Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Ómar 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 M b l1 06 41 24 Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-17 laugard. Undirföt • náttföt • náttkjólar sloppar • kvenfatnaður Gjafabréf Jólakjólar og falleg föt í jólapakkann Glæsilegar jólagjafir Pétur: „Hann Elli var alltaf mjög kelinn sem krakki, það var aldrei vandamál að knúsa hann. Hann var líka viðkvæmur. Ég man eftir einu atviki á gamlárskvöld þegar við sprengdum tívolíbombu með látum. Konan mín hélt á Ella á meðan þetta átti sér stað en hvell- irnir voru rosalegir, eins og fall- byssuskot, og greyið var alveg skíthræddur. En þegar þetta var búið sagði hann: „Ég var ekkert skíthræddur!“ Elli hefur alltaf verið mjög góð sál. Við bjuggum ekki saman nema þegar mamma hans fór út í nám voru krakkarnir hjá okkur, bæði Guðrún og Elli, og það var ynd- islegt. Þegar fólk býr ekki saman eru tengslin óneitanlega öðruvísi. Umgengnin verður ekki eins náin en það er enginn vandi að byggja upp samband við hann Ella. Elli er það sem ég kalla sögu- maður, hann segir auðveldlega sögur og kann að segja sögur. Þetta er ákveðin gáfa. Hann getur verið óheyrilega fyndinn í frásögn- inni. Ég hef séð Ella á tónleikum og þetta kemur auðvitað fram þar. Gítarkennsla hjá KK Hann lék son minn í Þrúgum reiðinnar í Borgarleikhúsinu árið 1991, skömmu eftir að leikhúsið var opnað. Þar kynntist Elli manni að nafni KK, sem var meðal annars að syngja „Vegbúann“ í sýningunni. Ég man ekki hvernig það gerðist en á einhverjum tímapunkti var KK farinn að kenna honum á gít- ar. Í lokapartíinu um vorið spiluðu þeir saman. Ég skal alveg við- urkenna það að ég var mjög hissa. Einhvern tímann þegar ég var ungur maður gerði ég tilraun til þess að læra að spila á gítar en það varð aldrei nein alvara úr því. Ég fékk notaðan gítar hjá ein- hverjum og lét gera hann upp en lengra náði það ekki. En Elli komst lengra. Það kom mér veru- lega á óvart hvað hann var búinn að læra mikið á gítarinn hjá KK. Þeir náðu vel að tengja, KK og Elli. Það er ómögulegt að segja hvort við eigum eftir að vinna aftur sam- an en maður á aldrei að segja aldrei. En hann finnur far- veg fyrir sögu- manninn sinn í samskiptum við annað fólk eða í tónlistinni. Hann er oft upptekinn, sér- staklega í kringum plötuútgáfu, og þá þarf maður að vera duglegur við að draga upp úr honum frétt- irnar. Hann er ekki montinn hann Elli. Hann er rosalega hlýr og það er enginn vandi að faðma hann. Þessi grunnur í manni verður til strax. Hann breytist ekkert. Elli er að eðlisfari mjög hlý manneskja. Alltaf í góðu skapi Hann var um tíma að vinna í plötubúðinni hjá Smekkleysu og ég gef mér að það hafi verið ágæt- ur skóli fyrir hann, að hlusta þar á bæði gamla og nýja diska. Núna er hann að vinna hjá Friðriki Skúla- syni og maður heyrir þegar maður hringir í hann í vinnuna að hann er með hlýlegt og kátt viðmót. Elli er glaðlyndur. Hann er hreinskipt- inn og líka mjög skapgóður. Ég held að hann sé eiginlega alltaf í góðu skapi, hvort sem það er svo satt eða ekki! Það er aldrei neitt vesen með hann Ella. Það eina sem skiptir mig máli er að hann sé að gera eitthvað sem hann vill gera. Hitt, að fara að gera eitthvað sem maður hefur ekki áhuga á að gera, það er bara uppáskrift að óhamingju. Ég fór einhvern tímann og hlustaði á hljómsveitina hans á Gauki á Stöng. Það var alveg pakkað en þetta var þegar sveitin var að kynna fyrstu plötuna sína. Ég er ekki alveg eins duglegur núna. Ég var að spá í að fara á útgáfu- tónleikana en svo hugsaði ég með mér – ég fæ bara disk hjá honum Ella!“ Er góður sögumaður ‘‘HANN ER ROSALEGAHLÝR OG ÞAÐ ER ENGINN VANDI AÐFAÐMA HANN fæddist 31. október árið 1940. Hann er sonur Einars Guttorms- sonar, sjúkrahúslæknis í Vestmanneyjum, og Margrétar Krist- ínar Pétursdóttur en þau eru bæði látin. Pétur er kvæntur Birgitte Heide, kennara og fagstjóra við Listdansskóla Ís- lands. Þau eiga saman Pétur Heide Pétursson, 18 ára nema við Verslunarskóla Íslands. Pétur hefur starfað sem leikari og leikstjóri frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1964. Hann stundaði fram- haldsnám í Bandaríkjunum 1965-1966 og var skólastjóri Leiklistarskóla Íslands frá stofnun 1975 til ársins 1983. Ennfremur hefur hann staðið fyrir námskeiðum sem hjálpa fólki til að hætta að reykja með því að losa það við löngunina. PÉTUR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.