Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 58
Þetta gerðist …
29. nóvember 1211
Páll Jónsson biskup í Skálholti
lést, um 56 ára. Hann var son-
ur Jóns Loftssonar og varð
biskup árið 1195. Steinkista
Páls fannst árið 1954.
29. nóvember 1906
Fánasöngur Einars Benedikts-
sonar, Rís þú unga Íslands
merki, var fluttur í fyrsta sinn
á almennum fundi í Iðn-
aðarmannahúsinu í Reykjavík,
við lag eftir Sigfús Einarsson.
29. nóvember 1930
Kommúnistaflokkur Íslands
var stofnaður við klofning úr
Alþýðuflokknum. Stefna
flokksins var að sameina
verkalýðsstéttina á grundvelli
marxisma. Kommúnistaflokk-
urinn og hluti Alþýðuflokks
runnu saman í Sameining-
arflokk alþýðu – Sósíal-
istaflokkinn árið 1938.
29. nóvember 2000
Hilmir Snær
Guðnason
leikari hlaut
Íslensku
bjartsýnis-
verðlaunin
þegar þau
voru veitt í fyrsta sinn. Ís-
lenska álfélagið hf. stendur að
verðlaununum sem eru fram-
hald af Bjartsýnisverðlaunum
Bröste.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
58 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók
Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og
gaf lærisveinunum og sagði: Takið og
etið, þetta er líkami minn. (Matt. 26, 26)
Víkverji er svo heppinn að þráttfyrir að hafa tekið fyrsta yf-
irdráttinn 18 ára, til að fara til Par-
ísar með kærastanum, þá hefur hann
aldrei tekið lán síðan. Sú staðreynd
að Víkverji hefur heldur aldrei átt
hlutabréf eða fjárfest af neinu viti
gerir hann jafnvel enn heppnari. Vík-
verji hafði nefnilega engu að tapa,
svo að segja, hinn 6. október. Enda
skuldar hann ekki krónu, ekki einu
sinni á kreditkortinu. Honum finnst
því sérkennilegt að vera skyndilega
orðinn skuldari í gegnum Icesave.
x x x
Þannig hefur Víkverji að vissuleyti frekar verið áhorfandi en
þátttakandi í ástandinu síðustu mán-
uði, að minnsta kosti hefur hann ekki
farið eins illa út úr því og sumir hafa
því miður gert. Það breytir því auð-
vitað ekki að Víkverji verður fyrir
áhrifum, hjá því verður ekki komist.
Það sem helst hrjáir Víkverja er
innilokunarkennd. Honum hefur
aldrei fundist hann vera jafninnilok-
aður á þessu blessaða skeri, sem
hann elskar þó svo heitt. Víkverji
hefur alltaf litið svo á að á Íslandi búi
hann við forréttindi þess að vera utan
við átök heimsins, með endalausa
náttúru til að njóta í friði, en um-
heiminn innan seilingar. Ekki ósvip-
að heimahverfi Víkverja, sem er í
göngufjarlægð frá skemmtanalífi
miðborgarinnar en þó hæfilega langt
frá til að sleppa við skarkalann.
x x x
Þessari heimsmynd Víkverja er núógnað. Honum hefur aldrei
fundist umheimurinn lengra í burtu
og það er sárt, því Víkverji hafði séð
fyrir sér mörg ævintýraleg ferðalög á
næstu árum. Víkverji ferðaðist til 12
landa í ár (þangað fór allur sparn-
aðurinn og mun seint teljast illa var-
ið) en sýnist að nú verði hann að láta
minningarnar um þau duga sér
næstu 12 árin, svona þegar svartsýn-
in nær tökunum á honum. Víkverji
hefur hins vegar ekki mjög hátt um
þessi harmkvæli sín, enda finnst hon-
um varla viðeigandi að barma sér yfir
að komast ekki til útlanda þegar aðr-
ir hafa talsvert alvarlegri hluti að
kvarta yfir. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skólasveinn-
inn, 8 laghent, 9 fjöldi,
10 tek, 11 ganga
þyngslalega, 13 sleifin,
15 högni, 18 lægja, 21
legil, 22 námu, 23 áana,
24 rangla
Lóðrétt | 2 brýna, 3 ör-
lög, 4 myrkur, 5 snaga, 6
rekald, 7 heiðurinn, 12
stelputrippi, 14 reyfi, 15
jörð, 16 skynfæra, 17 ör-
lagagyðja, 18 syllu, 19
klampans, 20 einkenni.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 háátt, 4 hafna, 7 dubba, 8 úlfúð, 9 fet, 11 sótt,
13 ásar, 14 útlát, 15 horn, 17 trog, 20 err, 22 fúsum, 23
örlát, 24 remma, 25 dunur.
