Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Krókhálsi 3 569 1900Sv un tu ro g di sk am ot tu r Leður- svunturnar vinsælu • svartar • brúnar • rauðar Verð kr. 9.900 Diskamottur úr leðri • svartar • dökkbrúnar Verð kr. 2.100 PO RT hö nn un Opið kl. 8:30-16:30 mán.-fös. Þeir komu af hafi og réðust á Múmbaí, miðstöð viðskipta og menningar á Indlandi, Wall Street og Hollywood, glugga vestursins í austrinu. Hryðju- verkamennirnir voru tíu og þeir réðust m.a. á stóra járnbrautarstöð, tvö lúxushótel, annað það sögufrægasta í borginni, og miðstöð gyðinga. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að útlend- ingum. 172 létu lífið, þar af 26 útlendingar. Um allan heim ríkir samúð með Indverjum, en innan lands kraumar reiði í garð stjórnvalda fyrir að koma ekki í veg fyrir árásina. Á Indlandi líkja margir árásinni við hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Vissulega var mann- fallið ekki sambærilegt, en áfallið er gríðarlegt. Saga spennu og átaka Það hefur lengi verið grunnt á því góða í sam- skipum kjarnorkuveldanna og grannríkjanna Ind- lands og Pakistans. Sýnt þykir að árásarmenn- irnir komu frá Pakistan. Eftir árásina á Múmbaí er biðstaða í samskiptum ríkjanna, en loft er lævi blandið. Í indverskum fjölmiðlum var á föstudag sagt að indversk stjórnvöld hefðu sannanir fyrir því að leyniþjónusta pakistanska hersins, ISI, hefði átt þátt í árásinni. Árásarmennirnir hefðu hlotið þjálfun hjá henni og væru nöfn tengla og þjálfara þeirra komin í hendur þeirra, sem rann- saka ódæðisverkin, sem og upplýsingar um það hvar þjálfunin fór fram. Annar þeirra, sem réðust á brautarstöðina, náðist og auk þess fannst far- sími í togara, sem hryðjuverkamennirnir réðust um borð í fyrir árásina, og mun þar vera að finna upplýsingar um samskipti þeirra. Samband hefur verið rakið milli hryðjuverkamannanna og pakist- önsku samtakanna Lashkar-e-Taiba, hers hinna réttlátu, sem aftur tengjast al-Qaeda. Segjast hafa skotheldar sannanir „Við munum brátt láta pakistönsk yfirvöld fá skotheldar sannanir,“ hafði fréttaþjónustan India Abroad eftir heimildarmanni í indversku leyni- þjónustunni. Yfirvöld í Pakistan hafa lýst yfir því að þau hafi hvergi komið nálægt hryðjuverkinu. Asif Ali Zar- dari, forseti Pakistans, sagði að hann myndi grípa til afgerandi aðgerða gegn þeim einstaklingi eða hópi, sem stæði á bak við verkið. Hann hefur hins vegar ekki stjórn á öllu því sem gerist í Pakistan. Leyniþjónustan er ríki í ríkinu og hann á fullt í fangi með að hemja talibana og hryðjuverka- samtökin al-Qaeda í landamærahéruðunum, sem liggja að Afganistan. Þau öfl vildu ekkert frekar en að yfirvöld í Pakistan beindu athyglinni frá þeim og fylktu liði við landamæri Indlands. Þremur mánuðum eftir 11. september 2001 réðst sjálfsmorðssveit inn í indverska þingið og þá munaði minnstu að brytist út stríð milli Indlands og Pakistans. Stjórnvöld á Indlandi þóttust þekkja handbragð pakistönsku leyniþjónust- unnar. Rétt eins og nú. Reuters Kurr milli kjarnorkuvelda  Indverjar rekja árás hryðjuverkamanna á Múmbaí fyrir rúmri viku til Pakistans  Réðust á miðstöð viðskipta og menningar á Indlandi  Pakistanar ráða ekki við ástandið Reuters Blóðug árás Hrollvekjandi ummerki um árásina á lestarstöðina í Múmbaí fyrir rúmri viku. Í eldlínunni Fólk leitar skelf- ingu lostið skjóls undan skot- hríð hryðjuverkamanna út úr Taj Mahal-hótelinu í Múmbaí 27. nóvember. Upphafið var blóði drifið. Þegar Gandhi og Nehru leiddu Indland til sjálfstæðis 1947 ákváðu Bretar að búa til tvö ríki, Indland og Pakistan. 