Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 48
48 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
✝ Þorvaldur Hall-dórsson fæddist
í Vörum í Garði 17.
ágúst 1920. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 22. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Halldór Þor-
steinsson, skipstjóri
og útvegsbóndi frá
Melbæ í Leiru, f.
22.2. 1887, d. 3.1.
1980 og Kristjana
Pálína Kristjáns-
dóttir, húsfreyja frá Hellukoti á
Vatnsleysuströnd, f. 2.11. 1885, d.
1.8. 1975. Systkini Þorvaldar eru:
Þorsteinn Kristinn, f. 22.2. 1912,
d. 19.1. 1990, Vilhjálmur Kristján,
f. 5.7. 1913, d. 1.4. 1997, Gísli Jó-
hann, f. 10.7. 1914, d. 20.4. 2001,
Halldóra, f. 27.9. 1915, dvelur á
Garðvangi í Garði, Steinunn, f.
29.10. 1916, d. 29.12. 2001, Guð-
rún, f. 23.3. 1918, búsett í Reykja-
vík, Elísabet Vilborg, f. 22.5.
1919, d. 4.3. 1998, Kristín, f. 22.11.
1921, búsett í Reykjavík, Marta
Guðrún, f. 12.2. 1923, d. 31.3.
2001, Helga, f. 9.9. 1924, d. 9.9.
1924, Þorsteinn Nikulás, f. 10.1.
1927, d. 24.12. 1984 og Karítas
Hallbera, f. 12.9. 1928, búsett í
Garði.
Þorvaldur kvæntist 25. desem-
ber 1955 Ingibjörgu Jóhanns-
dóttur, f. 24.9. 1925 og bjuggu þau
allan sinn búskap í Vörum í Garði.
Foreldrar hennar voru Jóhann
Þorsteinsson, f. 4.9. 1897, d. 19.8.
1995 og Vilborg Guðmundsdóttir,
Helga, f. 29.7. 1992, og Jóhann
Ingi, f. 30.11. 1995.
Þorvaldur ólst upp í foreldra-
húsum í Vörum Garði. Lífsbar-
áttan var hörð á þessum árum og
strax og aldur og geta leyfðu
vann hann ásamt systkinum sín-
um við útgerð föður síns sem
gerði út og átti bátinn Gunnar Há-
mundarson í Garði. Þorvaldur fór
til sjós 14 ára gamall með Gísla
bróður sínum. Hann lauk prófi frá
Stýrimannaskólanum árið 1941.
Eftir prófið var hann land-
formaður og síðar stýrimaður hjá
Gísla bróður sínum. Eftir að Gísli
hætti tók hann sjálfur við skip-
stjórn á Gunnari Hámundarsyni
árið 1948 og hóf jafnframt útgerð
með föður sínum og síðar einnig
Þorsteini bróður sínum. Þorvald-
ur var mikill gæfu- og aflamaður
til sjós. Eftir að hann hætti á sjó
árið 1988 hélt hann áfram útgerð
Gunnars Hámundarsonar með
sonum sínum.
Eftir að Þorvaldur hætti til sjós
fór hann að sinna áhugamálum
sínum betur. Hann var mikill
áhugamaður um skógrækt sem
hann stundaði bæði heima hjá sér
og í sumarbústaðnum. Hann hafði
gaman af því að ferðast bæði inn-
anlands og utan. Hann hafði mik-
inn áhuga á íþróttum, knatt-
spyrnu, handbolta og brids en þá
sérstaklega þeim sem börn og
barnabörn hans stunduðu. Hann
var mikill stuðningsmaður Knatt-
spyrnufélagsins Víðis og var með-
al stofnenda félagsins árið 1936.
Útför Þorvaldar fer fram frá
Útskálakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Aðstaða verður í Íþrótta-
miðstöðinni í Garði til að fylgjast
með athöfninni.
f. 12.12. 1893, d.
13.6. 1977. Börn Þor-
valdar og Ingibjarg-
ar eru: 1) Valgerður,
f. 18.10. 1955, gift
Braga Guðmunds-
syni, f. 10.5. 1955.
Börn þeirra eru: a)
Pétur, f. 28.1.1975,
sambýliskona Birta
Ólafsdóttir, f. 29.5.