Lóðrétt: 1 hadds, 2 árbít, 3 traf, 4 hrút, 5 fífls, 6 auður,
10 eflir, 12 tún, 13 átt, 15 háfur, 16 rósum, 18 rolan, 19
gítar, 20 emja, 21 rödd.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Ábyrgð sagnhafa.
Norður
♠ÁD
♥97542
♦D92
♣G64
Vestur Austur
♠G10764 ♠K8
♥D83 ♥G106
♦K4 ♦753
♣1082 ♣D9753
Suður
♠9532
♥ÁK
♦ÁG1086
♣ÁK
Suður spilar 3G.
Segja má með nokkrum sanni að ut-
anaðkomandi aðstæður ráði miklu um
örlög þessa samnings. Út kemur smár
spaði, drottningu svínað, austur drepur
og hreinsar litinn. Sagnhafi svínar síð-
an í tígli og spilið hrynur. Þetta er
óneitanlega slæm lega, tvær mis-
heppnaðar svíningar og eitruð 5-2
skipting í spaða.
En þá er að huga að ábyrgð sagn-
hafa. Hann gat stíflað spaðann með því
að fara upp með ♠Á í byrjun. Og ekki
bara í þessari legu, heldur líka hvenær
sem austur á feitt tvíspil: ♠Kx, ♠Gx
eða ♠10x. Eina staðan þar sem ekki má
fara upp með ásinn er þegar útspilið er
frá ♠KG10xx, en þá myndi vestur
væntanlega koma út með gosann. Hvað
með 4-3 leguna? Hún skapar engan
ugg. Vörnin má fá þrjá slagi á spaða og
einn á ♦K.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þótt aðrir vilji velta sér upp úr
fortíðinni er ekki þar með sagt að þú
þurfir að gera það líka. Láttu það ekki
fara í taugarnar á þér.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Blandaðu geði við fólk í dag með
því að spjalla við þína nánustu eða fara í
stórt boð. Nú er ekki rétti tíminn til að
setja sjálfstýringuna á.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Ekki vera harður við þig þótt
þú hafir ekki kostina sem til þarf. Hug-
urinn lætur eins og hann sé raunveru-
lega að framkvæma eitthvað.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Nú er rétti tíminn til að huga að
eignum sem þú átt í félagi við aðra.
Fullt tungl ýtir undir þessa tilhneig-
ingu.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú vektur athygli annarra hvað
sem þú tekur þér fyrir hendur í dag.
Einfaldar ráðstafanir eins og að gefa
eða bara brosa bæta geð.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Óvænt tækifæri mun bjóðast þér
og það ríður á miklu að þú kunnir að
bregðast rétt við. Sanngirni í því sem
öðru skilar mestum árangri og tryggir
andrúmsloftið á vinnustaðnum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Láttu ekki deigan síga þótt menn
sýni hugmyndum þínum takmarkaðan
áhuga. Leitaðu að hetjuskap í venjulegu
fólki í kringum þig.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Nú er rétti dagurinn til þess
að stunda rannsóknir og finna upplýs-
ingarnar sem þig vantar. Ef þú lætur í
ljós aðdáun á einhverjum, verður svarað
í sömu mynt.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þetta er frábær dagur til
fjárfestinga, sérstaklega fyrir þá sem
leggja til meiri orku en peninga. Leggðu
drög að því að komast í gott ferðalag.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú fyllist ánægju yfir þeirri
ást sem umvefur þig dagsdaglega. Láttu
ekki gagnrýni koma þér úr jafnvægi.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú hefur einbeitt þér um of að
andlegri líðan þinni og um leið vanrækt
líkama þinn. Ef þú veist hvar þú vilt
vera að tíu, fimm eða einu ári liðnu, þá
veistu hvað þú þarft að gera í dag.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Fjölskyldumálin ganga fyrir öðru
í dag því að mörgu er að hyggja. Ein-
beittu þér að fólki sem er jafn ákaft í að
koma einhverju til leiðar eins og þú.
Stjörnuspá
Anna Lyck Filbert hyggst eiga huggulega stund
með fjölskyldunni á fimmtugsafmælisdaginn. „Við
ætlum út að borða, en síðan verður deginum eytt í
jólaföndur með Skógræktarfélagi Kjalarness.“
Var Anna einmitt í skógarhöggi þegar Morgun-
blaðið hringdi í hana, en verið var að ná í greinar
og köngla fyrir föndrið sem verður í félagsheim-
ilinu á Kjalarnesi á milli kl. 14-17 á morgun. „Það
eru allir velkomnir,“ segir Anna og bætir við að
ekkert kosti inn og leiðbeinendur séu á staðnum.
