Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 47
Minningar 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Afi var góður og skemmtilegur, hann var alltaf að grínast og var mjög góður í fótbolta og golfi. Okkur fannst gaman að leika okkur með honum, fara út á róló, í sund og í bíó. Við eigum eftir að sakna afa mjög mikið. Við ætlum að vera dugleg að fara með bæn- irnar okkar og biðja fyrir afa og líka vera góð við ömmu. Við eigum fullt af myndum til af afa sem við ætlum að skoða og hafa nálægt okkur svo okkur líði betur. Við elskum þig alla leið upp til stjarnanna og aftur til baka, elsku afi. Afabörnin þín, Patrekur, Andrea og Karen. Elsku besti bróðir minn. Hér sit ég og reyni að koma hugsunum mínum á blað sem er svo erfitt því ótal minningar flæða fram þegar ég læt hugann reika um líf okkar saman. Þú varst stóri bróðir minn og mitt leiðarljós í líf- inu þegar við vorum börn. Það varst þú sem kenndir mér að reima skóna mína, þú kenndir mér líka stafrófið og passaðir mig ávallt þegar einhver var að stríða mér. Ég man þegar við báðum bænirnar okkar saman og líka þegar þú gættir mín á kvöldin þegar mamma var í vinnu og pabbi á sjónum. Í raun hefurðu verið til staðar fyrir mig alla tíð. Ég man líka þegar þú varst að spila á Framvellinum og ég fékk stolt að horfa á þig með strákun- um. Það var á þeim tíma sem þú byrjaðir að kalla mig Brynju „sys“ og ég kallaði þig Nonna „bró“. Það eru bara fallegar minningar í mínum huga um þig elsku besti bróðir. Ég hvíslaði að þér þegar þú varst sem veikastur uppi á spítala og gaf þér loforð um að hugsa vel um barnabörnin þín sem þú sást ekki sólina fyrir og við það stend ég. Ég sagði þér einnig að ég ætlaði að útskýra fyr- ir Patreki hvernig góður bróðir á að vera við systur sínar Andreu og Karenu og það geri ég með því að segja honum hversu góður bróðir þú hefur reynst mér. Það var svo bjart yfir öllu þegar þið Pálína fóruð saman til Dan- merkur í frí í júní í sumar. Þá gerðist það sem enginn gat séð fyrir, þú slasaðist og fimm dögum síðar kom í ljós að þú varst háls- brotinn. Þú áttir erfiðan tíma en við vorum viss um að þetta tæki enda og þú yrðir orðinn góður eft- ir tvo mánuði. Hinn 5. september kom reiðarslagið þegar rannsókn- ir sýndu að þú værir með krabba- mein sem búið væri að dreifa sér um allan líkamann. Þú hafðir aldr- ei kennt þér neins meins og þegar læknarnir spurðu þig hvort þú hefðir aldrei fundið fyrir neinu svaraðir þú: „Nei“ og hafðir ekki grun um að krabbameinið hafði verið að hreiðra um sig í langan tíma. Elsku Nonni, þú varst svo ákveðinn í að sigrast á þessum sjúkdómi, en þegar þú fékkst að vita að líf þitt yrði ekki lengra en örfáir mánuðir til viðbótar þá var það þín helsta ósk að fá tækifæri til að eyða jólunum með barna- börnunum og fjölskyldu þinni. Því miður fékkstu ekki þann tíma. Ég var svo stolt af þér en á sama tíma fann ég svo til með þér því þú varst alltaf með rænu og gast leiðbeint okkur með augunum. Fimmtán mínútum áður en þú lést Jón Nordquist ✝ Jón Nordquistfæddist í Reykja- vík 20. apríl 1950. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans við Hringbraut 27. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 5. desember. sagðir þú við Pálínu og Ásgeir: „Sjáið“, „sjáið“ og horfðir upp til himna. Við vitum ekki hvað þú sást en erum sann- færð um að þú hafir séð ljós sem vísar þér veginn til þess staðar sem við getum öll sameinast á síðar. Ég sá þig taka síð- asta andardráttinn elsku bróðir minn og því gleymi ég aldrei. Ég var lánsöm að eignast bróður eins og þig og þú færðir mér einnig þína yndislegu fjölskyldu sem hefur verið svo stór hluti af lífi mínu og minnar fjölskyldu. Ég kveð þig núna elsku einasti Nonni „bró“ og veit að pabbi tek- ur vel á móti þér ásamt öllum hin- um englunum sem við þekktum og elskuðum. Þín einasta, Brynja „sys“. Meira: www.mbl.is/minningar Kæri Nonni. Á sama tíma og heilt samfélag hefur háð baráttu gegn hruni á fjármálakerfi landsins barðist þú fyrir því að fá að lifa örlítið leng- ur. Þínar óskir síðustu dagana fyrir andlátið voru aðeins þær að fá að deila jólunum með fjölskyldu þinni og horfa á barnabörnin þín þessi síðustu jól sem þú áttir ólif- uð. Því miður rættist sú ósk ekki, kæri vinur, en þessi jól og allar aðrar samverustundir fjölskyld- unnar verða tileinkaðar þér. Þú hefur haft þann sérstaka eigin- leika að taka öllu með stóískri ró og láta helst ekkert raska jafn- vægi þínu. Þessi eiginleiki þinn smitaði út frá sér og öllum leið vel í nærveru þinni. Þú miðlaðir til barnanna þinna og síðar barna- barnanna góðum gildum sem eiga eftir að lifa með þeim um ókomna tíð. Þú sýndir þeim mikla ást og hlýju og svo hafðir þú ómældan skammt af kímnigáfu og gast fengið alla til að hlæja, jafnvel á erfiðum stundum. Ég er lánsamur að hafa fengið að kynnast þér, Pálínu, börnunum ykkar og barnabörnum. Þið hafið fært gleði og vináttu inn í líf okk- ar og þegar á bjátar í lífinu mun ég hugsa til þín. Þú hefur sýnt okkur að það sem skiptir mestu máli í lífinu er manngæska, hlýja og umhyggja fyrir öðrum. Þannig lifðir þú og það eigum við hin sem eftir lifum að tileinka okkur til þess að heiðra minningu þína. Þórhallur. Elsku Nonni, það tekur mig sárt að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Finnst aðeins vera augna- blik síðan þú gekkst hér inn um dyrnar á Nýlendugötunni glaður í bragði og fullfrískur. Það geislaði alltaf svo mikil góðvild og gleði frá þér, alltaf stutt í hláturinn og húmorinn. Meira að segja daginn áður en þú kvaddir okkur var stutt í spaugið hjá þér. Þú varst ákaflega glaðlynd og blíð mann- eskja og ég er heppin að hafa kynnst þér. Ég man hvað mig langaði alltaf að gera eitthvað eða gefa þér eitt- hvað þegar þú lást á spítalanum, en það var einhvern veginn ekkert sem mér datt í hug. En þegar þú varst sem veikastur þá baðstu mig að syngja fyrir þig, mér fannst það fullkomin leið til að gleðja þig og gefa þér styrk á þessum erfiða tíma sem þú áttir. Þetta var falleg stund inni á herberginu þínu, allir þínir nánustu voru þarna saman- komnir til að vera með þér. Ég söng Hvítir mávar og Sofðu unga ástin mín fyrir þig, og virtist þér líka vel og klappaðir meira að segja. Ég fann fyrir nærveru svo margra annarra á þessari stundu. Pabbi þinn var þarna og svo allir þeir sem ætluðu að taka á móti þér hinum megin. Þegar ég söng fyrir þig í kistulagningunni vissi ég að þú stóðst þarna við hlið Pál- ínu og naust þess að hlusta. Þótt þetta hafi verið sorgarstund þá fann ég hlýju í hjarta við að syngja þetta til þín því ég vissi að þú varst þarna með okkur að hlusta. Elsku Nonni, það er svo sárt að þurfa að kveðja, vertu sæll þangað til næst þegar við hittumst öll og skálum í kampavíni í himnaríki. Þín frænka, Gunnur Þórhalls Eriksdóttir. Okkar kæri vinur Jón Nor- dquist er látinn langt um aldur fram. Við kynntumst Nonna og Pálu gegnum sameiginlega vini um það leyti sem þau voru að hefja líf sitt saman og höfum við síðan haldið vinskap við þau heiðurshjón. Við minnumst Nonna sem góðs fjöl- skylduföður, ferða- og íþrótta- félaga og samkvæmisvinar. Okkur er minnisstæð glettni hans og já- kvæðni svo og hans fjölmörgu áhugamál, en þar var fjölskyldan ætíð í fyrsta sæti. Oft komum við á heimili þeirra hjóna, ekki síst hér áður fyrr þeg- ar heimsóknir voru algengari, og áttum með þeim góðar stundir. Nonni var talsvert ríkur af hljóm- list, sem gaman