Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ÞAÐ liggur í augum uppi að þjón-
ustan minnkar. Það er ekki hægt að
fara í 700 milljóna niðurskurð á starf-
semi Ríkisútvarpsins án þess að það
bæði sjáist og heyrist,“ segir Páll
Magnússon útvarpsstjóri. Að sínu viti
hafi aldrei verið jafnmikil þörf fyrir
öflugt Ríkisútvarp og á þeim tímum
sem við nú lifum.
„En því miður virðast kannski ekki
allir vera þeirrar skoðunar,“ segir
Páll.
Hann hélt í gær fund með starfs-
fólki RÚV þar sem tilkynnt var um
uppsagnir 21 starfsmanns og 23 verk-
taka hjá stofnuninni. Mikill halli var á
rekstri RÚV rekstrarárið 1. septem-
ber 2007 til 31. ágúst 2008, en tap
tímabilsins var tæpar 740 milljónir
króna. „Við gerðum ráð fyrir því að
reka fyrirtækið á síðasta ári með tæp-
lega 200 milljóna króna halla. Í okkar
langtímaáætlunum átti þetta að verða
síðasta árið sem Ríkisútvarpið yrði
rekið með tapi. Þá gerðum við ráð fyr-
ir tilteknum verðbólguforsendum, en
hún reyndist miklu meiri en við gerð-
um ráð fyrir. Verðbólgan umfram
áætlun ein og sér þýddi sex hundruð
milljóna króna verri afkomu heldur
en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir
Páll.
Eigið fé RÚV er nú um 31 milljón
króna. Á næstu 12 mánuðum er áætl-
að að spara um 700 milljónir, þar af
um 550 milljónir með almennum nið-
urskurði. Þá á að spara 150 milljónir
króna með tímabundinni launalækk-
un frá áramótum.
Lækkar sjálfur um 10-11%
Páll segir að enn sé eftir að búa til
formúluna vegna launalækkunarinn-
ar, en það verði flókið enda margir
kjarasamningar í gangi á RÚV. Gróf-
asta útfærslan sé sú að lægst launaða
fólkið lækki ekkert, miðjuhópurinn,
sem meginþorri starfamanna sé í,
lækki á bilinu 6-7%. „Þeir hæstu og
þar með talið ég sjálfur lækka um 10-
11%.“
Páll segir að mest hafi verið af upp-
sögnum á fréttasviði, enda sé lang-
stærstur hluti af rekstrarútgjöldum
þar laun og launatengd gjöld. Þá hafi
ýmsum verktökum verið sagt upp,
m.a. þáttagerðarfólki, tæknimönnum,
pistlahöfundum og fleira fólki. Skorið
verði niður í innlendu sem erlendu
efni, en Páll bendir á að erlend dag-
skrá RÚV sé lítill hluti af heildarút-
gjöldum stofnunarinnar, eða um 7%.
Framleiðslukostnaður við þætti á
borð við Kastljós verði skorinn niður.
Þá verði þátturinn Káta maskínan
lagður af.
Páll segir ljóst að óvissa sé fram-
undan hjá Ríkisútvarpinu. Óljóst sé
hver verði nefskattur sem fara á af
stað um áramótin. Þá sé ekki vitað
hvaða takmörk RÚV verði sett á aug-
lýsingamarkaði.
Spurning um bætur
„Nú er komið fram að það verði
gert en við vitum ekki hvernig eða
hvers kyns tillögur þetta eru. Við get-
um enn ekki lagt mat á það hversu
mikið tekjur okkar skerðast. Við eig-
um líka eftir að sjá það hvort gert sé
ráð fyrir því að bæta þá tekjuskerð-
ingu með þeim tekjum sem við höfum
af almannaþjónustunni,“ segir Páll.
Niðurskurðurinn nú byggist á
ákveðnum tekjuforsendum sem
skoða þurfi upp á nýtt verði breyt-
ingar á þeim áætlunum.
