Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 46
46 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá og skipið lagði landi frá. Hvað mundi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. (Davíð Stefánsson) Kær mágur minn, Tómas Karls- son, hefur lagt af stað í sína hinstu ferð. Ég vil þakka fyrir samfylgd til sjós og lands til margra ára. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Tómas Karlsson ✝ Tómas Karlssonfæddist á Stokks- eyri 20. nóvember 1923 Hann lést í Reykjavík 27. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Stokkseyr- arkirkju 6. desember. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Ég sendi börnum hans og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Víglundur Guðmundsson. Stokkseyri hefur um aldir verið ein af helstu brimveiðistöðvum hér á landi. Aðstaðan þar skóp afburða sjómenn sem urðu nafnkunnir út fyrir sitt byggðarlag. Þeir eru þekkt- ir frá Vopna-Teiti Gíslasyni á 16. öld til Jóns Sturlaugssonar á fyrri hluta 20. aldar. Nú er látinn einn af fær- ustu sjósóknurum Stokkseyringa á síðari hluta 20. aldar, Tómas Karls- son í Hafsteini á Stokkseyri. Tómas var fæddur í Hafsteini, sem stendur frammi við sjóvarnargarðinn, bjó þar ævilangt, var jafnan við húsið kenndur og varð nafnkunnur sem Tómas í Hafsteini. Féll það vel að ævistarfi hans sem unnið var á haf- inu. Sem unglingur 12 ára fór hann fyrst til sjóverka á Stokkseyri og hélt þeim starfa til elli. Hann aflaði sér réttinda til skipstjórnar á vélbát- um. Árið 1953 er Tómas var þrítugur lét hann ásamt meðeigendum smíða mb. Hólmstein í Danmörku og sigldu þeir honum út til Íslands. Var hann svo meðeigandi í tveimur öðrum bát- um með sama nafni sem tóku við hver af öðrum. Sótti hann sjó á þeim vetur og sumar frá Stokkseyri og var jafnan skipstjóri hluta ársins. Skips- höfnin var einvalalið og afli fádæma mikill miðað við stærð þessara báta því hinn síðasti og stærsti var aðeins rúm 50 tonn. Sjósókn Tómasar var farsæl ef frá er talið hörmulegt slys við Stokkseyrarhöfn árið 1970 en þar bjargaðist hann nauðuglega en þrír félagar hans fórust. Mun sá atburður seint úr minni líða þeim er þá voru komnir til vits og ára. Ég, sem þessar línur rita, þakka Tómasi órofa tryggð og vináttu sem aldrei bar skugga á. Áttum við sam- leið í sveitarstjórnarmálum og í Sjálfstæðisflokknum. Var fylgi hans við þann málstað traust eins og við hvað annað sem hann veitti stuðning sinn. Helstu persónueinkenni Tóm- asar voru að hann var skapfestumað- ur og karlmenni. Hann fékk það ævi- starf sem hann undi vel og var afburðamaður að færni og afköstum þar. Í einkalífi sínu var Tómas gæfu- maður. Hann kvæntist mikilhæfri konu sem reyndist honum traustur lífsförunautur og er nú látin fyrir fáum árum. Af fimm börnum þeirra lifa nú fjögur sem öll eru nýtir borg- arar. Skal hér eftirlifandi fjölskyldu Tómasar vottuð samúð. Andlát Tómasar bar brátt að og nokkuð óvænt þrátt fyrir háan aldur, 85 ár, en það er huggun að slíkur atorkumaður sem hann var þurfi ekki að verma körina. Um leið og hinum látna er þakkað allt sem hann var og vann er hann guði falinn. Helgi Ívarsson. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG EINARSDÓTTIR, Víghólastíg 14, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 15.00. Sveinbjörn Björnsson, Björn Már Sveinbjörnsson, Einar Örn Sveinbjörnsson, Guðrún Karlsdóttir, Hólmfríður Frostadóttir, Ísak Helgi Einarsson, Þorvaldur Bragason, Guðrún Jóhannsdóttir, Birna Þorvaldsdóttir, Bragi Þorvaldsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, SIGURÐUR MÁR A. SIGURGEIRSSON, Fannafold 115, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 8. desember kl. 13.00. Hlíf Kristófersdóttir, Sigurgeir Már Sigurðsson, Sæmunda Fjeldsted, Ólöf Vala Sigurðardóttir, Einar Örn Einarsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS ÞORVALDSSON, Gnúpi, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 2. desember. Jarðsungið verður frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík. Eiríkur Tómasson, Katrín Sigurðardóttir, Gunnar Tómasson, Rut Óskarsdóttir, Stefán Þorvaldur Tómasson, Erla Jóhannsdóttir, Gerður Sigríður Tómasdóttir, Jón Emil Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR FRÍMANNSSON, lést miðvikudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 12. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði, blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Mæðrastyrksnefnd, reikningsnúmer 101-26-35021, kt. 470269-1119. J. Kristín Óskarsdóttir, Örn Árnason, Karl S. Óskarsson, Ingibjörg Blöndal, Óskar Örn Arnarson, Guðbjörg Kr. Haraldsdóttir, Erna Ósk Arnardóttir, Sólrún María Arnardóttir, Finnur Þór Karlsson, Hólmfríður Karen Karlsdóttir, Arna Sigurlaug Óskarsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER JÓNSDÓTTIR, Gran Kanarí, áður til heimilis á Miklubraut 44, Reykjavík, lést á kvennadeild Landspítalans miðvikudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 15.00. María Guðmundsdóttir, Sigurður Hansen, Jón Guðmundsson, Helga Guðmundsdóttir, Marteinn Reynir Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Ástkær konan mín, móðir okkar, stjúpa, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Þórhólsgötu 1, Neskaupstað, lést föstudaginn 5. desember á Fjórðungssjúkarhúsinu í Neskaupstað. Útför auglýst síðar. Gísli Sævar Hafliðason, Jón Rafn Högnason, Hansína B. Einarsdóttr, Jóna Rebekka Högnadóttir, Þorgeir A. Þorgeirsson, Pétur Hafsteinn Högnason, Viviane Högnason, Katrín Sól Högnadóttir, Jón Hjörtur Jónsson, Kristján Tryggvi Högnason, Fjóla Karlsdóttir Waldorff, Margrét Högnadóttir, Ríkarð Ó. Snædal, Anna Sigurborg Högnadóttir, Michael Dahl Clausen, Sigríður Högna Högnadóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Elín Guðrún Jóhannsdóttir, Rósa Kristín Gísladóttir, Georg J. Júlíusson, Ólöf Anna Gísladóttir, Grétar Hallur Þórisson, Hafdís Hrund Gísladóttir, Pétur Húni Björnsson ömmubörn og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.