Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 8
HIV-veiran hefur reynst gríðarlegaerfið viðfangs og hafa aðeins tvö bóluefni gegn henni komist á það stig að verða prófuð á mönnum. Annars vegar AIDSVAX frá Vax- Gen, en tilraunir á því voru stöðv- aðar árið 2003. Hins vegar bóluefni frá Merck & Co. sem var prófað á mönnum uns ljóst varð árið 2007 að efnið hefði ekki tilætluð áhrif. Sérfræðingar telja að of fljótt hafi verið byrjað að prófa þessi bóluefni á mönnum auk þess sem þau hafi reynst of einhæf. Gott bóluefni þurfi að hafa breitt ónæmi gegn mörgum stofnum veir- unnar; tvíþætta mótstöðu ónæm- iskerfisins sem feli í sér mótefni og T-frumur; og öflugar skyndiárásir snemma á sjúkdómsferlinum, sem komi í veg fyrir að HIV-veiran nái fótfestu. Barbara Hogan, nýr heilbrigð-isráðherra Suður-Afríku, hefur heitið því að bæta aðgengi HIV- smitaðra landsmanna að lyfjum. Um 1.000 S-Afríkumenn deyja af völdum alnæmis að meðaltali á hverjum degi og hefur smit aukist verulega vegna þess að forvarn- arstarf hefur ekki verið sem skyldi. Nýleg rannsókn á vegum Harvard- háskóla sýnir að aðgerðaleysi Thabo Mbeki, fyrrverandi forseta S-Afríku, vegna útbreiðslu HIV-veirunnar hafi leitt til dauða 330.000 manna á ár- unum 2000 til 2005. Rannsóknin sýnir einnig að 35.000 HIV-smituð börn fæddust á þessu tímabili vegna tregðu yfirvalda til að koma í veg fyrir smit frá mæðrum til barna. Mbeki dró í efa að lyfjameðferð við alnæmi, sem lengir og bætir líf sjúklinga, en er jafnframt mjög dýr, hefði tilskilin áhrif. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra S- Afríku, Manto Tshabalala-Msimang, mælti frekar með sítrónusafa, ólífu- olíu, hvítlauk og rauðrófum en lyfj- um gegn alnæmi. „Á þessu ári hafa 10 manns greinst með HIV-smit hér á landi og þar af einn Íslendingur. Það greinast til- tölulega fáir hér á landi en HIV-smit og alnæmi sem er lokastig sjúk- dómsins er vissulega mikið al- þjóðlegt vandamál og stöðug ógn og því nauðsynlegt að standa að upplýsingastarfi,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Haraldur segir það vissulega rétt að alnæmi fái ekki jafnmikla athygli nú og þegar umræður um sjúkdóm- inn voru að hefjast á sínum tíma. „Þetta er ekki lengur faraldur hér heldur landlægur sjúkdómur því það er svipaður fjöldi sem greinist hér frá ári til árs,“ segir Haraldur og bætir við að ekki sé veruleg aukning á smiti í samfélaginu um þessar mundir. Frá árinu 1983 til loka 2007 hafa 208 greinst með HIV hér á landi. Þar af hafa 60 fengið alnæmi og 37 látist. Karlar eru þar í meirihluta, 156 karlar hafa greinst með HIV en 52 konur. „Í fyrra höfðum við áhyggjur af því að veiran væri að breiðast út meðal fíkniefnaneytenda en sem betur fer reyndist það ekki vera svo. Það er í rauninni undarlegt hversu vel fíkniefnaneytendur hafa sloppið við smit hér á landi sé litið til þess að lifrarbólga C hefur mikið smitast með sprautunálum og er mjög út- breidd,“ segir Haraldur. Framan af voru flestir þeirra sem greindust með HIV-smit sam- kynhneigðir en á síðari árum er gagnkynhneigt fólk sem smitast við kynmök í meirihluta. Ein stærstu læknasamtök Banda- ríkjanna hvöttu til þess á alþjóðlega alnæmisdaginn þann 1. desember síðastliðinn að læknar þar í landi tækju HIV-próf hjá öllum sjúklingum sínum eldri en 13 ára. Það segðu ekki allir sjúklingar læknum sínum frá kynhegðun sinni og því gæti verið erfitt að meta hver væri í áhættu- hóp og hver ekki. Haraldur segir að slíkt hafi ekki verið til umræðu hér á landi en að nokkuð mikið sé þó tekið af slíkum prófum á ári hverju. „Þunguðum konum á að bjóða HIV- próf því að með lyfjameðferð er hægt að koma í veg fyrir að börn smitist af mæðrum sínum,“ segir Haraldur. Hann vilji þó sjá meira af því að slík próf séu framkvæmd. 10 greindust á árinu Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is V ið höfum engu að tapa nema forhúð- inni!