Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 26
26 Tónlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið, í allt sumar fyrir aðeins 6000 kr. Þú ákveður svo hvar og hvenær þú veiðir. Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir. Frí heimsending þegar verslað er á www.veidikortid.is Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Hver gat útkoman mögulegaorðið þegar ung kona meðómengaða óperurödd alinupp í Brecht/Weill- hefðinni í Austur-Þýskalandi fór að drekka í sig hippisma og yrkja og syngja af áfergju um ástir og kynlíf? Svarið er einfalt: Nina Hagen. Pönkdrottningin er án efa með lit- ríkari karakterum rokksögunnar, þekkt fyrir ótrúlegt raddsvið og ögr- andi framkomu. Þegar David Let- terman fékk hana í þátt sinn árið 1985 spurði hann í grænku sinni hvernig tónleikum hennar væri hátt- að. „Því verður ekki lýst með orð- um,“ svaraði Hagen, ljúf á manninn. „Þú verður að koma á sýninguna mína til að átta þig á því.“ Þar hitti hún naglann á höfuðið, Nina Hagen heldur ekki tónleika, hún efnir til sýninga – í sjónrænasta skilningi þess orðs. Hún beislar sjálfan frumkraftinn og bregður sér í allra kvikinda líki. Nina Hagen er skemmtikraftur af Guðs náð. Annars snerist viðtalið hjá Let- terman aðallega um hárlengingar sem stjórnandanum þótti stór- merkileg vísindi á þessum tíma. Enda þótt Hagen hafi verið kurt- eisin uppmáluð í téðu viðtali hefur hún haft lag á að ganga fram af fólki. Frægust er uppákoman þegar hún hóf fyrirvaralaust að kenna konum að fróa sér í beinni útsendingu í austurríska sjónvarpinu. Þá var bleik brugðið. Því skal þó til haga haldið að Hagen var allan tímann klædd í þessar fínu leðurbuxur með- an á kennslunni stóð. Upp á kant við kerfið Catharina Hagen fæddist í Aust- ur-Berlín 11. mars 1955. Foreldrar hennar voru leik- og söngkonan Eva-Maria Hagen og rithöfundurinn Hans Hagen en foreldrar hans, sem voru gyðingar, höfðu týnt lífi í út- rýmingarbúðum nasista í Sachsen- hausen í seinna stríði. Foreldrar hennar slitu samvistum þegar Hag- en var tveggja ára. Fjögurra ára hóf hún að leggja stund á ballett og að- eins níu ára þótti hún hafa burði til að verða óperusöngkona. Tveimur árum síðar gekk móðir hennar að eiga andófsmanninn og söngvarann Wolf Biermann. Stjórn- málaviðhorf hans mótuðu hina ungu Hagen næstu árin og tólf ára var henni vikið með skömm úr ungliða- hreyfingu samtakanna Frjáls Þýskalands. Við tók andóf gegn kommúnistastjórninni í Austur- Þýskalandi. Sextán ára gömul sleit Hagen skólagöngu sinni og gekk í ábreiðu- sveitina Fritzens Dampferband, þar sem hún söng m.a. lög Janis Joplin og Tinu Turner. Því næst stofnaði hún sína eigin sveit, Automobil, og braust fljótt til vinsælda í Austur- Þýskalandi. Ferill hennar þar fékk þó sviplegan endi. Biermann hafði verið hleypt yfir til Vestur- Þýskalands til að syngja á tónleikum sem var sjónvarpað en þegar hann ætlaði að snúa aftur var honum synj- að inngöngu í landið. Eftir sátu mæðgurnar með sárt ennið. Hagen dó þó ekki ráðalaus heldur ritaði austur-þýskum yfirvöld bréf þar sem hún hótaði því að halda merki fósturföður síns á lofti fengju þær ekki að yfirgefa landið. Fjórum dög- um síðar var fallist á þá skilmála. Þykir það með miklum ólíkindum en sumar fjölskyldur sáust sem kunn- ugt er ekki áratugum saman eftir að Berlínarmúrinn reis. Kommúnistum hefur bersýnilega staðið stuggur af Ninu Hagen. Heillaði Johnny Rotten Hún settist að í Hamborg og gekk þegar útgáfufyrirtæki á hönd. Því var í mun að markaðssetja hana í Vestur-Evrópu og hélt Hagen í vík- ing til Lundúna, þar sem pönkið hafði haldið innreið sína með lúðra- blæstri. Var henni þar vel tekið og í hópi helstu aðdáenda var enginn annar en Johnny Rotten, söngvari Sex Pistols. Innblásin af bresku pönkbylgj- unni setti Hagen á laggirnar sveit í eigin nafni. Kom fyrsta breiðskífa hennar út árið 1978 og féll í frjóan jarðveg. Innihélt hún m.a. annars smellina TV-Glotzer og Auf’m Bahn- hof Zoo. „Hún sökkvir sér í tónlistina með ágengum hætti,“ segir tónlistar- gagnrýnandinn Fritz Rumler í um- sögn sinni. „Hún rymur undurfag- urri altröddu en flýgur svo gegnum skræki og hrín upp í bjartar sópr- anhæðir, hún skopstælir, deilir á og spangólar á sviðinu eins og örbjarga maður.“ Nina Hagen Band fylgdi frum- burðinum eftir með plötunni Unbe- hagen ári síðar en þá hafði kastast í kekki með Hagen og öðrum sveit- arlimum með þeim afleiðingum að hljóðfæraleikurinn var tekinn upp í Berlín en söngur hennar í Los Ang- eles. Eftir það stofnuðu hljóðfæra- leikararnir hina vinsælu sveit Spliff. Sá geimskip á meðgöngunni En Hagen þurfti ekki á meðreið- arsveinum að halda, stjarna hennar var risin í Evrópu og árið 1980 ákvað hún að freista gæfunnar í Bandaríkj- unum. Hún settist að í Los Angeles og byrjaði raunar á því að verða létt- ari, ól dótturina Cosma Shiva 17. maí 1981. Hún hefur á fullorðinsárum lagt leiklistina fyrir sig með ágætum árangri, einkum í þýskumælandi löndum. Óvenjulegt nafnið er runnið undan rifjum móðurinnar sem sá þetta líka forkunnarfagra geimskip á meðgöngunni, Cosma er tilbrigði við orðið cosmos (alheimur) og Shiva Skopstælir, deilir á og spangólar Sérlunduð Hagen hefur alla tíð haft yndi af því að ganga fram af fólki. Hvað varð um | þýsku pönkdrottninguna Ninu Hagen Frumleg Nina Hagen hefur aldrei þótt venjuleg manneskja. , ,ímorgungjöf?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.