Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 62
62 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008  Einungis 150 miðar voru eftir á seinni tónleika Emilíönu Torrini um klukkan 18 í gær. Miðasala fer fram á midi.is og á afgreiðslustöðum mida.is. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær sér Lay Low um upphitun fyrir tónleikana. Örfáir miðar eftir á Emilíönu í Háskólabíói Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er mjög gaman að gefa þetta út, enda hefur þetta ekki verið til lengi,“ segir leikarinn og grínistinn Jón Gnarr sem hefur sent frá sér uppistandið Ég var einu sinni nörd á DVD. „Það eru tíu ár síðan þetta var tekið upp, þetta var gert veturinn 1998 til 1999. Þannig að það má alveg segja að þetta sé tíu ára,“ segir Jón. Aðspurður segist hann ekki enn vera búinn að horfa á uppi- standið í tilefni af útgáfunni. „Ég hef nú eiginlega aldrei horft á þetta allt saman. Mér fannst það alltaf eitthvað óþægilegt. En ég er nú samt að hugsa um að horfa á þetta núna. Ég hef samt séð einhverja búta úr þessu á Youtube, og það fannst mér mjög fyndið.“ Á disknum er alls konar aukaefni sem ekki hefur komið fyrir sjónir almennings áður. „Það er til dæmis viðtal við mig og Pétur Jóhann þar sem við töl- um um þetta allt saman. Hann hitaði nefnilega upp fyrir mig, og þetta var í raun í fyrsta skipti sem hann kom fyrir sjónir almenn- ings.“ En gætirðu hugsað þér að snúa aftur í uppistandið? „Já já, ég úti- loka það ekkert. En ég þarf að vera svolítið „stabíll“ til að geta gert þetta. En það er aldrei að vita nema ég geri eitthvað svona aftur,“ segir Jón sem hefur nóg að gera um þessar mundir. „Ég er kom- inn á fullt í að skrifa framhald af Dagvaktinni, við erum sem sagt að skrifa handrit að nýjum þáttum,“ segir Jón og bætir því við að nánast öruggt sé að þættirnir fari í framleiðslu. Tíu ára nörd á DVD og framhald af Dagvaktinni  Frammistaða Stefáns og félaga hans í Lúdó á dansleik, sem blásið var til á NASA eftir Sigur Rósar- tónleikana um síðustu helgi, þótti slík snilld að farinn er að heyrast sá orðrómur að annað blómaskeið sveitarinnar sé runnið upp. Tryllt- ur dans var stiginn langt fram á nótt við undirleik sveitarinnar og fór svo að sveitin var klöppuð upp eins og um erlenda stórsveit væri að ræða. Göntuðust sumir með að ef Sigur Rós yrði skeytt saman við Lúdó þyrfti ekki að bíða þess lengi að annað „Bítlaæði“ rynni á heims- byggðina. Þeim félögum mun hafa þótt það töluverður heiður að fá að spila á NASA í boði Sigur Rósar en heiðurinn mun þó ekki síst hafa verið Sigur Rósar-manna sem hafa eflaust nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki tekið sveitina með sér á heimstúrinn sem lauk með tónleikunum í Laugardalshöll. Annað blómaskeið í uppsiglingu?  Þýska forlagið BTB sem til- heyrir Random House hefur keypt útgáfurétt á nýjustu bók Ævars Arnar Jósepssonar, Landi tæki- færanna. Þetta er fjórða bók Ævars sem forlagið kaupir réttinn á. Glæpir Ævars Arnar vinsælir í Þýskalandi Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR nokkrum árum söng G. Rúnar Júlíusson sem Hr. Rokk í lagi Ununar „Hann mun aldrei gleyma henni“. Nafngiftin var fljót að festast við hann og að vonum; enginn er eins mikil táknmynd fyrir þá tónlistarstefnu sem lagði heiminn að fót- um sér á sjöunda áratugnum en einmitt Rúni Júl. Rúnar Júlíusson ólst upp í bítlabænum Kefla- vík, þegar hann var unglingur komst aðeins tvennt að: fótbolti og rokk. Í stað þess að gerast atvinnumaður í fótbolta gerðist hann atvinnumað- ur í rokki; þremur vikum eftir að hann eignaðist fyrsta bassann var músíkin orðin aðalstarf og næstu áratugina spilaði hann reglulega, nokkrum sinnum í viku að jafnaði. Það eru því liðnir rúmir fjórir áratugir frá því þeir æfðu fótbolta með fjórða flokki Keflavíkur Gunnar Þórðarson og Rúnar og höfðu útvarp á hliðarlínunni til að missa ekki af Kananum. Í vik- unni kom svo út safndiskur frá Rúnari, þrefaldur, þar sem finna má upptökur allt frá 1966 fram til dagsins í dag. Í spjalli segir Rúnar að sér hafi þótt tímabært að staldra aðeins við, „líta yfir farinn veg og sjá hvað ég hef verið að gösla. Ég er þó ekki að fara að kveðja,“ segir hann og kímir, „Á meðan það eru frjókorn að einhverju nýju í kollinum heldur mað- ur áfram.