Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 SAMBAND spænska leikaraparsins Penelope Cruz og Javier Bardem ku vera komið á vonarvöl. Ástæðan mun vera sú að Penelope er ævareið út í Bardem fyrir að gera hlé á árslöngu fríi þeirra frá kvik- myndaleik til að taka þátt í gerð nýj- ustu myndar mexókóska framleið- andans Alejandro Gonzales Inarritu, Biutiful. Inarritu er líklega best þekktur fyrir að hafa framleitt Ósk- arsverðlaunamyndina Babel en hef- ur þar fyrir utan komið að gerð mynda á borð við 21 Grams og Am- ores Perros og þykir með færustu framleiðendum heims. En hvers vegna ætti Cruz að kunna illa við það að kærastinn hennar vinni fyrir salti í grautinn? Jú, parið mun hafa gert með sér samning eftir að tökum á Woody Al- len-myndinni Vicky Cristina Barce- lona lauk um að taka sér árslangt frí og hlúa að sambandinu. Bardem virðist hins vegar ekki hafa getað staðist freistinguna að leika í mynd- inni (eða einfaldlega ekki nennt að taka sér ár í að hlúa að sambandi þeirra) og nú hefur hann kallað yfir sig reiði kærustunnar. Og ef þú lesandi góður ert að velta fyrir þér boðskap þessarar fréttar gæti hann í stuttu máli verið þessi: Venjulegir karlmenn fá skömm í hattinn fyrir að vinna ekki en Holly- wood-leikarar fyrir að vinna. Bara ef allar konur væru eins og Penelope Reuters Samstiga? Penelope Cruz, Woody Allen og Javier Bardem í Barcelona fyrr á þessu ári fyrir frumsýningu á mynd Allens, Vicky Christina Barcelona. TÓNLISTAR- og tískumógúllinn P. Diddy eyddi á dögunum rúmlega 100 milljónum króna í áheyrnar- myndband sem hann hyggst senda framleiðendum James Bond mynd- anna. Aðdragandinn að þessum gíf- urlegu fjárútlátum er yfirlýsing Did- dys um að hann hefði hug á að taka að sér hlutverk 007 sem fyrsti svarti Bondinn og brjóta þar með blað í sögu kvikmyndabálksins. Mun hann hafa flogið frá New York til Suður- Frakklands til að taka upp mynd- skeiðið sem sýnir hann meðal annars í smóking stíga inn í þyrlu í fylgd tveggja fáklæddra kvenna. Þá sýnir annað myndskeið Diddy íklæddan silkisloppi á lystisnekkju þar sem hann handleikur nýtt ilmvatn sem hann framleiðir og kallast I Am King (Ég er kóngur). Í myndband- inu sem ku vera að finna á YouTube segir Diddy: „Mig langar til að lýsa því yfir að þetta myndband er gert með næsta James Bond hlutverk í huga. Ég tel að ég sé best til þess fallinn að taka að mér hlutverk leyniþjónustumannsins í næstu Bond-kvikmynd. Ég hef þegar land- að hlutverki í CSI: Miami, við erum komin með svartan forseta og nú finnst mér tímabært að það verði svartur Bond.“ Í sjálfu sér er fátt sem getur komið í veg fyrir að Bond verði leikinn af svörtum leikara. Í það minnsta telur núverandi Bond, Daniel Craig það: „Ég er mikill aðdáandi Obama og hugmynda hans og ég held að nú sé tíminn fyrir svartan Bond. Ef við getum sent svartan mann í Hvíta húsið er ekk- ert því til fyrirstöðu að Bond breyti um hörundslit. James Bond hefur gengið í gegnum miklar breytingar á unanförnum áratugum og mun ef- laust gera það áfram.“ Reuters Bond? Sean „P Diddy“ Combs á alla vega fataskáp sem myndi henta njósnaranum James Bond. P. Diddy næsti James Bond? Daniel Craig Furðu rólegur yfir því að Diddy geri atlögu að starfinu. mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.