Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 52
52 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Sudoku Frumstig 5 9 1 2 6 4 7 3 8 2 4 6 3 7 1 2 9 8 7 9 4 2 2 5 1 7 3 8 6 1 7 4 9 2 1 4 1 9 2 9 3 3 4 7 1 2 9 8 3 6 2 7 9 6 8 8 4 5 9 4 1 6 9 3 7 6 9 8 3 2 2 9 4 1 8 6 4 3 4 3 5 9 6 3 2 4 8 8 2 5 9 5 5 7 6 9 7 8 1 6 3 5 9 2 4 3 5 9 2 4 8 7 1 6 4 2 6 1 7 9 3 8 5 9 4 5 7 2 3 1 6 8 2 7 8 9 1 6 5 4 3 6 1 3 8 5 4 2 9 7 8 6 7 3 9 2 4 5 1 5 3 2 4 8 1 6 7 9 1 9 4 5 6 7 8 3 2 4 8 7 1 6 2 5 9 3 1 2 3 9 8 5 6 7 4 5 9 6 7 3 4 1 8 2 8 1 2 4 7 9 3 6 5 3 6 4 5 1 8 7 2 9 9 7 5 3 2 6 4 1 8 6 3 9 8 5 7 2 4 1 2 4 1 6 9 3 8 5 7 7 5 8 2 4 1 9 3 6 3 2 4 6 5 7 1 8 9 8 7 6 1 2 9 4 3 5 1 5 9 4 8 3 2 6 7 7 4 5 2 6 1 8 9 3 9 6 3 8 7 4 5 1 2 2 8 1 3 9 5 6 7 4 5 3 2 7 1 8 9 4 6 6 1 7 9 4 2 3 5 8 4 9 8 5 3 6 7 2 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Í dag er sunnudagur 7. desember, 342. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Víkverji er ekki mjög tæknisinn-aður og á ólíkt mörgum nútíma- mönnum ekki elskurík samskipti við vélar. Um daginn keypti Víkverji sér samloku í sjálfsala og borgaði með korti. Sjálfsalinn heilsaði Víkverja kumpánlega. Það fannst Víkverja af- ar óhuggulegt enda er hann ekki kominn á þann stað í tilverunni að hann vilji rabba við sjálfsala. Vík- verji hefur reyndar aldrei verið sér- lega gefinn fyrir að tala við ókunnuga og ákvað umsvifalaust að slíta frekari samskiptum við þennan málglaða sjálfsala. Víkverji útilokar hins vegar ekki að talandi sjálfsali geti verið ákveðin andleg heilsubót fyrir einmana sálir sem vilja helst af öllu heyra raddir. x x x Víkverji er ekki tímaritamaður enkaupir þó Sunday Times í hverri viku vegna veglegs og skemmtilegs menningarrits sem því blaði fylgir. Víkverji les reyndar eitt íslenskt tímarit öðrum fremur. Það er ekki Séð og heyrt þótt Víkverji gluggi vissulega í það þegar það verður á vegi hans. Uppáhalds- tímarit Víkverja, íslenskt, er Gest- gjafinn. Þar er allt fullt af girnileg- um uppskriftum og litríkum myndum af mat sem biður um að vera borðaður. Veitingahúsarýni er svo á sínum stað. Verulega gott blað sem kemur að meira gagni en flest önnur tímarit. x x x Víkverji las sér til óblandinnaránægju um daginn að Séð og heyrt hefði rekið völvu sína þar sem hún reyndist ekki sannspá um tíð- indi ársins 2008. Þetta finnst Vík- verja gott framtak. Spámenn verða að taka ábyrgð á orðum sínum eins og annað fólk. Völva er ráðin til starfa til að segja rétt frá en á ekki að fá kaup fyrir að giska. Víkverji bíður því spenntur eftir spádómi næstu völvu Séð og heyrt og sömu- leiðis því hvort hún muni halda vinnunni. Víkverji telur reyndar litl- ar líkur á að hún verði langlíf í starfi því spádómar í íslenskum blöðum hafa nær ætíð reynst vera óttalegt bull. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 gerðarleg, 8 reikar, 9 pésa, 10 starf, 11 froða, 13 tómar, 15 lítils skips, 18 klöpp, 21 frostskemmd, 22 pjatla, 23 ávinnur sér, 24 bund- in eiði. Lóðrétt | 2 gretta, 3 skepnan, 4 rás, 5 kven- kynfruman, 6 farandk- villi, 7 hæðir, 12 ótta, 14 reyfi, 15 gleði, 16 gæs- arsteggur, 17 virki, 18 ferma, 19 styrkti, 20 fæða. