Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 38
38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 ÞAÐ er margt ánægjulegt að gerast hjá Strætó bs. þessa dagana. Farþegum hef- ur fjölgað og ljóst er að þegar harðnar á daln- um líta margir til þess að nýta sér þann frá- bæra og ódýra sam- göngumáta sem strætó er. Gjaldskrá Strætó verður óbreytt sem ætti að koma sér vel hjá mörgum um þessar mundir. Gerðar hafa verið ítarlegar talningar á notkun Strætó und- anfarið og hafa talningar sýnt að nú síðustu mánuði hefur farþegum fjölgað. Fjölgunin á sér helst stað á annatímum og því nauðsynlegt að auka við þjónustuna á sumum leið- um á annatíma með því að setja inn aukavagna. Það sést vel á súlu- riti hér að neðan hvernig notkunin er á vögnunum miðað við mismun- andi tíma dags. Fjölgun farþega kallar á fleiri ferðir Fjölgun farþega kallar á aukna þjónustu, t.d. í formi aukavagna á ákveðnum tímum. Til þess að mæta þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað voru nauðsynlegar ráðstafanir gerðar. Ákveðið var að fara í nokkurs konar aðlögun leiðakerfisins að notkuninni, þjónustuaðlögun. Þjón- ustuaðlögunin, sem samþykkt var í stjórn Strætó bs., miðar fyrst og fremst að því að fjölga ferðum á annatíma og miða þjónustuna fyrst og fremst út frá notkun miðað við þær tölulegu upplýsingar sem liggja fyrir. Ferðir farþega eru skilgreindar tvenns konar: 1. Ferðir til og frá vinnu eða skóla þar sem farþeginn er bund- inn af því að mæta á ákveðnum tíma. Þá er nauðsynlegt að akstur vagnanna sé tiltölulega tíður, en þessar ferðir eru aðallega á ann- atíma. 2. Ferðir farþega sem ekki eru bundnar af ákveðnum föstum tíma, heldur getur farþeginn valið það hvenær hann fer af stað, það eru ferðir utan annatíma. Við þjónustuaðlögunina var ein- mitt tekið mið af þessu. Stefnumótun til framtíðar Stjórn Strætó bs. er einhuga í því að fara í stefnumótunarvinnu til framtíðar fyrir Strætó bs. á nýju ári. Stjórnin er sammála um það að gera enga byltingu í leiðakerfinu enda nýbúið að því og notendur nú loks að jafna sig á því öllu saman. Stjórn og stjórn- endur munu horfa til þess að laga kerfið sem best að þörfum notendanna. Haldið verður áfram að nota talningar til þess að meta stöðuna og vita hver notkunin er hverju sinni og hvernig hún breytist frá einu tímabili til annars. Það er afar mikilvægt að skil- greina þjónustuna enn betur en þegar hefur verið gert. Sérstaklega þarf í því sambandi að horfa til þess að skilgreina aksturstíðni eftir fjölda farþega, skilgreina lengd að stoppistöð eftir þéttleika íbúa- svæða, skilgreina hver hlutur far- þega í rekstrinum eigi að vera, skilgreina ný markmið um gæði þjónustu og áfram mætti lengi telja. Þessi vinna mun fara fram í stjórn og hjá stjórnendum Strætó bs. á nýju ári, nauðsynlegt er að fara vel yfir þessi mál og fá sem flesta að þeirri vinnu. Sjálfsagt er við svona stefnumótunarvinnu að leita í smiðju nágrannalandanna. Þar er mikil þekking á því hvað gengur upp og hvað ekki í rekstri þjónustu sem okkar. Flest ná- grannalönd okkar eru komin mun lengra en við í því að reka almenn- ingssamgöngur og þar er víða að finna sambærilegt þjónustusvæði og það sem Strætó bs. er að þjón- usta. Þar má finna upplýsingar um það með hvaða hætti þjónustan er skilgreind eftir mismunandi gerð samfélaga. Þjónustuaðlögunin sem nú hefur verið samþykkt mun bæta þjón- ustuna á annatímum en draga lít- illega úr þjónustunni utan ann- atíma. Við stöndum vörð um starfsfólkið og engum verður sagt upp hjá Strætó bs. í tengslum við þessar breytingar. Fjölgun farþega og ferða hjá Strætó Jórunn Frímanns- dóttir fjallar um rekstur Strætó bs. Jórunn Frímannsdóttir » Þjónustuaðlögunin sem nú hefur verið samþykkt mun bæta þjónustuna á anna- tímum en gjaldskráin mun engu að síður ekki hækka. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætó bs. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 0 6 .0 0 - 0 7 .0 0 0 7 .0 0 - 0 8 .0 0 0 8 .0 0 - 0 9 .0 0 0 9 .0 0 - 1 0 .0 0 1 0 .0 0 - 1 1 .0 0 1 1 .0 0 - 1 2 .0 0 1 2 .0 0 - 1 3 .0 0 1 3 .0 0 - 1 4 .0 0 1 4 .0 0 - 1 5 .0 0 1 5 .0 0 - 1 6 .0 0 1 6 .0 0 - 1 7 .0 0 1 7 .0 0 - 1 8 .0 0 1 8 .0 0 - 1 9 .0 0 1 9 .0 0 - 2 0 .0 0 2 0 .0 0 - 2 1 .0 0 2 1 .0 0 - 2 2 .0 0 2 2 .0 0 - 2 3 .0 0 2 3 .0 0 - 2 4 .0 0 Aðalfundur Valsmanna hf. Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður haldinn laugardaginn 6. desember nk. kl. 14:00 að Hlíðarenda. Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og verður sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs 2. Ársreikningur félagsins 3. Ákvörðun hverning fara eigi með hagnað/tap ársins 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 5. Kjör stjórnar 6. Kjör endurskoðanda 7. Önnur mál Hluthöfum félagsins er auk þess boðið að vera viðstaddir formlega afhendingu nýbyggðs gervigras- vallar til Knattspyrnufélagsins Vals. Hluthöfum er boðið að skoða völlinn og þiggja léttar veitingar í Lollastúku. Athöfnin hefst kl. 13:00. UMMÆLI forseta Íslands í viðtali í Kast- ljósi Ríkissjónvarpsins að kveldi 12. þessa mánaðar hafa áreiðanlega orð- ið mörgum umhugsunarefni. Ekki síst þeim, sem falinn hefur verið sá trúnaður að vera sendiherrar Ís- lands í öðrum löndum. Viðtalið snerist að mestu um skýrslu, sem sagt hafði verið frá í norsku blaði. Skýrslan var frásögn norska sendiherrans á Íslandi af ummælum Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, í hádeg- isverðarboði í bústað danska sendi- herrans í Reykjavík þar sem gestir voru sendiherrar erlendra ríkja á Ís- landi. Það er hluti af starfi allra sendiherra að skýra ráðuneytum sínum samviskusamlega frá um- ræðum á slíkum fundum. Í upphafi viðtalsins segir forseti Íslands: „Ég hef svo sem ekkert les- ið þessa skýrslu, en mér finnst hún einhvern veginn vera eins og margar skýrslur sendiherra sem maður hef- ur séð í gegnum tíðina. Þessi fundur eins og honum er lýst í skýrslunni var auðvitað ekkert á þennan veg. Alls ekki.“ Fundurinn var ekki eins og honum var lýst í skýrslunni, sem forsetinn hefur ekki lesið. Seinna í viðtalinu segir forsetinn: „… þjóðir, sem meðal annars eru nefndar í þessari skýrslu“. Það var og, – þjóðir sem nefndar eru í skýrslunni, sem forsetinn hefur ekki lesið. Nú er ástæða til að doka við. For- setinn hefur ekki lesið skýrsluna, en samt var fundurinn alls ekki eins og honum er lýst í skýrslunni. Lái mér hver sem vill. Þetta skil ég ekki. Forseti segir síðan um þessa sömu skýrslu, sem hann ekki hefur lesið: „… mér finnst hún einhvern veginn vera eins og margar skýrslur sendiherra sem maður hefur séð í gegnum tíðina …“ Hvað á forsetinn við? Er hann að gefa í skyn, að sendi- herrar segi ekki sannleikann, þegar þeir skrifa skýrslur heim í ráðu- neyti? Er hann að væna sendiherra Noregs og reyndar einnig aðra sendiherra um að segja ósatt í emb- ættisskýrslum? Hann gerir að minnsta kosti lítið úr því sem norski sendiherrann hefur skrifað, enda