Skerðing á þjónustu RÚV
45 sagt upp hjá Ríkisútvarpinu Halli á rekstrinum frá 2007-2008 nam 740 milljónum króna Aldrei
jafnmikil þörf fyrir öflugt Ríkisútvarp en ekki virðast allir deila þeirri skoðun, segir útvarpsstjóri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skorið Rúv hyggst spara um 700 milljónir króna í rekstir á næstu 12 mánuðunum, m.a. með fækkun starfsfólk.
Í HNOTSKURN
» RÚV hefur þegar endur-skoðað áætlun sína vegna
yfirstandandi rekstrarárs.
»T.d. var auglýsingaáætlunstofnunarinnar skorin nið-
ur vegna kreppunnar í sam-
félaginu og samdráttar á aug-
lýsingamarkaði.
»Útvarpsstjóri segir að ekkihafi verið hægt að bíða
lengur með að bregðast við
hallarekstri RÚV.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra kynnti í ríkisstjórn í gær nýtt frumvarp um
Ríkisútvarpið, að því er fram kom í fréttum MBL
sjónvarps. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að RÚV
hverfi að hluta til af auglýsingamarkaði. Málið hefur
ekki verið kynnt þingflokkunum en vonast er til að
þingið geti tekið það til meðferðar í næstu viku.
Ráðherrann vildi í gær ekki segja til um hversu
langt yrði gengið með frumvarpinu en sagði að þess
yrði gætt að Ríkisútvarpið gæti eftir sem áður sinnt
lögbundnu hlutverki sínu.
Frumvarpið er árangur af starfi starfshóps ráð-
herra um fjölmiðla sem settur var laggirnar vegna ástandsins á fjöl-
miðlamarkaði. Starfshópurinn hóf störf í síðustu viku, en hefur ekki
lokið störfum því eftir er að skila tillögum um einkareknu fjölmiðlana.
Starfshópinn skipa Steingrímur Sigurgeirsson, án tilnefningar, sem
jafnframt er formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæð-
isflokki, Skúli Helgason, Samfylkingu, Pétur Gunnarsson, Framsókn-
arflokki, Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum og Magnús Þór Haf-
steinsson, Frjálslynda flokknum.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Af auglýsingamarkaði að hluta
„Það er ekkert launungarmál að þetta kemur á versta
tíma hjá okkur. Við ætlum að gera okkar besta til þess
að sinna okkar hlutverki og munum endurskipuleggja
okkur upp á nýtt með það í huga,“ segir Óðinn Jónsson,
fréttastjóri Ríkisútvarpsins, um uppsagnir á fréttasviði
RÚV vegna niðurskurðar hjá stofnuninni. Af fréttasvið-
inu hverfa alls fimmtán manns sem sinna fjórtán stöðu-
gildum, að sögn Óðins. Beinar uppsagnir eru 12 talsins.
Óðinn segir að harkalegasti niðurskurðurinn verði í
íþróttafréttum, en þar er bæði sagt upp fréttamönnum
og tæknifólki. „Þá er niðurskurður á vaktinni hér, í
veffréttunum og á svæðisstöðvunum, en reyndar bara á
Akureyri,“ segir Óðinn. Hann segir ekki hægt að líta svo á að verið sé allt
að því að leggja svæðisútvörpin niður með sparnaðaraðgerðunum. „Nei,
þvert á móti,“ segir Óðinn. Verið sé að hætta með svæðisbundnar útsend-
ingar, en fólkinu sem verði eftir verði ætlað að setja inn fréttir á lands-
rásir RÚV. Það eigi að styrkja innlenda fréttahlutann sem sé forgangs-
mál á tímum sem þessum. elva@mbl.is
Innlendar fréttir í forgangi
Óðinn Jónsson
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ÞETTA hefur áhrif á flesta þætti
hinnar innlendu dagskrárdeildar,“
segir Þórhallur Gunnarsson, dag-
skrárstjóri RÚV, um niðurskurð-
inn í gær. „Það eru miklar að-
haldsaðgerðir í öllum þáttum og
starfsfólki fækkar í fjölmörgum
þeirra,“ segir Þórhallur. Áætla
megi að alls fækki um sjö manns í
innlendri dagskrárgerð RÚV.
