. Ekki er gott að sjá
að hægt sé að komast
miklu lengra í þeim efn-
um en Nokia hefur náð
með E71, sem er arf-
taki vinnuþjarksins
E61.
E71 er óneitanlega
nokkuð stór, rúmlega
ellefu sentimetrar á
hæð og tæpir sex á
breidd, enda er á honum
2,36“ skjár og fullskipað
lyklaborð, þó það sé ekki
fullvaxið. Skjárinn á símanum er
frábær, bjartur og skýr.
Of langt mál er að telja upp allt
það sem prýðir þennan síma, en
meðal þess sem gerir notkunina
þægilega er að það er hægt að setja
upp mismunandi „heimaskjái“ sem
einfalt er að skipta á milli. Þannig
er hægt að hafa vinnuskjá og síðan
skipta yfir í heimaskjá, eða hafa
vinnuskjá fyrir starf hér heima, en
síðan setja upp annarskonar skjá-
borð fyrir ferðalög. Þetta hljómar
kannski ekki ýkja hagkvæmt, en er
mjög þægilegt um leið og maður fer
að nota það.
E71 er Quad-band og
styður grúa símastaðla,
aukinheldur sem hægt
er að nota þráðlaust net
(ætti eiginlega að vera
staðalbúnaður í símum
nú til dags). Hann er
líka með innbyggt GPS
og Google Maps kemur
einkar vel út á svo góð-
um skjá.
Myndavél í símanum
er ekki ýkja öflug, 3,2
milljóna díla, en hún er
með sjálfvirkum fókus,
LED-flassi og fleiru
gagnlegu þannig að hún
nýtist býsna vel.
Með E71 hefur Nokia
tekið slaginn við Black-
Berry, því ekki er hægt að setja
BlackBerry-móttöku upp á honum,
og fróðlegt verður að sjá hvernig sú
glíma fer. Það má því líta á E71
sem beinan keppinaut BlackBerry
Bold enda eru þeir áþekkir um
margt. Tæknilega hefur E71 þó
vinninginn og stýrikerfið er óneit-
anlega talsvert nútímalegra og
betra.
Nútímalegur
vinnuþjarkur
Öflugur Stór skjár
og lyklaborð ein-
kenna Nokia E71.