var að njóta með þeim. Og svo var skipst á mat- arboðum eins og gengur, en Nonni var listagrillari. Alloft fór- um við saman í styttri og lengri ferðalög bæði innanlands og er- lendis. Allra þessara stunda minn- umst við með þakklæti og mikill verður treginn næst þegar sam- eiginlegir vinir hittast. Nonna er sárt saknað af hnit- félögunum sem hist hafa tvisvar í viku í fjölmörg ár og stundað íþróttina af elju. Hugur okkar er nú hjá Pálu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum, sem alltof stutt fengu að njóta samvista við Nonna. Við vottum Höllu, Brynju og öðrum í fjölskyldu þeirra hjóna okkar hug- heilustu samúð. Sveinn og Kolbrún. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt. Elsku Pálína og fjölskylda, megi minningin um Jón vera með okkur um ókomin ár. Emmy og Guðjón. Elsku vinurinn Jón, ég átti ekki von á því að þú kveddir okkur svona fljótt. Ég vonaði að við gætum átt góðar stundir nú í desember. Gætum farið á okkar mánudög- um og hitt bræður okkar. Það er sérkennilegt til þess að vita að heimili okkar voru aðeins í 150 m fjarlægð. Samt hittumst við ekkert oftar. Áhugi þinn á mánu- dögunum hafði verið að aukast undanfarið. Það er ég ánægður með vegna þess hversu fölskva- laust það var hjá þér. Verð að segja það um þig að traustari og þagmælskari manni hef ég ekki áður kynnst á lífsleið- inni hægt var að segja hvað sem var án þess að það færi lengra. Það er gott að geta treyst fólki, það boðar gott og er gott far- arnesti fyrir eftirlifendur. Nú gengur þú í austurátt og ég bið hinn hæsta að taka á móti þér þar. Elsku Pála og þín fjölskylda öll, ég bið ykkur guðsblessunar, vitandi það að hreinar sálir eiga gott athvarf. Þorsteinn Hermannsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, KRISTINN ÓSKARSSON fyrrverandi lögreglumaður, Hæðargarði 35, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Ágústa Jónsdóttir, Óskar Kristinsson, Jarþrúður Williams, Anna K. Östmark, Gunnar Östmark, Eyrún Kristinsdóttir, Haraldur A. Haraldsson, Jón Gnarr, Jóhanna Jóhannsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Guðrún Óskarsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN BJÖRNSSON flugvirki, Hörðukór 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 29. nóvember. Útförin verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 13.00. Sigþrúður Zóphóníasdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Axel Hallkell Jóhannesson, Leifur Björn Björnsson, Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Oddný Anna Björnsdóttir, Pálmi Einarsson, Hlynur Ómar Björnsson, Elísa Davíðsdóttir, Lára Björg Björnsdóttir og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ODDUR GUNNARSSON bóndi, Dagverðareyri við Eyjafjörð, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 30. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 13.30. Gígja Snædal, Fríða Oddsdóttir, Indriði Þröstur Gunnlaugsson, Rannveig Oddsdóttir, Svanlaugur Jónasson, Jóhanna María Oddsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Birkir Baldvinsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR JÓNASSON húsasmíðameistari, Mánabraut 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 13.00. Sigrún Eliseusdóttir, Ellert Ingi Harðarson, Oddný Jóna Þorsteinsdóttir, Jónas Freyr Harðarson, Anna Soffía Reynisdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURSTEINN HEIÐAR JÓNSSON múrari, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 8. desember kl. 15.00. Ágústína Berg Þorsteinsdóttir, Heiðdís Sigursteinsdóttir, Vilhjálmur Þórðarson, Hafdís Sigursteinsdóttir, Jón Tryggvi Kristjánsson, Snorri Hallgrímsson, afa- og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.