5,5 milljónir hindúa og síka voru fluttar nauðugar yfir hin nýju landa- mæri norður til Indlands og sex milljónir múslíma suður til Pakist- ans. Í þessum hreinsunum brutust út miklar trúarofsóknir og er talið að ein milljón manna hafi látið lífið í þeim. Ótti Pakistana við Indverja hefur markað samskipti ríkjanna al- veg frá upphafi og er orsök kjarn- orkuvopnakapphlaupsins milli þeirra. Tengsl Pakistana við talibana í Afganistan á sínum tíma má líka rekja til viðleitni þeirra til að tryggja stöðu sína gagnvart risanum í norðri. Annað afsprengi þessara átaka er deilan um Kasmír þar sem múslímar eru 80% íbúa. Kasmír stóð sjálfstætt, en þegar Pakistanar hugðust innlima svæðið gekkst leið- togi þess Indverjum á hönd. Tvö stríð hafa verið háð um Kasmír. Á Indlandi búa 150 milljónir múslíma. Það eru fleiri múslímar en búa í Afg- anistan, Írak, Íran og Sádi-Arabíu samanlagt. Hvergi búa jafn margir múslímar í einu og sama landinu. Þó eru þeir aðeins 13,4% af heild- arfjölda íbúa á Indlandi. Samskiptin við múslíma á Indlandi hafa löngum verið góð, þrátt fyrir blóðsúthelling- arnar 1947. Árið 2002 réðist hins vegar æstur múgur hindúa á múslíma í ríkinu Gujarat á Indlandi og létu tvö þúsund manns lífið. Ólgan meðal múslíma í heiminum hefur heldur ekki farið fram hjá múslímum á Ind- landi. Indverskir múslímar mótmæltu skopmyndunum af Múhameð spá- manni í danska blaðinu Jyllands- Posten hástöfum. Múslímskir hryðju- verkamenn á Indlandi koma ekki bara úr þjálfunarbúðum í Pakistan og Afg- anistan. Slíkar búðir finnast líka á Indlandi.Á þessu ári hafa 130 manns látist í tilræðum, sem samtökin Mujaheddin Indlands hafa lýst sig ábyrg á. Segjast þau vera að berjast gegn stjórnvöldum til að hefna fyrir ofsóknir á hendur múslímum á Ind- landi. Þessi hópur hafði boðað röð hryðjuverka í Múmbaí. Atburðarásin Bandaríkjamenn hafa löngum reynt að stilla til friðar á milli Pakistana og Indverja og vera lokið á púðurt- unnunni. Bandaríkjamenn hafa al- veg frá því að hryðjuverkin voru framin í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001 þrýst á yfirvöld í Pak- istan um að kveða niður hryðju- verkaöfl í landinu og hafa beitt til þess ýmsum meðulum, en þeir vilja ekki að Indverjar taki upp á að gera slíkt hið sama. Indverjar hafa brugðist varlega við árásinni á Múmbaí, en Manmoh- an Singh, hefur verið gagnrýndur harkalega af stjórnarandstöðunni fyrir að bregðast ekki við fyrri hryðjuverkum og ekki dregur reið- in, sem nú hefur blossað upp, úr þrýstingnum. Indlandsstjórn rekur árásina til Pakistans, en ekki til stjórnar Asif Zardaris, sem segir að hryðjuverkamennirnir séu land- lausir og fremji líka ódæðisverk í Pakistan. Fyrir tveimur mánuðum létu 50 manns lífið í árás hryðju- verkamanna í höfuðborg landsins og í fyrra réðu hryðjuverkamenn Benazir Bhutto, eiginkonu Zardar- is, af dögum. Eftir 11. september gerði George W. Bush Bandaríkjaforseti banda- lag við Pervez Musharraf, þáver- andi forseta Pakistans, í barátt- unni gegn hryðjuverkum. Oft lék grunur á að Musharraf léki tveimur skjöldum í því bandalagi. Þegar hann missti völdin vissu Banda- ríkjamenn ekki hvert þeir ættu að snúa sér, en þeir hafa haldið áfram að þrýsta á Pakistana um að halda áfram að beita sér gegn hópum tal- ibana og liðsmönnum al-Qaeda, sem hafa átt sér griðland í Pak- istan. Bandaríkjamenn hafa líka gert árásir inn í Pakistan, bæði úr lofti og á jörðu niðri, pakistönskum stjórnvöldum til mikillar gremju. Þótt Bandaríkjamenn ráðist inn í Pakistan eru þeir alfarið mótfallnir því að Indverjar geri það. Indverjar hafa aftur á móti fordæmi Banda- ríkjamanna. Það er því ekki víst að þeir verði jafn móttækilegir og áð- ur fyrir áköllum frá Washington um að fara með gát. Bandaríkjamenn eru hins vegar greinilega staðráðnir í að reyna að tryggja friðinn og í lok liðinnar viku fóru Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og Mike Mullen, yfirmaður bandaríska her- aflans, til Indlands og Pakistans til að róa málin. Hvort það gengur eft- ir er annað mál og á þriðjudag var haldinn fundur allra flokka í Pak- istan, sem sendi frá sér skýra yf- irlýsingu um að gerðu Indverjar árás á skotmark í Pakistan yrði lit- ið á það sem stríðsyfirlýsingu. Lokið á púðurtunnunni Reuters Málum miðlað Condoleezza Rice ræðir við Manmohan Singh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.