Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 60
60 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ hefst í Hallgrímskirkju á morgun með jóla- tónleikum Mótettukórs kirkjunnar og Drengjakórs Hallgrímskirkju. Það er komin hefð á það í kirkj- unni að Mótettukórinn flytji að- ventu- og jólatónlist með gesta- söngvurum á aðventu. Á tón- leikunum á morg- un er Drengja- kórinn í hlutverki gestasöngvarans, en kór drengj- anna starfar við Hallgrímskirkju undir stjórn Frið- riks S. Krist- inssonar. Kórarnir syngja bæði vel þekktar perlur svo og minna þekkt kórverk. Mót- ettukórinn syngur meðal annars ný- leg jólaverk eftir Morten Lauridsen, Eric Whitacre, Ola Gjeilo og Hreið- ar Inga Þorsteinsson, og segir í fréttatilkynningu frá kórnum að þetta séu grípandi kórverk þar sem tónskáldin leiki með margradda, blæbrigðaríka hljóma, sem undir- striki tign og fegurð aðventunnar. Auk þessa syngur Mótettukórinn jólasálma. Drengjakórinn og karlaraddir úr Mótettukórnum syngja einnig þekkta sálma í útsetningum Anders Öhrwall og David Willcocks að hætti enskra drengjakóra og kirkjugest- um er boðið að taka undir sönginn. Á tónleikunum leikur Björn Stein- ar Sólbergsson á Klais-orgel Hall- grímskirkju, en stjórnendur eru Friðrik S. Kristinsson og Hörður Áskelsson. Tónleikarnir verða sungnir þrisv- ar sinnum, fyrst annað kvöld kl. 20, þá á miðvikudagskvöld kl. 20 og loks annað sunnudagskvöld kl. 17. Hátíð í Hall- grímskirkju Tveir kórar syngja Hallgrímskirkja SPÆNSKI skáldsagnahöf- undurinn Juan Marsé hreppti í vikunni Cerv- antes verðlaunin, helstu bók- menntaverðlaun á Spáni. Í mörg- um bóka sinna lýsir Marsé fá- tæku fólki og jaðarhópum á dögum einræðisstjórnar Francos á mjög sósíalrealískan hátt. Ein bóka Mars- és, Si Te Dicen Que Caí eða Ef þeir segja þér að ég hafi dottið, var fyrst gefin út í Mexíkó, þar sem hún var ritskoðuð og bönnuð á dögum Fran- cos. Verðlaunaféð nemur 120 þúsund pundum, og það verður spænski menningarmálaráðherrann sem af- hendir Marsé verðlaunin 23. apríl á dánardegi stórskálds Spánverja, Cervantes, sem verðlaunin eru kennd við. Cervantes verðlaunin til Marsés Juan Marsé Skrifar um fátækt á dögum Francos SEXTÁN félagar í Leirlist- arfélagi Íslands opna sýningu á gólfkertastjökum í Langholts- kirkju á morgun. Sýningin verður opnuð í messu kl. 11, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Boðið verður upp á kaffisopa, konfekt og piparkökur í safn- aðarheimili kirkjunnar að messu lokinni. Tilgangur sýn- ingarinnar er að vekja eftirtekt á fjölbreytileika og sköp- unargleði og veita birtu og yl í umhverfið á þess- um dimma árstíma. Sýningin er í samvinnu við safnaðarnefnd Langholtskirkju og mun standa fram að jólum. Allir eru boðnir hjartanlega vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Myndlist Leirlist í Lang- holtskirkju Eitt verka á sýningunni HJÖRDÍS Frímann opnar málverkasýn- ingu í Festarkletti, efst í listagilinu á Ak- ureyri, kl. 15 í dag. Sýningin ber nafnið Heimkoman og vísar til þess að Hjördís er nýlega flutt á heima- slóðir á Akureyri. Hjördís vinnur með akrýl á striga og pappír og nýtir jafnan litaskalann til hins ýtrasta. Hjördís, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir fígúratívar ævintýramyndir, hefur nú söðlað um og sýnir málverk þar sem persónurnar hafa brugðið sér af bæ. Sýningin stendur til sunnudags- ins 7. desember. Opið er um helgar frá 13 til 18 og virka daga frá 16 til 18, eða eftir samkomulagi. Myndlist Heimkoma Hjör- dísar á Akureyri Eitt verka Hjördísar HJARTANS hörpustrengir er yfirskrift aðventutónleika kóra Margrétar J. Pálmadóttur sem haldnir verða í Langholts- kirkju í dag. