Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 35
Forðaðist sviðsljósið Eftir stríð var Quandt-veldinu skipt milli sona Günthers, hálfbræðranna Haralds, sem hann átti með Mögdu, fyrri konu sinni, og Herberts. Sá síðarnefndi breytti BMW í eft- irsóknarverðustu bílategund heims og eignaðist tvö börn, Susanne og Stefan, með þriðju eiginkonu sinni, sem hafði verið einkaritari hans. Hann rak fyrirtæki sín af festu og aga og ól börn sín upp í sama anda. Þau gengu í almenna skóla og þrátt fyrir ríkidæmið var heimilislífið ekki frá- brugðið því sem tíðkaðist hjá venjulegum fjölskyldum. Á áttunda áratugnum stóð ríkum auðjöfrum í Þýska- landi mikil ógn af samtökum eins og Baader-Meinhof og Herbert var þar engin undantekning. Hann óttaðist mjög að Susanne, dóttur sinni, yrði rænt. Óttinn reyndist ekki ástæðulaus því 1978, þegar Susanne var 16 ára, kom lög- reglan upp um samsæri um að ræna henni. Þar til hún giftist, 28 ára, lifði hún í afar vernduðu umhverfi og jafn- vel allar götur síðan. Hún fór í skíðaferðalög, lék golf og lét sjá sig á góðgerðardansleikjum, en gagnvart fjöl- miðlum var hún næstum eins og ósýnileg og hefur aldrei sóst eftir sviðsljósinu. Nærri má geta að aðstæður sem þvinguðu hana fram í sviðsljósið núna séu henni þolraun. Lét undan þrýstingi Að Herbert Quandt látnum erfðu systkinin og móðir þeirra fjölda fyrirtækja með árlegri veltu upp á um 1.200 milljarða króna. Í dag eru auðæfi fjölskyldunnar metin á 4.800 milljarða króna. Eftir að sjónvarpið sýndi heimild- armynd í fyrra þar sem fjölskyldan var harðlega gagnrýnd fyrir háttsemi sína í seinni heimsstyrjöldinni, lét hún und- an þrýstingi og tilkynnti fjármögnun rannsóknarverkefnis um gerðir nasistanna. Fyrri kona Günthers Quandts, Magda, giftist Joseph Go- ebbels, áróðursmálaráðherra í ríkisstjórn Hitlers. Harald, sonur hennar og Günthers, fylgdi móður sinni, en til allrar gæfu var hann ekki heima þegar hún eitraði fyrir sér og sex börnum þeirra Goebbels. Harald varð þekktur glaum- gosi og lést í flugslysi 1967. Hálfbróðirinn Harald fylgdi móður sinni, sem giftist Jo- seph Göebbels, áróðursmálaráðherra Hitlers. fyrir lögreglunni, var hún ber- skjölduð gagnvart ástmanni sínum. Hún átti um tvennt að velja, láta sem hún tryði sögunni og halda ástaræv- intýrinu áfram, eða láta hann róa. Hún yfirgaf herbergi 629 án þess að lofa neinu, en ákvað nokkrum dögum síðar að láta hann fá peningana. Tilfinningaleg tímamót Þjökuð af samviskubiti yfir að hjálpa ekki manni í nauðum, eins og hún útskýrði fyrir lögreglunni, keyrði hún, 11. september í fyrra, með ígildi um 1,6 milljarða íslenskra króna í seðlum, að bílageymslunni í kjallara Holliday Inn, og lagði bílnum í stæði merkt „aðeins fyrir konur“. Segir síð- an fátt af einni, því samkvæmt lög- regluskýrslum, sem láku út, tjáði Klatten sig ekki frekar um afhend- inguna. Getgátur eru um að hún hafi verið komin að tilfinningalegum tíma- mótum og viljað vera laus allra mála eftir að hún greiddi elskhuga sínum ímyndaða skuld hans. Hún hefði enda gert sér grein fyrir því að Sgarbi var ekki sá maður sem hún taldi hann vera. Nú væri kominn tími til að tryggja að hann hefði ekki í hótunum við fjölskyldu hennar. En það var hægara sagt en gert að losna við Sgarbi. Þegar hún hætti að svara skilaboðum hans, sendi hann henni bréf, þar sem hann rifjaði upp ástarfund þeirra í hótelherberginu og skrifaði undir: Þinn blíði stríðs- maður. Í nóvember færði hann sig upp á skaftið og krafðist ígildi tæpra 