1976. Börn þeirra
eru Ólafur Jóhann, f.
12.1. 2002 og Bragi
Valur, f. 14.2. 2006.
b) Þorvaldur Hall-
dór, f. 9.11. 1979, sambýliskona
Berglind Skúladóttir, f. 1.2. 1981.
Sonur hennar er Arnór Ingi
Ingvason, f. 15.9. 1998. c) Svein-
björn, f. 15.2. 1984, sambýliskona
Þórunn Hannesdóttir, f. 17.3.
1985, d) Bára, f. 22.2. 1988. 2)
Halldór Kristján, f. 11.2. 1957,
sambýliskona Kolbrún Þórlinds-
dóttir, f. 23.4. 1965. Börn þeirra
eru Þorvaldur, f. 10.7. 1986, og
Þóra Lind, f. 27.11. 1996. 3) Ingi-
mar Jón, f. 3.7. 1959, kvæntur El-
ínu Kjartansdóttur, f. 27.10. 1960.
Dóttir þeirra er Lilja, f. 10.1.
1994. 4) Vilberg Jóhann, f. 7.11.
1962, kvæntur Helenu Rafnsdótt-
ur, f. 11.4. 1964. Börn þeirra eru:
a) Rafn Markús, f. 8.10. 1983, sam-
býliskona Hildigunnur Krist-
insdóttir, f. 22.10. 1983. Dóttir
þeirra er Helena, f. 11.12. 2003. b)
Ingibjörg Elva, f. 5.3. 1988. c)
Helgi Már, f. 4.1. 1993. 5) Þorvald-
ur, f. 2.9. 1965, kvæntur Mikkal-
ínu Þ.K. Finnbjörnsdóttur, 17.2.
1969. Börn þeirra eru Guðbjörg
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Nú ertu kominn til foreldra
þinna, systkina og vina sem farin
voru á undan þér. Það er ég alveg
viss um, því þú trúðir á líf eftir
dauðann.
Hjá okkur sem eftir lifum hefst
nú öðruvísi líf því þú áttir svo stór-
an þátt í okkar daglega lífi.
Fallegar minningar um yndis-
legan föður eru dýrmæt eign. Guð
leiði þig og verndi í nýjum heim-
kynnum.
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Þín dóttir
Valgerður.
Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og
langafi.
Ég minnist þín um daga og dimmar
nætur.
Mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær.
Og meðan húmið hylur allt sem grætur,
mín hugarrós á leiði þínu grær.
Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei
gleymast.
Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns
tár.
Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt
skal geymast.
Þín ástarminning græðir lífs míns sár.
(Ásmundur Jónsson.)
Minning þín lifir í hjörtum okk-
ar.
Vilberg Jóhann og fjölskylda.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast elskulegs tengdaföður
míns sem lést hinn 22. nóv. sl. Í
fyrsta sinn sem við Valdi hittumst
tók hann á móti mér með opin
faðminn og í þau 24 ár sem við átt-
um samleið hvorki lokaðist faðmur
hans né bar skugga á vináttu okk-
ar. Við vorum miklir vinir og gát-
um rætt um allt. Maður gleymdi
því iðulega hversu fullorðinn hann
var orðinn, svo mikill var kraft-
urinn og lífsgleðin alltaf. Og hann
hugsaði ekki eins og gamall maður
heldur.
Eitt sinn hringdi hann frá Kan-
arí og var að segja frá fólkinu í
hópnum og hvað væri verið að bar-
dúsa þar og segir að á morgnana
safnist fólkið saman við ákveðið
hótel og spili botsía og hann var
spurður hvort hann tæki ekki þátt
í því. Nei, þá sagðist hann nú ekki
gera það, þetta væri bara fyrir
gamla fólkið.
Ég hef alltaf verið stolt af því að
eiga hann fyrir tengdaföður því
betri mann var ekki hægt að finna,
örlátur og alltaf tilbúinn að hjálpa
öllum og bar fjölskyldu sína á
höndum sér. Hann var líka ein-
stakur afi sem alltaf hafði tíma
fyrir barnabörnin sín og var
óþreytandi að segja sögur og sýna
þeim myndir frá fyrri tíð.