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 en þeir síðari kl. 16.30. Á tónleikunum koma fram rúmlega 200 söngkonur á öllum aldri úr Stúlknakór Reykjavíkur og kvennakór- unum Gospelsystrum Reykja- víkur og Vox feminae og munu þær flytja margar af okkar fallegustu aðventu- og jólaperlum. Einsöngvari með kórunum er Sigrún Hjálmtýsdóttir en stjórnandi tónleikanna er Mar- grét J. Pálmadóttir. Miðaverð er 3.000 kr. og miðasala er við innganginn. Tónlist Rúmlega 200 söng- konur á tónleikum Sigrún Hjálmtýsdóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í DAG koma Gunnar Guðbjörnsson, tenór, og Auður Gunnarsdóttir, sópran, fram með Jónasi Ingimund- arsyni á tónleikum í Salnum, sem eru kynntir sem „kaflaskipti í lífi söngvara“. Bæði eiga að baki glæst- an feril, en hafa unnið að því að breyta áherslum raddar sinnar. „Við erum búin að vera í eins- konar mútum,“ segir Auður og hlær. „Á okkar stað í ferlinu verða oft breytingar og maður fer meira með röddina inn í fullorðinsfagið. Við höfum bæði verið mjög lýrísk en er- um nú að takast á við meiri drama- tík.“ Auður bjó og starfaði sem söngv- ari í Þýskalandi um fimmtán ára skeið en kom heim fyrir þremur ár- um og eignaðist barn skömmu síðar. Hún segir að nú sé að koma tími til að láta heyra í sér að nýju. „Ég vinn hörðum höndum í rödd- inni, er að syngja Verdi og Puccini og þeirra konur. Ég þreytti eig- inlega krókafrumraun í Íslensku óp- erunni á dögunum, þegar ég söng Santuzzu í Cavelleria Rusticana. Það er ekki beina brautin inn í þetta – frekar má kalla það heljarstökk.“ Hún segir röddina hafa þyngst og að tónninn sé þykkari. „Ég söng áður lýrískar konur, sem eru saklausar og góðar. San- tuzza er allt önnur týpa; afbrýðisemi og ástir eru sterkari. Miklar tilfinn- ingar í spilinu. Það tekur allt öðru- vísi á, líkamlega og raddlega. Tilfinningaskalinn er stærri og dýpri í þessum dramatískari sópr- anhlutverkum.“ Leita sér hjálpar Gunnar er hér á landi í stuttu stoppi á milli sýninga í Þýskalandi þar sem hann tekst á við hið nýja svið raddar sinnar. Um þessar mundir syngur hann í Freischütz eftir Weber í óperunni í Freiburg, en að undanförnu hafa verkefni hans mestmegnis tengst Wagner. „Það er aðeins lengra síðan mín kaflaskipti voru en hjá Auði,“ segir Gunnar. „En á þessum tónleikum sýni ég nýja hlið á mér. Það er kom- ið yfir ár síðan ég söng mitt fyrsta hlutverk í þessu nýja fagi, en þetta verður fyrsta tækifæri fólks hér til að heyra mig syngja Wagner og til dæmis dúett úr Ótelló, sem má segja að sé djúpa laugin í þessu fagi.