9 milljarða króna fyrir disk með ljósmyndum úr felumyndavél- inni í herbergi 630. Klatten sá sér ekki annað fært en að játa klúðrið fyrir manni sínum, sem var farið að gruna konu sína um græsku, og ráðfæra sig við sáttasemjara. „Mér var orðið ljóst að ég væri fórn- arlamb og þyrfti að spyrna við fótum. Annars myndi þetta engan enda taka,“ sagði Klatten síðar. Þótt hún væri jafnan fús að gefa peninga til að hjálpa fólki í vandræðum, átti hún kyn til að vera hörð í horn að taka ef henni þótti krafan ósanngjörn. Heim- ildarkvikmyndin The Silence of the Quandts (Þögn Quandt-fjölskyld- unnar) hafði farið fyrir brjóstið á fjöl- skyldunni, en í myndinni er fjölskyld- unni álasað fyrir að að borga of litlar skaðabætur til fyrrverandi þræla, sem SS útvegaði henni til að byggja upp viðskiptaveldi sitt. Þótt myndin ylli miklu fjaðrafoki og skaðaði ímyndina stórlega, neitaði fjölskyldan að borga. Ef hún var ekki reiðubúin að borga fórnarlömbum nasista, hví í ósköpunum ætti hún þá að borga aumum svikahrappi og flagara? Nú var komið að Susanne Klatten að leggja snörurnar fyrir Sgarbi. Hún lét sem hún ætlaði að borga meira, ígildi 2.5 milljarða króna, og tældi hann þannig í gildru lögregl- unnar, sem hefur haft hann í haldi síðan. Í nafni kvenna Búist er við réttarhöldum á næsta ári. Sgarbi mun hafa sagt í yf- irheyrslum að hann hafi verið að hefna sín, faðir sinn, pólskur gyð- ingur, hefði verið neyddur til að vinna sem þræll við stálframleiðslu fyrir nasista í verksmiðjum Quandt- fjölskyldunnar. Ítölsk blöð hafa leitt getum að því að hann væri einn af 30 fylgisveinum fyrrnefnds Barretta, sem væru skyldugir til að greiða leiðtoga sínum hluta af launum sínum. Lögreglan fann milljónir evra í kjallaranum heima hjá Barretta í Abruzzo og velt- ir fyrir sér hvort hann hafi ýtt Sgarbi til að kúga meira og meira fé af Klat- ten. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Barretta hafnar alfarið að- ild að málinu. Sgarbi hefur lítið tjáð sig, en kvartar sáran yfir umfjöllun fjölmiðla um flagarafortíð hans og segir hana geta ýtt undir fordóma dómstóla. Gert er ráð fyrir að vörn hans byggist á því að Klatten hafi í fyrstu gefið honum peninga vegna ástar en ekki þvingunar. Þrátt fyrir að hafa verið táldregin og beitt fjárkúgun, ber Klatten sig vel. Skylduræknin, sem faðir henn- ar innrætti henni, hafði betur. „Ég berst núna í nafni allra kvenna í fjölskyldu minni og í nafni margra annarra kvenna … ég er glöð yfir að hafa farið þessa leið,“ segir hún. á tálar BMW Susanne Klatten á ráðandi hlut í BMW, sem faðir hennar gerði að stórveldi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008  Susanne Hanna Ursula Quandt fæddist 28. apríl 1962 í Bad Homburg í Þýskalandi.  Hún er dóttir Johanna og Herberts Quandts, d. 1982, sem forðaði BMW frá gjaldþroti og gerði fyrirtækið að stórveldi.  Hún er ríkasta kona Þýska- lands með ráðandi hlut í BMW og lyfja- og efnafyrirtækinu Alt- ana. Í fyrra voru eignir hennar metnar á 10 milljarða Banda- ríkjadollara. Samkvæmt Forbes- tímaritinu var hún í 68. sæti yfir ríkustu menn heims 2007.  Hún er með háskólagráðu í viðskiptafræði, nam stjórnun og markaðsfræði í Buckingham- háskóla og tók MBA með áherslu á auglýsingar í IMD í Lausanne í Sviss.  Árið 1990 giftist hún Jan Klatten verkfræðingi. Þau eiga þrjú börn.  Susanne Klatten situr í stjórn BMW og Altana og er þekkt fyrir störf sín að mannúðarmálum. Susanne Klatten
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.