Sambandið milli tengdaforeldra
minna var afskaplega fallegt en
þau áttu samleið í 53 ár og voru
alltaf eins og nýtrúlofuð. Á milli
þeirra var mikil ást og gagnkvæm
virðing alla tíð og hann sagði að
galdurinn væri að láta alltaf eins
og maður væri í tilhugalífinu.
Hann átti fallega trú sem hann var
duglegur að iðka og bar áfram til
barna sinna og barnabarna.
Ég hef lengi kviðið þessari
stundu, ekki síst vegna Halla míns
sem ekki bara sér á eftir ástkær-
um föður heldur líka sínum besta
vini. Þeir áttu náið og gott sam-
band alla tíð, deildu sama áhuga-
máli og höfðu lík viðhorf í mörgu.
Ég veit að það bíða hans erfiðir
tímar að hafa ekki pabba sinn til
að ráðfæra sig við. Það er mikill
gullmoli sem við kveðjum nú í dag,
lífsglaður maður með stórt hjarta
sem allir báru virðingu fyrir enda
mikil fyrirmynd fyrir okkur öll
vegna þeirra lífsgilda sem hann til-
einkaði sér. Ég sakna hans svo
mikið að mig verkjar í hjartað en
ég er líka svo þakklát fyrir öll árin
sem við fengum að hafa hann
svona hressan og glaðan og ég er
líka þakklát fyrir að hann fékk að
kveðja á þann hátt sem varð.
Elsku Valdi minn, þakka þér
fyrir vináttu okkar og allt sem þú
gerðir fyrir mig og mína fjöl-
skyldu. Elsku Inga mín, Gerða,
Halli, Ingi, Vilberg, Valdi og fjöl-
skyldur. Ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur og bið
góðan guð að styrkja ykkur öll.
Guð geymi minningu um yndisleg-
an mann sem lifði lífinu lifandi
fram á síðasta dag.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Guð geymi þig, Valdi minn.
Þín tengdadóttir,
Kolbrún.
Elsku Valdi afi, ég mun sakna
þín mjög mikið. Þú varst alltaf
rosalega góður afi. Þú varst svo
stoltur af barnabörnunum þínum
og varst alltaf að monta þig af
þeim. Við vorum líka stolt að vera
barnabörnin þín.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig, og það var
sko ekki lítið. Ég gat alltaf talað
við þig um allt. Þú varst alltaf að
segja mér sögur frá því þegar þú
varst ungur, af þér og ömmu, af
langömmu minni og langafa. Ég
var mjög heppin að eiga þig sem
afa og ég á mjög margar góðar
minningar um þig. Ég elska þig og
guð geymi þig. Takk fyrir allt.
Kveðja,
Þóra Lind afastelpa.
Elsku afi. Það er virkilega erfitt
að hugsa til þess að þú skulir vera
farinn frá okkur. Það er óraun-
veruleg tilhugsun að fara í heim-
sókn niður að Vörum til afa og
ömmu, og að þú verðir ekki þar.
Þið amma sátuð alltaf í sófanum
fyrir framan anddyrið, og svo þeg-
ar ég opnaði dyrnar þá var alltaf
tekið svo vel á móti mér. Þú sagðir
alltaf: „Nei, komdu nú blessaður,
Þorvaldur.“ Svo spurðir þú hvern-
ig ég hefði það og hvernig mér
gengi í því sem ég var að gera.
Alltaf barst þú hag annarra fyrir
brjósti. Það voru alltaf allir vel-
komnir á heimili þitt. Þú tókst vel
á móti öllum og þú komst vel fram
við alla. Neikvæðni eða svartsýni
var ekki til í þínum huga og þú
varst alltaf tilbúinn til þess að
hjálpa öllum við hvaða tilefni sem
var. Þú hafðir svo sterka útgeislun
sem smitaði út frá sér gleði og
kærleika til allra þeirra sem voru
nálægt þér. Þú varst mjög heið-
arlegur og góðhjartaður maður og
góð fyrirmynd allra. Þú varst ekki
bara afi minn, þú varst stór hluti
af mér og þú kenndir mér svo
margt.