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hamra, 4 hamli, 7 lifur, 8 lokki, 9 sút, 11 aumt, 13 frán, 14 örlar, 15 hníf, 17 úrar, 20 smá, 22 létta, 23 metum, 24 róast, 25 nárar. Lóðrétt: 1 halla, 2 máfum, 3 aurs, 4 holt, 5 mokar, 6 ið- inn, 10 útlim, 12 töf, 13 frú, 15 halur, 16 ístra, 18 ritur, 19 rómar, 20 satt, 21 áman. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. d4 b6 4. Rc3 Bb4 5. Bg5 Bb7 6. Rd2 h6 7. Bh4 c5 8. d5 Bxc3 9. bxc3 d6 10. e4 e5 11. Bd3 Rbd7 12. Rf1 g5 13. Bg3 Rf8 14. h4 g4 15. h5 R8h7 16. Bh4 Hg8 17. Rg3 Bc8 18. Bc2 Rg5 19. Ba4+ Kf8 20. Dd3 Hb8 21. Bc6 Hg7 22. O-O Dc7 23. Kh1 Rg8 24. Ba4 Rf6 25. Hab1 Rg8 26. Hb2 Rf6 27. De3 Rg8 28. Bd1 Bd7 29. f4 gxf3 30. gxf3 Rh3 31. Re2 He8 32. f4 Bg4 33. fxe5 Hxe5 34. Bg3 Hxh5 35. Bh2 Re7 36. Rg3 Hh4 37. Bxg4 Hgxg4 38. Hf6 Kg7 39. e5 dxe5 40. d6 Dc6+ 41. Df3 Rg5 42. dxe7 Rxf3 43. Hxc6 Hxg3 44. Hg2 Staðan kom upp í opnum flokki á Ól- ympíuskákmótinuí Þýskalandi. Finnski alþjóðlegi meistarinn Tapani Sam- malvuo (2463) hafði svart gegn norska stórmeistaranum Simen Agdestein (2588). 44… Hxh2+! og hvítur gafst upp enda mát eftir 45. Hxh2 Hg1#. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hugsandi makker. Norður ♠ÁK7 ♥843 ♦G42 ♣K1097 Vestur Austur ♠DG1085432 ♠96 ♥G7 ♥96 ♦5 ♦K107 ♣D4 ♣G86532 Suður ♠– ♥ÁKD1052 ♦ÁD9863 ♣Á Suður spilar 4G. Venjulega þykir gott að spila við makker sem hugsar sjálfstætt. En öllu má ofgera. Það er til dæmis ekki lík- legt til vinsælda að passa kröfusagnir. Spilið að ofan kom upp í sveita- keppni á haustleikum Bandaríkja- manna. Vestur vakti á 4♠ á báðum borðum og öðrum megin keyrði suður strax í slemmu með 5♠. Norður sagði 6♣, sem suður breytti í 6♦ til að sýna rauðu litina. Og þar eð keppnisformið var hvert-spil-leikur þá færði norður í hálitinn, sagði 6♥ og tók þar 12 slagi. Góður árangur, sem þó virðist ekki erfitt að jafna. En sjáum til. Á hinu borðinu valdi suður að segja 4G við 4♠ til að sýna þannig tvo liti. Hugmyndin var svo að reyna við alslemmu síðar með 5♠, en að því kom aldrei. Norður sá á sínum spilum að makker átti rauðu litina og passaði (?!) út á ♠Á-K. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft ekki að hafa neitt sam- viskubit yfir því þótt þú viljir ekki segja vinum og vandamönnum allt sem þér liggur á hjarta. (20. apríl - 20. maí)  Naut Einhver vandræði koma upp í samskiptum þínum við aðra þannig að þú þarft að leita þér að bandamanni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Tvíburinn vill halda hlutunum opnum, því í hans huga er ofskipulag þvingað og stíft. Reyndu að missa ekki stjórn á þér. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vegna hvatningar vinar muntu standa á þinni sannfæringu í dag. Hug- ur þinn er tvískiptur milli þess að leysa ráðgátur og einbeita sér að því sem hann á að fást við. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Notaðu daginn til þess að stjana við sjálfan þig og láttu allar áhyggjur lönd og leið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Meyjan þarf að venja sig af ein- hverju sem hún lærði fyrir löngu. Býr eitthvað að baki? Líklega er heimurinn að bregðast við segulmögnun þinni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það má margt læra af sam- ferðamönnum sínum hvort sem þeir standa manni nær eða fjær. Ekki taka áhættu til þess eins að græða. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú getur uppgötvað spenn- andi leyndarmál með aðstoð vinar þíns. Ráðfærðu þig við þá sem næst þér standa. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Leiðtoga- og stjórnunarhæfi- leikar þínir eru með mesta móti. Hugs- un þín er skynsöm, raunsæ, íhaldssöm og rökföst. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Settu þína eigin heilsu ofar öllu öðru því að öðrum kosti áttu margt á hættu sem erfitt getur verið að finna lausn á. Fólk tekur alls staðar eftir þér, hver sem ástæðan er. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér hættir til að leita langt yfir skammt og það á við núna í því máli sem þú þarft aðallega að fást við. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Góðu stundirnar á maður að geyma og gleðjast yfir þeim í góðu tómi. Hafðu umfram allt stjórn á skapi þínu. Stjörnuspá 7. desember 1879 Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn, 68 ára. Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879. 7. desember 1936 Síld féll úr lofti í Bjarneyjum á Breiðafirði, sennilega af völd- um skýstróks. 7. desember 1970 Íslensk kona fékk nýra úr bróður sínum. Skurðaðgerðin var gerð í London. „Þetta mun vera í fyrsta skipti sem nýrna- flutningur er gerður á Íslend- ingum,“ sagði Morgunblaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Jón Þór- arinsson, Kambahrauni 34, Hveragerði er sextugur í dag, sunnudaginn 7. desember. Hann dvelur í faðmi fjölskyldunnar á afmælisdaginn. 60 ára Vinkonurnar Anna Arnarsdóttir, Anna Björk Björgvinsdóttir, Alma Björg Þorsteinsdóttir og Ásgerður Erla Haraldsdóttir héldu tombólu við Glæsibæ og söfnuðu 2.682 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. Hlutavelta „ÉG GERI mjög lítið úr þessum degi. En auðvitað fagna ég hverjum afmælisdegi, því ef ég gerði það ekki þá væri ég ekki hér,“ segir Þórður Eggert Viðarsson flugumferðarstjóri, sem fagnar 45 ára afmæli sínu í dag. Aðspurður segist Þórður ekki ætla að gera neitt sérstakt í tilefni dagsins, enda sé hann afskaplega lítið afmælisbarn. Tekur hann fram að dagurinn fari sennilega mestmegnis í ferðalög því hann þurfi að fara fram og til baka til Akureyrar frá Reykjavík. Aðspurður segist hann ekki útiloka að hann fái kannski eitthvað aðeins veglegra með kaffinu en venjulega hjá fjölskyldu sinni fyrir norðan á sjálfan afmæl- isdaginn. Spurður um eftirminnilegasta afmælið nefnir Þórður mikinn gleði- dag fyrir nokkrum árum þegar vinnufélagar hans slógu saman af- mælisfagnaði og hátíðahöldum vegna fullveldisdagsins 1. desember. Einnig nefnir hann fertugsafmæli sitt, en þá hafi hist þannig á að hann hafi verið staddur erlendis vinnu sinnar vegna, og tekur fram að sér hafi líkað það ágætlega enda hafi dagurinn þá verið mjög rólegur. silja@mbl.is Þórður Eggert Viðarsson 45 ára Dagurinn fer í ferðalög Nýirborgarar Kalifornía Rebekka Eydís fæddist 22. ágúst kl. 12.44. Hún vó 3.664 g og var 51 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Hrönn Stef- ánsdóttir og Árni Þór Ingimundarson. Reykjavík Viktor Freyr fæddist 31. júlí kl. 6.05. Hann vó 2.965 g og var 51 cm á lengd. Foreldrar hans eru Sonja Ósk Júl- íusdóttir og Ómar Örn Ómarsson. Reykjavík Sigurður Kar- vel fæddist 22. október kl. 18.30. Hann vó 3.670 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Sig- ríður Þórdís og Fannar Karvel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.