“ sagði Festus Mogae, forseti Afríkuríkisins Botsvana, sem barðist af einurð gegn útbreiðslu HIV- veirunnar í valdatíð sinni og beitti sér fyrir því að umskurður fyrir karlmenn yrði í boði á öllum ríkissjúkrahúsum landsins. Eftir að millj- örðum hefur verið varið í áratuga rannsóknir vís- indamanna reynist þessi gamla og einfalda aðgerð ein áhrifaríkasta vörnin gegn útbreiðslu HIV í Afríku. Einn sjötti hluti smitaðra í S-Afríku Sýnt hefur verið fram á að við umskurð minnk- ar hættan á smiti hjá gagnkynhneigðum karl- mönnum um 60%. Smokkurinn er vissulega öruggasta vörnin en í samfélögum eins og í sunn- anverðri Afríku þar sem útbreiðslan er hvað mest meðal gagnkynhneigðra sem gjarnan eiga í fleiri en einu langtímasambandi í einu, hefur notkun smokksins ekki náð að ryðja sér til rúms. Í Suður- Afríku einni er talið að um 5,5 milljónir manna séu smitaðar af HIV-veirunni og er það rúmlega einn sjötti hluti allra smitaðra í heiminum. Umskurður hlaut viðurkenningu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) sem áhrifarík vörn gegn HIV árið 2007 og síðan hefur verið hvatt til aukningar slíkra aðgerða. Talið er að með auknum aðgerðum væri hægt að koma í veg fyrir 300.000 dauðsföll á næstu 10 árum og þrjár millj- ónir dauðsfalla á næstu 20 árum. „Hefðum við svona áhrifaríkt bóluefni værum við hoppandi kátir, 60% varnaráhrif er frábært. Þetta er ein áhrifaríkasta forvörnin sem við höf- um,“ segir Jeffrey Stringer, forstöðumaður mið- stöðvar smitsjúkdómarannsókna í Lusaka, höf- uðborg Sambíu, í viðtali við The Independent. Róttækar tillögur WHO Alnæmi er heimsfaraldur og er talið að 33 milljónir manna séu smitaðar af HIV-veirunni og að um 2,7 milljónir smitist árlega. Rúmlega 25 milljónir hafa látist af völdum alnæmis frá því að HIV-veiran greindist árið 1981 og hafa þrír fjórðu hlutar dauðsfallanna orðið í löndum Afr- íku sunnan Sahara. Hingað til hafa allar til- raunir til að þróa bóluefni gegn veirunni mistek- ist. Þrátt fyrir það hafa vísindamenn ekki gefið upp vonina og miklu fjármagni er enn varið í slíka vinnu. Á alþjóðlega alnæmisdeginum sem haldinn var í tuttugasta skipti þann 1. desember síðastliðinn lagði WHO til róttæka aðferð til að sporna við út- breiðslu HIV-veirunnar í þeim löndum þar sem hún er hvað skæðust. Áætlunin hefur mætt mikilli gagnrýni mannréttindasinna en hún felur í sér ár- legar blóðprufur allra íbúa á svæðum þar sem veiran breiðist hvað hraðast út eins og í Afr- íkulöndunum sunnan Sahara. Allir settir á alnæmislyf Það sem þykir róttækast við tillöguna er að þeir sem greinast með veiruna verða svo strax settir á alnæmislyf þrátt fyrir að líkamar þeirra hafi ekki enn þróað með sér alnæmi. Talsmenn tillögunnar innan WHO segja að slíkt átak gæti fækkað nýj- um smittilfellum gríðarlega. Þar sem alnæmislyf fækki HIV-veirum í líkamanum minnki jafnframt líkurnar á smiti. Slíkt átak yrði vissulega dýrt í framkvæmd þar sem lyfin eru dýr, það myndi þó skila sér þegar árangurinn byrjaði að koma í ljós. Gagnrýnendur segja að- ferðina mjög róttæka og að í henni felist lyfjameðferð í þágu almannaheilla frekar en í þágu sjúklinganna. Vissulega gæti meðferðin hjálpað HIV-smituðum en einn- ig væri hætta á að þeir fengju of mikið af lyfjum með tilheyrandi aukaverkunum. Reuters Veira leikur lausum hala Ekki hefur fundist bóluefni við HIV-veirunni og eftir áratuga rannsóknir eru forvarnir helsta vopnið gegn veiru sem hefur banað yfir 25 milljónum manna frá því hún greindist árið 1981 Minning Látinna alnæmissjúklinga minnst á Ind- landi en þar eru 2,5 milljónir HIV-smitaðar. Forvarnir Fólk í smokkabún- ingum dansar um götur Líma til að minna á mikilvægi smokka í baráttunni gegn alnæmi. Samkvæmt skýrslum SÞ og ESBhefur fjöldi þeirra sem grein- ast með HIV-veiruna árlega í Evr- ópu nærri því tvöfaldast frá því sem var árið 2000. Flestir þeirra sem greindust í Austur-Evrópu voru fíkniefnaneytendur. Í Mið- og vestanverðri Evrópu var að- alsmitleiðin með kynmökum gagn- kynhneigðra, smit meðal samkyn- hneigðra karlmanna jókst einnig. Árið 2007 greindust 48.892 með HIV-veiruna í 49 löndum Evrópu. „Vandinn sem flest lönd eiga við er að fjöldi þeirra sem eru smitaðir veit ekki af því,“ segir Zsuzsanna Jakab, framkvæmdastjóri Evrópu- miðstöðvar smitsjúkdóma. Flest ný smittilfelli greindust í Eistlandi, Úkraínu, Portúgal og Moldóvu á liðnu ári. Næst á eftir komu Lettland, Kasakstan, Úsbek- istan, Bretland, Hvíta-Rússland og Sviss. 8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Staðreyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.