Þegar mamma hringdi í mig af
spítalanum um miðja nótt, þá vissi
ég strax hvað biði mín þegar ég
myndi svara. Eftir að símtalinu
lauk stóð ég grafkyrr í myrkrinu í
langan tíma með símann í hend-
inni. Það hafði aldrei hvarflað að
mér að þessi ferð þín á sjúkra-
húsið ætti eftir að enda svona. Al-
veg síðan ég man eftir mér, hef ég
verið stoltur af því að vera alnafni
afa í Vörum. Oft þegar ég kom
heim til ykkar ömmu og það voru
gestir hjá ykkur, þá gleymi ég
aldrei hvernig þú kynntir mig fyrir
þeim. Þú tókst utan um öxlina á
mér og sagðir svo með áherslu:
„Þetta er sko Þorvaldur Halldórs-
son.“ Það sáu allir hversu stoltur
þú varst að geta kynnt þá fyrir al-
nafna þínum. Svona kynningu fékk
ég í hvert skipti. En þó svo að ég
muni ekki fá svona kynningu aftur
frá þér, þá veistu það, afi minn, að
í hvert skipti sem ég þarf að
kynna mig í framtíðinni, þá hugsa
ég til þín og get stoltur sagt: „Ég
heiti Þorvaldur Halldórsson.“
Elsku afi, þó að ég eigi eftir að
sakna þín mikið, þá er ég gríð-
arlega þakklátur fyrir að hafa
kynnst þér svona vel. Það voru
forréttindi að hafa átt jafn ynd-
islegan og góðan mann eins og þig
fyrir afa. Besta afa sem nokkur
getur hugsað sér. Hvíl í friði, elsku
Valdi afi.
Þinn sonarsonur,
Þorvaldur Halldórsson.
Elsku afi í Vörum. Kátur, sterk-
ur, gestrisinn, lífsglaður, orkumik-
ill, hlýr, hamingjusamur og traust-
ur eru allt orð sem koma upp í
hugann þegar ég hugsa um þig.
Hugurinn svo miklu yngri en lík-
aminn og krafturinn óþrjótandi
fram á hinstu stund. Það fór alltaf
um mig góður straumur þegar ég
kom niður í Varir til ömmu og afa.
Spjall í eldhúsinu yfir sterku Ríó-
kaffi, amma á þönum um allt hús
og afi við eldhúsborðið. Alltaf svo
áhugasamur, spurði frétta eða
sagði frá áformum sínum varðandi
báta eða framkvæmdum uppi í
heiði. Nærvera hans, jákvæðni og
góðmennska er nokkuð sem ég
mun búa að alla tíð. Ég er heppinn
að hafa átt þig sem afa og að hafa
kynnst þér svona vel. Þú kenndir
mér listina að vera góð manneskja
og eftir þínum ráðum mun ég fara
alla tíð.
Þinn,
Sveinbjörn.
Elsku afi, þá er komið að
kveðjustundinni.
Það er erfitt að finna orð sem
lýsa því hvað mér þykir vænt um
þig og hvað ég er þakklátur fyrir
allt sem þú hefur kennt mér og
allt það sem ég hef upplifað með
þér. Takk fyrir, afi minn.
Þú ert stórmenni sem hefur skil-
ið eftir þig stór spor hér á jörð
með vinnusemi þinni, gleði og ein-
stakri hjartahlýju og góðmennsku.
Þú hefur gert mörgum svo gott og
skilur eftir þig stóra og góða fjöl-
skyldu og einstakt orðspor. Þú
hefur svo sannarlega bætt heim-
inn.
Takk fyrir hvað þú hefur verið
mér, Birtu, strákunum mínum,
pabba, mömmu og systkinum mik-
ið fordæmi og einstaklega góður
vinur. Ég mun hafa þín gildi að
leiðarljósi og hvetja strákana
mína, eins og þú hefur ávallt hvatt
mig, með gleði, ást og umhyggju.
Núna munum við ekki hittast
jafn oft, en ég mun hugsa til þín
eins og áður, á hverjum degi þegar
ég fer að sofa. Alveg eins og við
tveir höfum alltaf gert hvor fyrir
annan.
Þinn afastrákur
Pétur og fjölskylda.
