Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 23
Fréttir 23INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 PIA Backström, finnsk leir- listakona sem dvalið hefur hér á landi undanfarinn mánuð, segir Finna hafa samúð með Íslendingum vegna efnahags- ástandsins. „Við þekkjum vel þær aðstæður sem þið búið við núna og mér finnst aðdáunarvert hve dug- legt fólk er að koma skoðunum sín- um á framfæri. Finnar eru auðmjúk- ari; þeir voru ekki svona reiðir og margir kenndu jafnvel sjálfum sér um að hafa orðið atvinnulausir.“ Harkaleg kreppa skall á Finnum í byrjun níunda áratugarins og Backström segir yfirvöld farin að búa landsmenn undir erfiðleika á næstu mánuðum, þó ekkert í líkingu við áfallið um árið. En áður en hún fór að heiman hafi t.d. forystumenn í byggingariðnaði sagt að 10 þúsund manns í þeim geira gætu misst vinn- una með vorinu. Hún bendir á að ekki sé hægt að kenna stjórnmálamönnum alfarið um ófarirnar, ekki í Finnlandi og örugglega ekki hér. „Fólk verður að líta í eigin barm og spyrja hvað sé nóg. Alltof margir vilja eignast allt og helst strax. Það er stórt vanda- mál alls staðar á Vesturlöndum.“ Öflugt skólastarf mikilvægt Mikið hefur verið rætt um „finnsku leiðina“ út úr ógöngunum en Pia gagnrýnir hana að sumu leyti, eins og aðrir. Hún segir áber- andi hve stéttaskipting hafi aukist í landinu á síðustu árum og nið- urskurður í félagslega kerfinu hafi komið illa niður á mörgum. Sparn- aður hafi líka bitnað á skólakerfinu. Hún ráðleggur Íslendingum að hugsa ekki einungis um peningaleg verðmæti og gleyma öðrum. Öflugt skólastarf sé til dæmis mikilvægt til framtíðar. Backström stundar kennslu og segist hafa skynjað mikla hugarfars- breytingu í Finnlandi á síðustu fimm árum. „Fram er komin kynslóð nokkurs konar nýrra hippa, en þess- ir eru á móti eiturlyfjum og áfengi, eru hins vegar margir grænmet- isætur og leggja mikla áherslu á endurvinnslu. Það hefur gefið mér mikla von að umgangast þetta unga fólk því það trúir að hægt sé að breyta veröldinni,“ segir Bacström. Aukin mis- skipting í Finnlandi Pia Backström Hugarfar ungra „hippa“ lofar góðu Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÉG er mjög ánægður. Þetta eru góðar fréttir eftir að hafa beðið hér í fjögur ár,“ segir íranski hælisleit- andi Farzad Raahmanian. Hann hefur ásamt öðrum írönskum hæl- isleitanda Mehdi Kaviapoor, dvalist hér á landi í fjögur ár en hingað til hafa yfirvöld ekki veitt þeim dval- arleyfi hér á landi. Undanfarið hafa mennirnir verið í hungurverkfalli til þess að mótmæla aðstæðum sínum hér á landi. Hafa þeir aðeins nærst á vatni og sykri. Dómsmálaráðuneytið sendi í gær frá sér bréf, m.a. til Útlend- ingastofnunar. Í bréfinu er mælt fyrir um það að Útlendingastofnun gefi út bráðabirgðadvalarleyfi til mannanna tveggja. Bréfið var jafnframt sent Arnari Þór Jónssyni, lögmanni mannanna. Þar segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og almennar aðstæður í Íran verði ekki unnt að framkvæma brottvísun þeirra eins og er. Ráðu- neytið mælir jafnframt fyrir um það að Útlendingastofnun upplýsi mennina um möguleika á að sækja um atvinnuleyfi hér á landi. Ekki hægt að vísa mönnunum aftur til Írans Arnar Þór segir bréf dómsmála- ráðuneytisins í máli þeirra merki- legt miðað við fyrri niðurstöðu ráðu- neytisins í málunum. „Nú horfast menn loks í augu við staðreyndir, Ég lít svo á að í þessu felist í raun viðurkenning á því að það sé ekki hægt að vísa þessum mönnum til Ír- ans,“ segir hann. Þar sé þeim hætta búin. Arnar Þór hefur undirbúið mál gegn dómsmálaráðuneytinu og Út- lendingastofnun vegna annars mannanna. Hann stefnir að því að þingfesta málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Arnar Þór segir bréf ráðuneytisins í gær ekki breyta þessum fyrirætlunum, enda sé bráðabirgðadvalarleyfi að- eins veitt til sex mánaða í senn. Fyrir dómi verður farið fram á að maðurinn fái dvalarleyfi hér á landi af mannúðaðarástæðum, en til vara að hann fái réttarstöðu flóttamanns. „Fáist sigur í málinu tel ég að sama niðurstaða eigi að gilda fyrir hinn manninn líka.“ Farzad Raahmanian segir að eftir þessar fréttir muni hann og Mehdi hætta hungurverkfallinu sem þeir hafa verið í undanfarið. Þeir þurfi að byrja smám saman að borða eftir að hafa lifað á vatni og sykri undanfarið. Hann horfir björtum augum fram á við. „Ég vil sýna yfirvöldum að við erum ekki óvinir eða munum valda vandræðum hér. Við erum bara eins og annað fólk,“ segir hann.  