Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 49
þegar hann sá mig úti við á leið sinni niður Varaveginn, að stoppa og kalla til mín út um bílgluggann „Komdu í kaffi.“ Ég lét ekki segja mér það tvisvar. Valdi var alltaf svo glaðsinna og hafði svo góða nærveru. Ég man ekki eftir honum öðruvísi en glöðum og kátum. Frá- sagnir hans voru allar á þann veg að hafa gaman af og létta lundina. Hann var höfðingi heim að sækja, vildi alltaf vera veitandi, sjaldnast þiggjandi. Valdi og mamma voru samrýnd og kærleiksrík systkini og um margt lík, bæði í útliti og háttum. Það var gott að mega sjá örlítið af mömmu í Valda bróður hennar eft- ir að hún kvaddi þetta líf. Nú hef- ur Valdi líka lokið sínu hlutverki hér á jörð, hlutverk hans var göf- ugt og hann skilaði því með sóma. Hann gæti með sanni sagt: Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í æginn falla. Ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð.Vald. V. Snævarr.) Ég kveð Valda móðurbróður minn með þökk, virðingu og mikl- um söknuði. Minning um góðan vin mun lifa áfram með okkur sem þekktum hann. Góður Guð gefi þér, elsku Inga mín og börnum þínum öllum, styrk á sorgarstundu. Jóhanna Amelía Kjartansdóttir. „Sælar elskurnar mínar“! – svo kröftugt handtakið þannig að börn og óvanir kveinkuðu sér og loks faðmlagið með kossi. Einlægt bros og falslaus framkoma. Þannig var Þovaldur í Vörum, fyrrum skip- stjóri og útgerðarmaður en alla tíð gegnheill drengur. Nú er hann horfinn úr brúnni, fyrr en flesta grunaði. Annarra er að rekja útgerðar- sögu Valda í Vörum, að minnsta kosti erum við hjónin þreklítil í þá umræðu; bæði sjóhrædd og sjó- veik. Valdi var einn af tólf Varar- systkinunum sem áttu sinn hlut í að „gera garðinn frægan“ eins og þar stendur. Meðfæddur eiginleiki þeirra var dugnaður, ósérhlífni og orðheldni og þegar við bætist ætt- rækni og trygglyndi varð útkoman heilsteyptur Íslendingur. Hvert þeirra þó með sinn persónuleika og ekki skorti hann hjá Valda. Þau hjónin, Valdi og Inga voru höfð- ingjar heim að sækja; lóðin stór og snyrtileg, húsið mikið og fallegt og gestrisni og framkoma að höfð- ingjasið. Einn morguninn kom sjálfur forsætisráðherrann í heim- sókn og naut veitinga hjá Ingu sem ljúflega runnu niður yfir tand- urhreinum skoðunum Valda á því hvernig bæri að nýta fiskimiðin og hvernig væri verið að eyðileggja uppeldisstöðvar þorsksins með stórvirkum veiðarfærum. Hann þekkti breytingarnar, hafandi sótt sjóinn öll sín ár, lengst af á sínum fallega og fengsæla Gunnari Há- mundarsyni. Útgerðin, sem faðir hans stofnaði árið 1911, sú elsta á landinu, framfleytti á sínum tíma, meira og minna, tíu fjölskyldum. Faðir minn og tengdafaðir, hann Bensi, reri með Valda rúmlega 30 ár og margar sögurnar af sam- starfi þeirra höfum við fengið frá honum. Bensi sér nú á bak sínum besta vini og kveður með þeim orðum er allt segja: „Valdi var góður drengur“. Nú liggur Gunnar Hámundarson bundinn kvótalaus í höfn og það átti Valdi erfitt með að horfa upp á. Oft talaði hann við ráðamenn og lét í ljósi skoðanir sínar um óréttlátt fiskveiðikerfi. Þeir þekktu sjónarmið Valda, þessa duglega og reynda sjósókn- ara, en litlu var hægt að breyta. Þegar Valdi hætti á sjónum var ekki sest í helgan stein. Þvert á móti nægði tíminn ekki til allra þeirra dagsverka sem vinna þurfti. Útbjó sér aðstöðu og tók að verka saltfisk sér til gamans eins og hann orðaði það, ferðaðist til út- landa, gróðursetti við sumarbústað þeirra hjóna í Grímsnesinu og við vitum ekki betur en hann hafi ver- ið að kaupa sér litla trillu fyrir fá- einum mánuðum. Við hjónin litum inn hjá Valda og Ingu ekki alls fyrir löngu. Ein- lægt viðmótið, spjallið dýrmætt og við ríkari til baka. Ekki einungis yfir að hafa hitt þetta góða frænd- fólk heldur leyst út, þá sem áður, með sólþurrkuðum saltfiski frá Valda. Já, Valdi