Þegar ég sest niður og hugsa
um hann afa minn, þá er svo
margt sem kemur upp í hugann.
Allar mínar minningar um hann
eru góðar, og mér líður vel að
hugsa um þennan góða mann, sem
ég var svo heppin að fá að kynnast
svona vel. Hann hrósaði öllum í
bak og fyrir, og sagði jafnvel
ókunnugum hvað honum þætti þau
vera yndisleg og falleg. Hann var
alltaf svo lífsglaður og fullur af
krafti að ég trúi þessu ekki enn.
En líkaminn brást þó svo að hug-
urinn væri miklu yngri.
Mikið rosalega er erfitt að horfa
á eftir honum Valda afa mínum,
sem allir dáðu og elskuðu. Hann
var svo hreykinn af fólkinu í
kringum sig og hann hvatti alla
áfram. Þegar ég sagði honum að
ég ætlaði að fara í hjúkrunarfræði,
þá varð hann heldur betur ánægð-
ur og sagði mér margar sögur um
yndislegar hjúkrunarkonur sem
höfðu annast hann, og hann var í
engum vafa um að ég myndi verða
góð í þessu starfi. Svona stuðn-
ingur er ekki sjálfgefinn og mun
hann hjálpa mér mikið.
Afi minn var alveg einstakur
maður og mun minningin um hann
alltaf lifa með mér. Hans stóru,
sterku hendur og hans innilega,
mikla faðmlag er mér ofarlega í
huga. Einnig mun ég sakna þess
að sjá hann í glugganum sínum að
lesa með stóru gleraugun, þegar
ég hleyp yfir túnið í heimsókn til
ömmu og afa. En ég trúi því að
hann sé ennþá með okkur, bara í
annarri mynd. Svo að ég er í eng-
um vafa um að það verði áfram
notalegt að koma í Varirnar.
Hvíldu í friði, elsku afi. Þín
verður sárt saknað.
Bára Bragadóttir.
Vinur minn og mágur, Þorvaldur
Halldórsson, er farinn, síðastur 5
bræðra. Upp í hugann kemur,
hvað það var stór, ungur og hress
hópur fyrstu jólin mín í Vörum ár-
ið 1938, enda sagði sr. Eiríkur:
„Það er messufært.“ Dóra spilaði á
orgelið og allir sungu með, það átti
að skíra 2 nýja fjölskyldumeðlimi.
Þetta varð að fögrum jólasið í
nokkra áratugi, við þetta ólst Valdi
upp, mikla vinnu, kirkjurækni og
reglusemi.
Þau voru samhent Kristjana og
Halldór með sinn stóra hóp.
Valdi fann sér góða konu, Ingi-
björgu Jóhannsdóttur, þau voru
samhent um að eignast gott heim-
ili fyrir sig og börnin, þau voru
góð heim að sækja, það fylgdi
Valda björt gleði í gegnum tíðina
og hann var alltaf kátur og hlýr.
Ég þakka fyrir langa og góða
samfylgd, innilegar samúðarkveðj-
ur til Ingu og fjölskyldunnar allr-
ar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Steinunn Sigurðardóttir.
Það var sárt að frétta andlát
míns kæra móðurbróður, Valda í
Vörum. Á kveðjustund minnist ég
alls þess góða sem ég nam og
lærði af kynnum mínum við hann
og Ingu konu hans. Ég hef búið í
nágrenni við þau hjónin alla tíð og
minningarnar eru margar og góð-
ar.
Ung að árum fékk ég að vinna
við hlið Valda á reitunum þar sem
saltfiskurinn var breiddur til þerr-
is og læra af honum réttu hand-
brögðin. Það voru forréttindi að fá
að taka þátt í störfum fullorðna
fólksins og um leið gott veganesti
út í lífið. Að fá að fara með Valda á
bátnum hans, Gunnari Hámund-
arsyni, frá bryggjunni í Garði til
Keflavíkur, var mikil upplifun fyrir
okkur krakkana. Hlýjar móttökur
skipstjórans og skipverjanna þar
um borð, man ég enn.
Heimili Valda og Ingu hefur
alltaf verið mér opið og þangað er
gott að koma. Hann átti það til,
Þorvaldur Halldórsson