þótt hann hafi ekki séð eða lesið frá- sögn sendiherrans. Síðar í viðtalinu segir Sigmar Guðmundsson fréttamaður, að það sé í rauninni himinn og haf milli þess sem forsetinn sé að segja og þess sem norski sendiherrann segi í sinni skýrslu og spyr hvort forsetinn muni gera athugasemdir við frásögn sendiherrans. Þá segir forseti Íslands: „Ég hef nú séð svo margar skýrslur gegnum tíðina, sem sendiherrar hafa skrifað, bæði erlendir og íslenskir, ég hef líka sem fræðimaður lesið allskonar skýrslur sem erlendir sendiherrar hafa skrifað, sem hafa verið staddir hér á Íslandi á fyrri áratugum, að ég hef þá skoðun að sendiherrum sé í sjálfu sér frjálst að endursegja fundi með þeim hætti sem þarna er gert.“ Þá spyr fréttamaður : „Ertu að segja að þetta sé rangt?“ Forseti Íslands svarar: „Í raun og veru get ég ekkert farið að elta ólar við einhverjar missagnir eða rang- færslur í einhverri skýrslu, sem ég hef ekki séð, sem blað í Noregi hefur verið að endursegja með því að tína út … … þetta voru rúmlega tveggja tíma samræður og sendiherra og blaðið eru að reyna að sjóða það nið- ur í fáein stikkorð eða fyrirsagnir.“ Var það í raun og veru svo að þetta voru tveggja tíma samræður? Þá hljóta að hafa átt sér stað fróð- legar umræður, sem engin ástæða er til að halda leyndum. Áreiðanlega hefur forseti vor ekkert við það að athuga að frásagnir viðstaddra sendiherra verði birtar. Það mundi hreinsa andrúmsloftið. Í Kastljósi segir forseti Íslands að sendiherra Noregs hafi rangtúlkað og farið rangt með í skýrslu sem hann hefur ekki séð. Það er óneit- anlega sérkennilegt, að forseti, fræðimaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson, skuli tjá sig svo ítarlega um skýrslu, sem hann hefur ekki séð. Í fullri hreinskilni sagt, þá vildi ég ekki vera í sporum sendiherra í landi þar sem þjóðhöfðinginn segir í sjón- varpsviðtali að ég hafi sagt ósatt um hann í embættisskýrslu til yf- irmanna minna. Þetta er mjög alvar- leg ásökun. Annaðhvort segir forseti Íslands ósatt, og því vil ég helst ekki trúa, eða sendiherra Noregs hefur gerst sekur um alvarleg embætt- isglöp. Því vil ég alls ekki trúa eftir löng og traust kynni af starfs- mönnum norsku utanríkisþjónust- unnar í áranna rás og ekki síst þau fimm ár, sem ég var sendiherra Ís- lands í Noregi. Hvers vegna í ósköp- unum ætti sendiherra Noregs að segja að forseti Íslands hafi sagt eitthvað, sem hann sagði ekki? Brýnt er að sannleikurinn í þessu máli komi fram. Það voru mörg vitni á staðnum. Það er auðvitað óvið- unandi fyrir sendiherra Noregs á Ís- landi að liggja undir því ámæli að hafa sagt yfirmönnum sínum ósatt um hvað forseti Íslands sagði í þess- um hádegisverði. Það hlýtur að vera eðlilegt og nauðsynlegt, að einhver eða ein- hverjir af starfsbræðrum norska sendiherrans, sem þarna voru staddir, taki nú til máls og taki af öll tvímæli um hvað þarna var sagt. Til varnar sendiherrum Eiður Guðnason veltir fyrir sér um- mælum Ólafs Ragn- ars Grímssonar um skýrslu norska sendiherrans á Ís- landi þar sem segir af ummælum for- seta Íslands í há- degisverðarboði fyrir skömmu » Það er óneitanlega sérkennilegt, að for- seti, fræðimaðurinn Ólafur Ragnar Gríms- son, skuli tjá sig svo ít- arlega um skýrslu, sem hann hefur ekki séð. Eiður Guðnason Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands í Noregi. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Sími 551 3010 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.