Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 20
20 Myndaalbúmið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur, fæddist 27. ágúst 1974 á Akranesi, þar sem hún ólst upp til tvítugs aldurs. Hún tók stúdentspróf frá FVA 1993, fór í almenna bókmenntafræði í HÍ og lauk þaðan prófi auk námsbrautar í hagnýtri fjölmiðlun. Sig- urbjörg var blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil og skrifar ennþá pistla í Lesbók Morgunblaðsins. Hún hefur skrifað fjórar ljóðabækur, eina skáldsögu, Sólar sögu, sem hlaut Tóm- asarverðlaunin 2002, og nokkur leikverk, sem sett hafa verið á svið. Ljóðasaga henn- ar, Blysfarir, var í vikunni tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Þá er nýkomin út tvímála ljóðabókin, To Bleed Straight, þar sem úrval ljóða hennar birtast í enskri þýðingu Bernards Scudders. Sigurbjörg Þrastardóttir Æskuvinkonur Ég og æskuvinkona mín, Bjarney Hinriksdóttir, grafískur hönn- uður, sem gerði kápuna á Blysförum. Dansmeyjar Danshópurinn Dangerous Dancers, sem tók þátt í frístælkeppni í Tónabæ 1986. F.v. Gunnur, ég, Krissý og Baddý í heimagerðum búningum. Ítalska fjölskyldan Palumbo-fjölskyldan var mitt fólk, þegar ég var skiptinemi á Ítalíu 1991-1992. Vinsælust Ég var valin vinsælasta stúlkan og Gísli Marteinn Baldursson vinsælasti strákurinn í sumarbúðum Landssambands íslenskra samvinnufélaga 1986. Einnig voru valin sætasti strákurinn og sætasta stelpan, en ég átti engan séns í það. Vinningshafi Ég var meðal fimm krakka, sem unnu ritgerðarsamkeppni Slysavarnarfélagsins og barnablaðsins ABC. Okk- ur var boðið til Englands, þar ég heilsaði upp á Bar- böru Cartland á vax- myndasafnimu. Kvennafótbolti Hápunkturinn á stuttum knattspyrnuferli var þegar ég skoraði mark fyrir ÍA gegn Breiðabliki snemma á níunda áratugnum. Leik- urinn fór 3:1 fyrir ÍA. Stúdent 1993 Með bestu vinunum í FVA, Heiðu, Bödda og Kötu. Þrjár Maríur Kristjana Skúladóttir í hlut- verki Maríu Magdalenu í verki mínu Þrem- ur Maríum á Litla sviði Borgarleikhússins. Góðir skór Fyrsta myndin, á símann minn. Þessir skór hafa farið með mig næstum á heimsenda. Þarna eru þeir í New York. Fyrsta skáldsagan Ég las úr Sólar sögu á Skálda- kvöldi í Iðnó. Amma og afi Alda Jóhannesdóttir og Ólafur B. Ólafsson búa enn á Akranesi og nærvera þeirra hefur alltaf verið mér mikilvæg. Afmælisveisla Fjölskyldan þegar ég hélt upp á afmælið mitt í Herhúsinu á Siglufirði, æskuslóðum pabba. F.v. mamma mín Guðmunda Ólafs- dóttir, pabbi Þröstur Stefánsson, systursonur minn Þröstur Elvar, mág- ur Áki Ármann Jónsson, Alda systir og systurdóttir mín Hildur Ása. Nöfnur Systurdóttir mín Sigurbjörg Helga fæddist á afmæl- isdaginn minn 27. ágúst. Foreldrar hennar sögðu að hún hefði valið sér nafn með því að fæðast á þessum degi. Hápunkturinn Gaman saman Vinir á stúdentsdegi Skírnarveisla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.