“ Lögin á plötunni eru 72, en þau völdu synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, í samráði við hann. „Það fór ekkert lag inn á diskinn nema allir væru samþykkir,“ segir Rúnar og bætir við að það hafi eðlilega tekið drjúgan tíma að fara í gegnum laga- safnið. „Það væri of langt mál að fara að ræða um öll þessi lög en fyrstu lögin eru þau sem við tókum upp fyrir Columbia og EMI 1966, við vorum fyrstu útrásarvíkingarnir,“ segir Rúnar og hlær við, „og svo er síðasta lagið hiphop sem ég tók upp með Opee fyrir stuttu.“ Rúnar hefur ekki bara verið iðinn í músík í fjóra áratugi og gott betur, heldur hefur hann rekið plötuútgáfu allt frá því enginn treysti sér til að gefa út Mandala með Trúbroti á sínum tíma. Í framhaldi af því stofnuðu þeir saman Hljómaút- gáfuna Rúnar og Gunnar Þórðarson. Þegar sú lagði upp laupana stofnaði Rúnar Geimstein 1976 og hefur rekið útgáfuna alla tíð, elsta plötufyr- irtæki landsins. Upphaflega segist Rúnar hafa farið út í útgáfuna vegna þess að hann vildi ekki vera í hljómsveit nema hún gæfi eitthvað út. Geimsteinn hefur gefið út 2-300 plötur, að því er Rúnar telur, en sjálfur hefur hann gefið út fjöldann allan af sólóskífum og spilað inn á grúa af plötum með öðrum. „Frumkrafturinn í rokkinu hreif mig á sínum tíma og ég hef haldið áhuganum við með því að vera sífellt að vinna ný lög með nýj- um forsendum og nýju fólki.“ Áratugum saman spilaði Rúnar að segja á hverju kvöldi en hann segist heldur hafa dregið úr því síðustu árin því strákarnir hans, Baldur og Júlíus, sem verið hafa í hljómsveit með honum, eru ekki eins gefnir fyrir að eyða kvöldunum uppi á sviði við spilamennskuna, hafa svo mikið að gera. „Þeir eru föðurbetrungar,“ segir Rúnar og hlær við. Atvinnumaður í rokki  Rúnar Júlíusson lítur yfir farinn veg á nýrri þrefaldri safnskífu  Plöturnar sem eftir hann liggja skipta tugum  Er ekkert að fara að kveðja strax Ljósmynd/Þorfinnur Sigurgeirsson Seigur Hr. Rokk sjálfur, Rúnar Júlíusson, við upptökusafnið í hljóðveri Geimsteins í Keflavík. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ER það ekki stórt orð að kalla sig skáld?“ spyr Starri Hauksson að bragði þegar blaðamaður spyr hann hreint út hvort hann sé skáld. „Ég hef reyndar samið helling af texta og hef skrifað stutt verk sem Þor- leifur Arnarsson setti upp í Hex- agon í Iðnó á sínum tíma.“ Á morgun kl. 14 frumflytur Út- varpsleikhúsið verk eftir Starra, sem hann kallar Spor. Það er fyrsta verk hans sem Úvarpsleikhúsið flyt- ur. „Á sínum tíma fékk ég hugmynd að barleikhúsi og við Guðmundur Ingi Þorvaldsson sem leikstýrir verki mínu í Útvarpsleikhúsinu og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bach- mann settum Ójólaleikritið upp á Jóni forseta. Það fékk gríðargóðar viðtökur, en er nú samt eina leik- ritið sem við höfum sett upp. En ætli maður hafi ekki alltaf haft bakt- eríuna.“ Að skrifa núna eða ekki Starri kveðst alltaf hafa verið að skrifa, þótt það hafi oftast verið í hjáverkum. „Svo var ég alltaf að vinna fyrir tímanum sem ég ætlaði að nota í að skrifa, þar til ég áttaði mig á því að það er ekki leiðin. Mað- ur hættir að reyna að búa til tímann, maður tekur hann bara til þess sem maður vill gera. Það verður aldrei betri tími til að skrifa á morgun eða hinn; þú gerir það núna eða ekki.“ Leikritið er ekki byggt á per- sónulegri reynslu að sögn Starra. „ En allt sem maður skrifar er þó byggt á einhverri reynslu, þótt ég sé engin þeirra persóna sem á svið- inu sitja. Ef ég ætti ekki jafn góða að þá væri persónusköpunin öðru- vísi og kannski ekki eins auðveld.“ Og með þá góðu í huga er vert að geta þess að Starri er dóttursonur Jakobínu Sigurðardóttur skálds og Starra í Garði, og í þeirri fjölskyldu eru margir vel skrifandi. Skyldi það vera erfitt, eða auðvelt? „Það var nú kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég hef ekkert verið að hafa mig í frammi, og á unglingsárunum hróp- aði ég að ég ætlaði aldrei að skrifa.“ Ætlaði aldrei að skrifa Morgunblaðið/Kristinn Starri Hauksson „Maður hættir að reyna að búa til tímann.“ Útvarpsleikhúsið frumflytur Spor eftir Starra Hauksson Jón Gnarr Var einu sinni nörd. Rúnar byrjaði ferilinn á toppnum, var einn af stofnendum Hljóma, hljómsveitarinnar sem hrinti Bítlabylgjunni af stað hér á landi og hefur verið endurreist nokkrum sinnum. Hann var síðan með í að stofna súpergrúppuna Trú- brot, var skipstjóri á Halastjörnunni, spilaði með Thor’s Hammer og Lónlí Blú Bojs, stjórn- aði hljómsveitinni Geimsteini og var svo í GCD með Bubba Morthens. Undanfarin ár hefur hann leikið með eigin hljómsveit sem jafnan gengur undir nafni hans. Byrjaði á toppnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.