var örlátur og fyrstur til ef eitthvað bjátaði á. Auglýsti það ekki en vissi hvar þörfin var. Elsku Inga og fjölskylda. Á sorgarstundu sendum við og börn- in okkar og Bensi, ykkur innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa Þorvald í Vörum, sem stýrir nú öruggur fleyi sínu í heimahöfn Drottins. Farðu sæll, frændi og vinur. Þakkir fyrir allt og allt. Guð blessi þig og ástvini þína alla. Kristjana og Níels Árni. Þegar ég sest niður til að minn- ast nafna míns og föðurbróður, Þorvaldar Halldórssonar, eða Valda í Vörum eins og flestir þekkja hann, kemur fyrst upp í hugann hans hraustlega handtak og klapp á bakið, sem eflaust ein- hverjum hefur þótt full-hraustlegt. En í því mátti finna hreina ein- lægni og trausta vináttu, sem ég hef alltaf notið góðs af. Valdi var mikill húmoristi og alltaf stutt í glensið og gamansem- ina. Ég minnist hans með brosi á vör, þótt söknuðurinn sé mikill. Það koma upp í hugann margar gamansögur, skemmtileg tilsvör og þessi léttleiki sem einkenndi Valda. Hann varð aldrei gamall, þótt árunum fjölgaði, alltaf frjór í hugs- un og tileinkaði sér nýjustu tækni, sem fáir af hans kynslóð treysta sér í. Valdi eignaðist yndislega konu, Ingibjörgu Jóhannsdóttur, og átti með henni fimm börn. Börnin bera öll einkenni foreldra sinna, mynd- arleg og vel gerð í alla staði. Hann var mjög stoltur af börnum sínum og stórum hópi barnabarna. Ég minnist þeirrar traustu vin- áttu sem var á milli foreldra minna og Valda og Ingu. Pabbi og Valdi reru saman til sjós á Gunnari Há- mundarsyni í gamla daga, þeir höfðu einnig gaman af að syngja saman. Ég man þegar þeir sungu saman sálminn: Ég er á langferð um lífsins haf. Nú er þeirra lang- ferð lokið og þeir eru með frelsara sínum. Ég kveð með söknuði traustan vin og þakka honum hve góður hann var mér, Svönu eiginkonu minni og börnunum okkar, sem öll mátu hann mikils og sakna hans. Guð blessi minningu hans og styrki þig, elsku Inga, börnin þín tengdabörn og barnabörn. Þorvaldur Kjartansson. Valdi í Vörum var fæddur á fyrri hluta síðustu aldar þegar ekki var almennt mulið undir fólk. Að hans sögn var ástæða þess að hann var frekar lágvaxinn sú að hann byrjaði svo snemma að bera þungar byrðar í höndum sér við fiskvinnslu, innan við 10 ára. Ég fékk ekkert að stækka, sagði hann í léttum tón án gremju: Ég var alltaf að halda á einhverju þungu. Valdi var ávallt léttur og hress, jafnvel svo að hægt var að láta sér detta í hug að hann væri ekki deg- inum eldri en unglingur, leiftrandi af lífi og fjöri þó fyrirgengileg kápa gæti virst gömul og notaslit- in. Handaband hans var sterk upp- lifun og oft fylgdi hraustlegt klapp á bakið. Gæfumaður á best við um mann eins og Valda. Ég minnist þess að þegar ég lærði iðn mína í Eyjum var eitt sinn rætt um báta- nöfn. Menn höfðu þá hjátrú að ekki væri gott ef bátar hétu löngum nöfnum, best væru þriggja stafa nöfn. Nafnið Gunnar Há- mundarson hafði reynst skelfilega þar sem bátar með því nafni höfðu annaðhvort farist eða komið eig- endum á kaldan klaka. Lærimeist- ari minn sagði þó eina undantekn- ingu á þessu og nú var hlustað með athygli. Suður með sjó í Garð- inum er gerður út bátur með þessu nafni sem fylgir bara gæfa og gott gengi og það er víðfrægt. Ég verð forsjóninni ávallt þakk- látur fyrir að fá að kynnast þess- um gæfumönnum. Valdi var skipstjóri og útgerð- armaður af Guðs náð. Hann sagði frá sjósókn um eitt varhugaver- ðasta hafsvæði veraldar og virtist hissa að hafa sloppið í land á stundum með salta kinnhesta Æg- is á brá þegar grandsólgnar öldur risu hæst. Allt sem Valdi kom ná- lægt var umvafið himneskri vel- gengni, þó oft hafi verið barist af hörku. Vinnan var innt af hendi af ósérhlífni með gleði og bros á vör. 86 ára gamall tók hann mig á ein- tal og bað um að smíða fyrir sig árabát. Hafðu hann léttan, svo