Dómsmálaráðuneytið hefur beint því til Útlendingastofnunar að tveir Íranar, sem verið hafa í hungurverkfalli undanfarið, fái bráðabirgðadvalarleyfi hér á landi „Góðar fréttir eftir að hafa beðið í fjögur ár“ Morgunblaðið/RAX Til bráðabirgða Dómsmálaráðuneytið vill að Íranarnir tveir fái dvalarleyfi til bráðabirgða hér á landi. Þeir hafa bú- ið á gistiheimili í Njarðvík. Til stendur að þeir verði upplýstir um atvinnumöguleika hér. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Mannrétt- indaskrifstofu, segir gleðilegt að til standi að veita hælisleit- endunum tveim- ur dvalarleyfi hér til bráðabirgða. Hún bendir hins vegar á að slík leyfi þurfi að endurnýja á sex mán- aða fresti fái fólk ekki varanlegt dvalarleyfi. Hún kveðst vita dæmi þess að maður hafi verið hér í nokk- ur ár á bráðabirgðaleyfi. Viðkom- andi þurfi að sækja um leyfi á sex mánaða fresti og það sé þá fram- lengt. „Vegna þessa fær hann aldrei almennilega vinnu, skýtur ekki rót- um og bíður þess í raun að verða sendur úr landi,“ segir hún. Mann- réttindaskrifstofa hafi farið fram á að sett verði þak á það hversu oft fólk fái bráðabirgðaleyfi endurnýj- að sé ljóst að ekki verði hægt að senda það úr landi. Fólk fái þá var- anlegt leyfi fyrr og geti fest hér rætur og öðlast ríkari rétt í landinu. Fái ríkari rétt að nokkrum tíma liðnum Guðrún Dögg Guðmundsdóttir Flúðir | Heilsuþorp rís á Flúðum, samkvæmt viljayfirlýsingu sem fulltrúar Hrunamannahrepps og Heilsuþorpa ehf. undirrituðu í gær. Hrunamannahreppur leggur til átta hektara landsvæði á Flúðum og Heilsuþorp ehf. alla undirbúnings- vinnu, svo sem hönnun, skipulag og öflun framkvæmdafjár. Fram kom við undirritunina í gær að félagið mun efna til samstarfs við fjölmarga aðila sem hafa hagsmuni af þátttöku í verkefninu. Áætlað er að undirbúningur taki upp undir tvö ár. Í heilsuþorpinu verða tæplega 200 íbúðir auk þjón- ustubygginga og sundlaugar. Þar verður hvíldar- og endurhæfingarað- staða og gert ráð fyrir að þar starfi fagfólk í ýmsum greinum heilbrigð- isþjónustu. Heilsuþorpið mun rísa í landi Lax- árhlíðar við Flúðir. Það liggur á mal- areyri við Litlu-Laxá. Við uppbygg- inguna verður fylgt náttúruvænni stefnu við allan frágang lands og húsa. Gestur Ólafsson arkitekt, for- maður stjórnar Heilsuþorpa ehf., sagði að Flúðir hefðu marga kosti til að bera fyrir þessa starfsemi og hefðu þess vegna orðið fyrir valinu. Mikið væri af heitu og köldu vatni fyrir heilsuböð og göngu- og reiðleiðir í ná- grenninu. Í heilsuþorpinu verður boð- ið upp á heilsufæði, jóga o.fl. Kostar fjóra milljarða Á næstunni verður stofnað undir- búningsfélag vegna framkvæmd- anna. Ef áætlanir ganga eftir verður hafist handa við framkvæmdir eftir eitt og hálft ár. Heildarkostnaður er áætlaður 4,4 milljarðar kr. Félagið Heilsuþorp ehf. var stofn- að í nóvember 2003 til að skipuleggja og reisa heilsuþorp hér á landi og er- lendis. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu að síðustu þrjú árin hafi félagið unnið, í samvinnu við Spánverja, að undirbúningi heilsuþorps við bæinn Moratalla á Spáni. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Heilsa Stjórnendur Heilsuþorpa og Hrunamannahrepps skrifa undir. Heilsuþorp á Flúðum Áformað að reisa 200 íbúðir auk þjónustuaðstöðu og lauga á bökkum Litlu-Laxár Hrunamannahreppur leggur til landið og Heilsuþorp ehf. annast allan undirbúning DÓMUR féll fimmtudaginn 27. nóv- ember í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem blaðamanni og útgáfufélagi var gert að greiða skaðabætur vegna ólöglegrar myndbirtingar. Ljós- myndarafélag Íslands fagnar þess- ari niðurstöðu. „Ljósmyndarafélag Íslands hefur lengi barist fyrir því að aðilar, bæði einstaklingar og fyrirtæki, láti af þeim ósið að nota myndir án heim- ildar frá rétthafa. Með tilkomu ódýrra skanna og aðgengi mynda á netinu hefur slík iðja aukist til muna. Opnara netsamfélag og betri teng- ingar við heimsbyggðina ásamt samningnum um EES hefur að mörgu leyti gert starfsumhverfi ís- lenskra ljósmyndara flóknara, bæði á neikvæðan og jákvæðan hátt. Sam- keppni um myndir frá Íslandi er nú í auknum mæli við erlenda ljósmynd- ara og við það bætist að tekjutap ís- lenskra ljósmyndara (og íslenska ríkisins) af völdum óheimillar notk- unar mynda þeirra er umtalsvert,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Niðurstöðu fagnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.