“ Gunnar segir að það hafi ekki gerst yfir nótt, að áherslur hans í söngnum færðust í meiri dramatík. „Þetta er eitthvað sem maður leit- ar sér hjálpar við, hjá færu fólki. Ég fór í nýtt söngnám til að breyta þessu. Þetta eru umtalsvert meiri líkamleg átök en í lýríkinni. Maður þurfti að finna leið til að gera það án þess að skaða sig. Mín kreppa var fyrir tveimur ár- um, þegar ég ákvað að fara þennan veg. Ég er að skríða út úr kreppunni þegar aðrir eru að lenda í henni!“ Þau Gunnar og Auður eru spennt fyrir því að syngja á tónleikunum og leyfa fólki að heyra hvernig radd- irnar hljóma núna. „Þetta er allt himnesk tónlist – sýnishorn af því sem er í farvatninu hjá okkur,“ segir Auður. Voru í einskonar mútum  Sögvararnir Auður Gunnarsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson bjóða fólki að heyra nýjar og dramatískari raddir  „Tilfinningaskalinn er stærri og dýpri“ Morgunblaðið/Kristinn Nýr raddheimur Jónas Ingimundarson leikur með þeim Auði Gunnarsdóttur og Gunnari Guðbjörnssyni í Salnum í dag. „Þetta eru umtalsvert meiri líkamleg átök en í lýríkinni,“ segir Gunnar um nýjar raddáherslur sínar. Í HNOTSKURN » Óperusöngpar á nýrribraut, er yfirskrift söng- tónleika Gunnars Guðbjörns- sonar og Auðar Gunn- arsdóttur í Salnum klukkan 17.00 í dag. Með þeim leikur Jónas Ingimundarson. » Á efnisskránni eru tíusönglög eftir Richard Strauss og dúettar úr óperum eftir Wagner, Smetana, Verdi og Bizet. „ÉG vildi endilega spila þessi verk aftur, hér heima,“ segir Ari Þór Vilhjálmsson, en hann kem- ur fram ásamt Gerrit Schuil píanóleikara, í dag klukkan 17.00 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Víd- alínskirkju í miðbæ Garðabæjar. „Þessir tónleikar eru hluti af tónleikaröð Vídal- ínskirkju, sem Gerrit stjórnar. Hann bauð mér að koma fram með sér. Efnisskráin er hérumbil sú sama og ég lék þeg- ar ég útskrifaðist úr meistaranámi við North- western University í Chicago í Bandaríkjunum í júní,“ segir hann. Tónleikaröðin er í samstarfi við Garðabæ og menningarmálanefnd bæjarins. Gerrit er listrænn stjórnandi tónleikanna. Á efnisskránni eru Sónata í Es-dús eftir Moz- art, Poemé eftir Chausson og loks „Kreutzer“- sónata Beethovens. „Jú, mig hafði lengi langað til að spila þessa sónötu Beethovens,“ segir Ari. „Þetta er stykki sem allir þurfa að spreyta sig á – og ein af uppá- halds sónötunum mínum. Það sama má segja um Poemé. Ég hef hinsvegar ekki spilað þessa Moz- art-sónötu áður, ég hef verið að læra hana.“ Ari Þór er í Sinfóníuhljómsveit Íslands og kenn- ir við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listahá- skóla Íslands. Hann segist frekar upptekinn, sem sé gott, en það sé nauðsynlegt að fá svona tæki- færi til að koma fram. „Ég reyni að skipuleggja tíma minn þannig að ég komi fram af og til, til að halda mér við, þroska og þróa. Það gerist bara með því að spila,“ segir hann. efi@mbl.is Vildi leika verkin hér á landi Morgunblaðið/Kristinn Ari og Gerrit „Ég reyni að skipuleggja tíma minn þannig að ég komi fram af og til,“ segir Ari. Ari Þór Vilhjálmsson leikur með Gerrit Schuil á tónleikum í Kirkjuhvoli í dag Við erum komin með svartan forseta og nú finnst mér tímabært að það verði svartur Bond … 65 » Í umfjöllun um nýja þýsk-íslenska orðabók forlagsins Opnu í blaðinu í gær, kom ekki fram að Iðnú útgáfan gaf út þýsk-íslenska orðabók árið 2004. Þýsk-íslensk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.