ég geti sett hann á flot einn og tekið upp, án þess að vera upp á strák- ana kominn (s.s. fjóra syni sína). Ég ætla bara að vera með eitt net, það er oft lax hérna fyrir framan, hvíslaði hann um leið og hann leit til hægri og vinstri eins og óþekk- ur strákur sem þarf leyfi foreldra sinna en ætlar ekki að afla þess. Hér var ekki um neitt götuhorna- hjal að ræða, bát skyldi smíða. Þetta er eitt af þeim verkum sem ég hef unnið af mestri ánægju. Því fylgdi mannbót, léttleiki og gæska með kaffi og matarhléum á heimili þeirra hjóna. Það hefði verið fullt gjald fyrir verkið. Ingibjörg konan hans er allt sem prýtt getur einn mann, saman eiga þau glæsilega lífsgöngu og fjöskyldu öðrum til fyrirmyndar. Þegar menn eins og Valdi eiga í hlut er dauðinn jafnvel réttlátur þó við hefðum viljað hafa hann hjá okkur aðeins lengur. Mér er þvert um geð að kveðja Valda í Vörum, því hann er allt um kring ljóslif- andi og hress og þannig ætla ég að minnast hans; sjómannsins, öðling- sins. Eftir langa ævi sem oft getur virst stutt þegar litið er til baka eigum við öll eftir að fara sömu leiðina, þangað sem við munum dvelja mörgum sinnum lengur en þann tíma sem við eyddum hér í fallvöltum efnisheimi. Vonandi þangað sem Valdi fór. Samúðarkveðjur, Gunnar Marel Eggertsson. Nú er minn ágæti vinur Þor- valdur Halldórsson allur. Ég ólst upp við að Varafjölskyldan væri sérstakt fólk. Mikið og gott sam- band og vinátta ríkti á milli fjöl- skyldnanna í Vörum og í Gerðum. Halldór og Kristjana ræktuðu það samband framan af, en síðan mörg barna þeirra. Þannig var Valdi einn af uppáhaldsvinum foreldra minna Björns og Auðar. Þar ríkti traust og virðing. Ég var ungur þegar leiðir okkar Valda lágu saman. Það gerðist nánast af sjálfu sér, enda aldir upp í Garðinum. Þótt aldursmunur okkar væri allnokkur fannst mér Valdi ætíð ræða við mig sem jafn- ingja. Ég dáðist að þessum ósér- hlífna skipstjóra á Gunnari Há- mundarsyni sem ásamt fjölskyldunni rak útgerð og fisk- vinnslu í Vörum. Hann sagði mér fyrir skömmu að fyrirtækið væri elsta útgerðarfyrirtæki landsins. Það var pólitíkin sem leiddi okk- ar ekki síður saman, bæði lands- málin og sveitarstjórnarmál. Valdi var harður sjálfstæðismaður. Ólaf- ur Thors var hans maður. Hann var manna duglegastur að sækja fundi og þeir voru fáir stjórnmála- mennirnir sem sluppu við einka- viðtöl með Þorvaldi eftir að al- mennum fundi lauk. Hann gaf sig allan í þátttöku og fylgni við hreyf- ingu sjálfstæðismanna hér í byggðarlaginu sem bauð fram und- ir merkjum sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra kjósenda. Hann tók mörg kjörtímabil sæti á framboðslistum H-listans. Ofar- lega vildi hann ekki vera, en vera með. Valdi gat miðlað mörgum hollum ráðum til þeirra sem yngri voru og gerði það svikalaust. Lengi var hann í heiðurssæti framboðslistans. Alla tíð lét hann sig hrepps- og bæjarmálefni miklu skipta og ábendingar hans voru dýrmætar enda hertur af reynslu til lands og sjávar. Annað sem leiddi okkur Valda saman var fótboltinn og félagið okkar Víðir sem stofnað var 1936. Honum var annt um þann fé- lagsskap og taldi að iþróttir styddu og efldu m.a bindindis- starfsemina. Afkomendur hans og skyldmenni hafa hér einnig lagt drjúgt til málanna og einnig leikið með félaginu. Hann var einstakur áhugamaður um framgang knattspyrnunnar hér og eftir því tekið ef Valda og Ingu, konu hans,vantaði á leik. Þar hitti ég þau oft og áttum við þar oft gott spjall og síðast á knatt- spyrnuleik á Viðisvellinum nú í haust. Já, Ingu og Valda varð fjöl- skylda mín svo heppin að eignast að vinafólki. Alla tíð var viðmót þeirra í okkar garð vinsamlegt, leiðandi og traust. Alltaf var jafn gott að koma og þiggja veitingar á heimili þeirra og fá fræðandi frá- sögn í leiðinni. Aldrei bar þar skugga á. Þau hjón fóru um árabil til sólarlanda er vetur sótti að. Þar hittumst við nokkrum sinnum og þær samverustundir eru okkur Eddu dýrmætar og minnisstæðar. Að lokum vottum við Ingu og hinni stóru fjölskyldu djúpa samúð okkar. Þorvaldi eru færðar þakkir fyrir mikla ræktarsemi og vinsemd. Sem gamall oddviti leyfi ég mér að þakka þessum aldna höfðingja fyr- ir framlag hans til þess byggð- arlags sem hann átti ríkan þátt í að móta. Blessuð sé minning Þorvaldar Halldórssonar. Finnbogi Björnsson. Elsku afi minn. