Morgunblaðið - 07.12.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 07.12.2008, Síða 26
26 Tónlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið, í allt sumar fyrir aðeins 6000 kr. Þú ákveður svo hvar og hvenær þú veiðir. Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir. Frí heimsending þegar verslað er á www.veidikortid.is Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Hver gat útkoman mögulegaorðið þegar ung kona meðómengaða óperurödd alinupp í Brecht/Weill- hefðinni í Austur-Þýskalandi fór að drekka í sig hippisma og yrkja og syngja af áfergju um ástir og kynlíf? Svarið er einfalt: Nina Hagen. Pönkdrottningin er án efa með lit- ríkari karakterum rokksögunnar, þekkt fyrir ótrúlegt raddsvið og ögr- andi framkomu. Þegar David Let- terman fékk hana í þátt sinn árið 1985 spurði hann í grænku sinni hvernig tónleikum hennar væri hátt- að. „Því verður ekki lýst með orð- um,“ svaraði Hagen, ljúf á manninn. „Þú verður að koma á sýninguna mína til að átta þig á því.“ Þar hitti hún naglann á höfuðið, Nina Hagen heldur ekki tónleika, hún efnir til sýninga – í sjónrænasta skilningi þess orðs. Hún beislar sjálfan frumkraftinn og bregður sér í allra kvikinda líki. Nina Hagen er skemmtikraftur af Guðs náð. Annars snerist viðtalið hjá Let- terman aðallega um hárlengingar sem stjórnandanum þótti stór- merkileg vísindi á þessum tíma. Enda þótt Hagen hafi verið kurt- eisin uppmáluð í téðu viðtali hefur hún haft lag á að ganga fram af fólki. Frægust er uppákoman þegar hún hóf fyrirvaralaust að kenna konum að fróa sér í beinni útsendingu í austurríska sjónvarpinu. Þá var bleik brugðið. Því skal þó til haga haldið að Hagen var allan tímann klædd í þessar fínu leðurbuxur með- an á kennslunni stóð. Upp á kant við kerfið Catharina Hagen fæddist í Aust- ur-Berlín 11. mars 1955. Foreldrar hennar voru leik- og söngkonan Eva-Maria Hagen og rithöfundurinn Hans Hagen en foreldrar hans, sem voru gyðingar, höfðu týnt lífi í út- rýmingarbúðum nasista í Sachsen- hausen í seinna stríði. Foreldrar hennar slitu samvistum þegar Hag- en var tveggja ára. Fjögurra ára hóf hún að leggja stund á ballett og að- eins níu ára þótti hún hafa burði til að verða óperusöngkona. Tveimur árum síðar gekk móðir hennar að eiga andófsmanninn og söngvarann Wolf Biermann. Stjórn- málaviðhorf hans mótuðu hina ungu Hagen næstu árin og tólf ára var henni vikið með skömm úr ungliða- hreyfingu samtakanna Frjáls Þýskalands. Við tók andóf gegn kommúnistastjórninni í Austur- Þýskalandi. Sextán ára gömul sleit Hagen skólagöngu sinni og gekk í ábreiðu- sveitina Fritzens Dampferband, þar sem hún söng m.a. lög Janis Joplin og Tinu Turner. Því næst stofnaði hún sína eigin sveit, Automobil, og braust fljótt til vinsælda í Austur- Þýskalandi. Ferill hennar þar fékk þó sviplegan endi. Biermann hafði verið hleypt yfir til Vestur- Þýskalands til að syngja á tónleikum sem var sjónvarpað en þegar hann ætlaði að snúa aftur var honum synj- að inngöngu í landið. Eftir sátu mæðgurnar með sárt ennið. Hagen dó þó ekki ráðalaus heldur ritaði austur-þýskum yfirvöld bréf þar sem hún hótaði því að halda merki fósturföður síns á lofti fengju þær ekki að yfirgefa landið. Fjórum dög- um síðar var fallist á þá skilmála. Þykir það með miklum ólíkindum en sumar fjölskyldur sáust sem kunn- ugt er ekki áratugum saman eftir að Berlínarmúrinn reis. Kommúnistum hefur bersýnilega staðið stuggur af Ninu Hagen. Heillaði Johnny Rotten Hún settist að í Hamborg og gekk þegar útgáfufyrirtæki á hönd. Því var í mun að markaðssetja hana í Vestur-Evrópu og hélt Hagen í vík- ing til Lundúna, þar sem pönkið hafði haldið innreið sína með lúðra- blæstri. Var henni þar vel tekið og í hópi helstu aðdáenda var enginn annar en Johnny Rotten, söngvari Sex Pistols. Innblásin af bresku pönkbylgj- unni setti Hagen á laggirnar sveit í eigin nafni. Kom fyrsta breiðskífa hennar út árið 1978 og féll í frjóan jarðveg. Innihélt hún m.a. annars smellina TV-Glotzer og Auf’m Bahn- hof Zoo. „Hún sökkvir sér í tónlistina með ágengum hætti,“ segir tónlistar- gagnrýnandinn Fritz Rumler í um- sögn sinni. „Hún rymur undurfag- urri altröddu en flýgur svo gegnum skræki og hrín upp í bjartar sópr- anhæðir, hún skopstælir, deilir á og spangólar á sviðinu eins og örbjarga maður.“ Nina Hagen Band fylgdi frum- burðinum eftir með plötunni Unbe- hagen ári síðar en þá hafði kastast í kekki með Hagen og öðrum sveit- arlimum með þeim afleiðingum að hljóðfæraleikurinn var tekinn upp í Berlín en söngur hennar í Los Ang- eles. Eftir það stofnuðu hljóðfæra- leikararnir hina vinsælu sveit Spliff. Sá geimskip á meðgöngunni En Hagen þurfti ekki á meðreið- arsveinum að halda, stjarna hennar var risin í Evrópu og árið 1980 ákvað hún að freista gæfunnar í Bandaríkj- unum. Hún settist að í Los Angeles og byrjaði raunar á því að verða létt- ari, ól dótturina Cosma Shiva 17. maí 1981. Hún hefur á fullorðinsárum lagt leiklistina fyrir sig með ágætum árangri, einkum í þýskumælandi löndum. Óvenjulegt nafnið er runnið undan rifjum móðurinnar sem sá þetta líka forkunnarfagra geimskip á meðgöngunni, Cosma er tilbrigði við orðið cosmos (alheimur) og Shiva Skopstælir, deilir á og spangólar Sérlunduð Hagen hefur alla tíð haft yndi af því að ganga fram af fólki. Hvað varð um | þýsku pönkdrottninguna Ninu Hagen Frumleg Nina Hagen hefur aldrei þótt venjuleg manneskja. , ,ímorgungjöf?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.