Bæði sé um að ræða hlutastörf og
full störf hjá stofnuninni. Meðal
annars verður fækkað um tvö og
hálft stöðugildi í Kastljósi og
tæknikostnaður við þáttinn verður
jafnframt lækkaður verulega. Þá
verði þáttur Þorsteins J. Káta
maskínan, felldur niður frá og
með áramótum.
Meðal annars sem sparað verð-
ur er sérstakur jólaþáttur í þætt-
inum Góðu kvöldi sem Ragnhildur
Steinunn Jónsdóttir, hefur stýrt í
haust. Til stóð að þátturinn yrði
til áramóta og þá tæki við und-
ankeppni vegna Eurovison. Jóla-
þáttur Góðs kvölds átti að vera
annan í jólum, en ekki verður af
því.
Þórhallur segir ljóst að mikið
verði dregið úr kostnaði við Euro-
vision og jafnframt við spurn-
ingaþáttinn Gettu betur eftir ára-
mótin. „Þessir þættir hafa verið
haldnir utanhúss, til að mynda í
Smáralind í fyrra, en verða í ár
teknir upp innanhúss,“ segir Þór-
hallur. Með þessu sparist heil-
mikið og að auki skapist meiri
vinna fyrir starfsfólk RÚV.
Þórhallur bendir á að fram til
þessa hafi RÚV veitt súrefni út á
hinn frjálsa markað. „Við höfum
keypt þjónustu af frjálsum fram-
leiðslufyrirtækjum. Nú drögum við
úr þeim kaupum og það er sárs-
aukafullt, líka fyrir aðila utan fyr-
irtækisins.“
Hann segir að RÚV muni halda
áfram að sýna íslenskar heim-
ildamyndir þótt niðurskurðurinn
hafi einnig áhrif á þá þætti dag-
skrárinnar. „Ég hef áhyggjur af
því að sú stefna sem tekin var fyrir
einu og hálfu ári að auka íslenskt
leikið efni verði fyrir barðinu á
þessum niðurskurði en ég mun
gera allt til þess að forðast það.“
Þórhallur segir ljóst að nið-
urskurðurinn nú hafi áhrif á inn-
lendu dagskrárgerðina. „En við
munum reyna allt til veita þá þjón-
ustu sem okkur er ætlað að veita.
Við misstum afburða fólk í öllum
deildum RÚV í dag [í gær] og
megum ekki við frekari blóðtöku.“
Aðhaldsaðgerðir í öllum þáttum
Ekki verður af jólaþætti í Góðu kvöldi Ragnhildar Steinunnar Mikið verður dregið úr kostnaði við
Eurovision og Gettu betur Káta maskínan felld niður frá áramótum Sparað verulega í Kastljósinu
Morgunblaðið/Frikki
Ragnhildur Steinunn Ekkert verður af fyrirhuguðum jólaþætti í Gott kvöld.
„Það er alveg ljóst að þetta hlýtur að bitna á dagskránni,
hún verður einsleitari með færra fólki. Ég held fast-
ráðnu starfsfólki en lausráðnu fólki fækkar. Ég hef þeg-
ar þurft að sjá á eftir 20 lausráðnum dagskrárgerð-
armönnum,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri
Rásar 1 og Rásar 2.
Hún þarf líkt og yfirmenn annarra deilda Rík-
isútvarpsins ohf. að sæta 20% niðurskurði.
„Það sem mestu skiptir er að við báðar rásir starfar
fólk sem vill takast á við þennan vanda. En þetta þýðir
niðurskurð og einföldun í allri dagskrárgerð. Mér sýnist
að það þurfi sérstaklega að spara í sumardagskrá en það
á eftir að koma betur í ljós,“segir Sigrún Stefánsdóttir.
the@mbl.is
Einsleitari dagskrá
Sigrún
Stefánsdóttir