Anna lætur sér þó ekki starfið með Skógræktar-
félaginu nægja, því hún er líka ritari Björgunar-
sveitarinnar Kjalar og er í hlutastarfi í slökkviliðssveit Kjalar. „Ég
byrjaði frekar seint í björgunarsveitinni, ætli ég hafi ekki verið 42
ára. Upprunarlega ætlaði ég bara að hella upp á kaffi og vera til
gagns, en það kemur í ljós að maður getur meira en maður heldur,“
segir Anna sem tekur þátt í öllum verkefnum nema fjallaklifri. „Þetta
er verulega skemmtilegt og þarna á ég margar mínar bestu stundir.“
Einn eftirminnilegasti afmælisdagurinn var hins vegar þrítugs-
afmælið. „Þá hitti ég fjölskyldu mína í Kaupmannahöfn og keypti mér
hjólaskauta og rúllaði á þeim á Strikinu. Því það var draumurinn þá.“
Anna Lyck Filbert húsmóðir 50 ára
Á hjólaskautum á Strikinu
Sudoku
Frumstig
2 8 6
6 7 5 2 4
5 6 7
3 8 5 2
2 7 5 1 3 8
1 8 3 4
8 6 2
3 2 4 7 9
4 9 5
6 9 3 4 2
1 5
4 7 9
9 3 1 8
2 1 7 5
4 1 2 6
4 6 2
9 3
5 3 2 6 9
5 2
3 4 5
7 5 2 4 6
9 6 1 2
3 5
8 7 2 9
9 8 7 4 1
4 8 1
6 4
8 4 6 2 7 9 3 1 5
7 1 9 4 3 5 6 8 2
3 5 2 6 8 1 4 7 9
2 9 4 8 6 3 1 5 7
5 6 8 7 1 2 9 3 4
1 7 3 9 5 4 2 6 8
6 2 5 1 4 8 7 9 3
4 3 1 5 9 7 8 2 6
9 8 7 3 2 6 5 4 1
4 9 6 8 7 3 1 2 5
3 7 1 2 5 4 6 8 9
8 5 2 1 9 6 7 3 4
9 6 4 7 3 1 8 5 2
2 1 3 5 6 8 4 9 7
7 8 5 4 2 9 3 6 1
5 2 8 3 1 7 9 4 6
1 3 9 6 4 2 5 7 8
6 4 7 9 8 5 2 1 3
7 2 8 3 6 1 9 4 5
6 1 9 8 4 5 2 7 3
5 4 3 7 9 2 1 8 6
4 9 7 6 2 3 5 1 8
1 8 6 9 5 4 7 3 2
2 3 5 1 7 8 4 6 9
9 6 4 2 3 7 8 5 1
8 7 2 5 1 6 3 9 4
3 5 1 4 8 9 6 2 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 29. nóvember,
334. dagur ársins 2008
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5.
Be2 c5 6. Be3 Rd7 7. O-O h5 8. c4 cxd4
9. Rxd4 Bxb1 10. Hxb1 Rxe5 11. cxd5
exd5 12. Bb5+ Rd7 13. He1 Be7 14.
Rf5 Kf8 15. Dxd5 Rgf6 16. Dxb7 Hb8
17. Dc6 Hc8 18. Df3 Bc5 19. Hbd1 Bxe3
20. Dxe3 Hc7 21. Dg5 Hh7 22. Bxd7
Hxd7 23. Hxd7 Dxd7
Staðan kom upp í A-flokki haust-
móts Taflfélags Reykjavíkur. Annar
sigurvegara mótsins, Hrafn Loftsson
(2242), hafði hvítt gegn Þór Valtýssyni
(2115). 24. Rxg7! Re4 25. Df5! Dd2 26.
Dxe4 Kxg7 27. De5+ Kg8 28. De8+
Kg7 29. De5+ Kg8 30. De2 Dg5 31.
De8+ Kg7 32. De5+ Dxe5 33. Hxe5,
hvítur er nú tveim peðum yfir í hróks-
endatafli og með léttunnið tafl. Fram-
haldið varð: 33… Hh6 34. Ha5 Hc6 35.
g3 Hc2 36. b3 h4 37. gxh4 Hc7 38. Kg2
Kg6 39. Kg3 He7 40. h5+ Kh6 41. f3
Kh7 42. Kg4 og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Marta Frímannsdóttir, Lilja Mar-
grét Ómarsdóttir og Hvönn Har-
aldsdóttir sem eru í Grunnskól-
anum á Hellu héldu hlutaveltu við
Kjarval á Hellu. Þær söfnuðu rúm-
um 6.875 kr. sem þær gáfu Rauða
krossi Íslands.
Hlutavelta
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is