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ég þekki ekkert annað en að þú sért heima í Vörum hjá ömmu. Og ef þú ert ekki heima þá ertu á einhverju flakki að gera hluti sem gamalt fólk gerir oftast ekki. Þú fórst svo mikið upp í bústað og ef veðrið var ekki nógu gott þá fórstu bara heim og þegar veðrið lagaðist þá keyrðir þú austur aftur. Og stundum varstu tekinn fyrir of hraðan akst- ur, ýmist fyrir sunnan eða á leið- inni austur. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan þú rifjaðir það upp þegar þú varst að spyrna á Garðveginum við einhverja stráka. Svo fórstu einu sinni hringveginn á þremur dögum og amma sat og prjónaði lopapeysur allan tímann. Það var líka alltaf svo gaman að hitta þig. Það var ekkert mikið verið að velta fortíðinni fyrir sér, þó þú hafir verið búinn að kveðja marga í gegnum árin. Yfirleitt tal- aðir þú mest um nútíðina og hvað þyrfti að gera næst. Og ekkert var of erfitt. Þú keyptir fartölvu svo þú gætir horft á DVD á ferðalög- um og kunnir á allar myndavélar og allar fjarstýringar. Þú hugsaðir svo vel um alla og varst tilbúinn að gera hvað sem er fyrir hvern sem er. Einu sinni, þegar þú varst bú- inn að borga manninum sem seldi þér bústaðinn, laumaðir þú að hon- um aukapeningi og sagðir honum að bjóða konunni sinni nú út að borða eitthvað gott. Það eru svo margar minningar um þig. Þú á gamla pikkanum, sem enginn veit ennþá hvernig þú komst eiginlega í gegnum skoðun, sjálfsagt einhver harðfiskur flækt- ur í málið, líkt og með lögguna sem sleppti því að sekta þig á Hellisheiðinni. Svo varstu búinn að kaupa þér nýjan pallbíll og þú varst svo ánægður með hann. Svo ánægður að þú keyrðir ömmu um allt í honum og jeppinn stóð bara inni í bílskúr. Ég labbaði svo oft til þín yfir túnið, alltaf kaffi á könn- unni, þú alltaf eins, alltaf hress, og oftar en ekki amma að steikja ofan í þig fisk. Þú virtist nefnilega borða allt, bara ef hægt var að steikja það á pönnu. Svo varstu svo mikill reglumaður að á Kanarí þurftum við að kalla sangríuna ávaxtadjús svo þú myndir smakka. Einhvern tímann fóruð þið amma í ferð með eldri borgurum, þar sem þú varst einna elstur í hópnum, og þegar þið komuð heim sagðir þú að það hefði ekki verið neitt sér- stakt í ferðinni af því að það var svo mikið af gömlu fólki með. Þú spurðir mig alltaf hvernig gengi í skólanum og síðar hvernig gengi í vinnunni, þú varst svo áhugasamur um allar tækninýjungar enda vild- ir þú njóta þeirra sjálfur sem þú svo gerðir. Það var aldrei neitt of seint í þínum huga. Þú varðst aldrei gamall, samt áttir þú 88 ára afmæli í ágúst. Þú varst heilbrigður fram að þinni síðustu stundu og skildir við eins og ungur maður. Ég mun aldrei gleyma þeirri nótt sem þú dóst, afi minn. Þú sem kysstir og faðmaðir alla, svo yndislegur, svo elskulegur, öll- um þótti vænt um þig. Þú sem hafðir svo gaman af lífinu. Það finnst öllum afi sinn einstakur en það breytir því ekki, afi minn, að þú varst einstakur. Ég er svo stoltur af öllu því sem þú gerðir, afi minn. Ég sakna þín svo mikið. Ég mun aldrei gleyma þér. Þorvaldur Halldór Bragason.  Fleiri minningargreinar um Þor- vald Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Við hönnum legsteininn að þínum óskum. Komdu við eða kíktu á heima- síðuna og skoðaðu úrvalið. 15% lækkun á innfluttum legsteinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.