Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is Tækifæri fyrir fjárfesta Til sölu 290 fm eign með sérinngangi, vel staðsett í Reykjavík. Þar eru nú nýlega innréttuð 10 góð herbergi með aðgengi að sameiginlegu eldhúsi, salernum og sturtum. Mjög góðir tekjumöguleikar af útleigu. Sanngjarnt verð. Ýmis skipti möguleg, t.d. á iðnaðar- eða atvinnuhúsnæði. Upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 893 2495 eða á skrifstofu Eignaumboðsins. Sími 580 4600 Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali www.eignir.is Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibilyogskip.is Sími 551 7270, 696 0646 og 893 3985 NÝTT Aðstoðum byggingaraðila við fjármögnun framkvæmda. Erum að opna nýjan markað fyrir fasteignir til erlendra fjárfesta. FULLBYGGÐAR OG Á BYGGINGARSTIGI: Blokkir, einbýlishús, rað- og parhús, atvinnuhúsnæði, sumarhús og jarðir. Einnig lóðir og byggingasvæði. Borgartún • 105 Reykjavík • www.fjarfesting.is • fjarfesting@fjarfesting.is Til Leigu Nýjar fullbúnar íbúðir á besta stað á höfuðborgarsvæðinu. Ýmsar gerðir í boði. Vandaðar íbúðir á sanngjörnu leiguverði. Nánari upplýsingar í síma 693-7304 og 896-8750. Sundagarðar 2 – Til leigu Til leigu 2. og 3. hæðin ásamt 250 fm húsnæði á jarðhæð í þessu glæsilega vel innréttaða húsi. Hvor hæð 500 fm. Mötuneyti á efstu hæð fyrir starfsfólk. Næg bílastæði. Leigist saman eða hver hæð fyrir sig. Til afhendingar strax. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. - Fasteignafélag Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 – karl@kirkjuhvoll.com MIKIL umræða hefur að undanförnu verið um samspil efnahags- og um- hverfismála. Þær skoðanir hafa komið fram að óþarfi sé að íþyngja fram- kvæmdum með mati á umhverfisáhrifum og gera eigi minni kröfur um nátt- úrufarsrannsóknir. Ég tel hins vegar að nú sé tækifæri til að horfa fram á veginn og vinna okk- ur í haginn fyrir framtíðina og efla náttúrufarsrannsóknir með skynsamlega nýtingu nátt- úruauðlinda og náttúruvernd að leiðarljósi. Aðild Íslands að Evrópusam- bandinu hefur mikið verið til um- ræðu, aðallega vegna efnahags- mála. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1993 en samningurinn nær einnig til ým- issa umhverfismála en þó ekki til almennrar náttúruverndar. Ísland hefur samþykkt marga alþjóða- samninga um náttúruvernd, s.s. Ríósamninginn um vernd líffræði- legrar fjölbreytni og Ramsarsamn- inginn um vernd votlendis. Bern- arsamningurinn um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu er sjaldnar nefndur. Samningurinn er m.a. grunnur að náttúruverndarlöggjöf aðildarríkj- anna og ræður miklu um hvernig staðið er að því að skrá, flokka, meta og vakta náttúruna. Fastanefnd Bernarsamningsins ákvað 1989 að hvert land skyldi velja svæði sem ástæða væri til að vernda. Ákvörðunin leiddi til þess að Evrópusambandið samþykkti tilskipun um vernd náttúrulegra vistgerða/búsvæða og vernd villtra plöntu- og dýrategunda, oft kallað „Habitat directive“ (Council Direc- tive 92/43/EEC/1992). Tilskipunin varð til þess að myndað var net verndarsvæða, Natura 2000, sem byggir á tilskipuninni og svokall- aðri fuglatilskipun frá árinu 1979. Svæði eru vernduð samkvæmt ákveðnu kerfi og viðmiðum og gerðar kröfur um lagalega vernd og umsjón svæðanna. Þau eru grunnur að vernd og viðgangi ein- stakra tegunda dýra og plantna og vistgerða. Þannig eru t.d. ákveð- inni fuglategund tryggð vernduð varpsvæði jafnt sem fæðusvæði á farleiðum eða uppeld- isstöðum. Aðildarríki Bern- arsamningsins, sem ekki eru öll aðilar að Evrópusambandinu, ákváðu að koma upp sambærilegu neti verndarsvæða utan landa ESB, kallað Emerald Network eða „Græni gimsteinninn“. Öll ríki innan Evrópu nota nú svipað kerfi í náttúruvernd og upp- fylla um leið sambærilegar skuld- bindingar varðandi Ríósamninginn um líffræðilega fjölbreytni. Að- ferðafræðin var tekin upp í íslensk náttúruverndarlög árið 1999 og er m.a. notuð í Náttúruvernd- aráætlun. Vistgerð (e. habitat type) er landeining sem hefur ákveðna eig- inleika hvað varðar loftslag, berg- grunn, jarðveg, gróður og dýralíf og er notuð til að flokka náttúru Íslands. Innan sömu vistgerðar þrífast svipuð samfélög plantna og dýra þótt langt geti verið á milli svæða með sömu vistgerð. Hug- myndafræðin nær aftur til 1980 og er þróuð í Evrópu og víðar og á sér rætur í vistfræði og nátt- úruvernd. Náttúrufræðistofnun Ís- lands hóf vistgerðaflokkun árið 1999. Aðeins hefur tekist, sökum fjárskorts, að skilgreina og flokka vistgerðir á miðhálendinu. Mik- ilvægt er að ljúka sambærilegri vinnu á láglendi sem fyrst, helst fyrir árið 2015, sbr. stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um líffræðilega fjölbreytni. Vistgerðaflokkun er nauðsynleg til að umhverfislöggjöf nái markmiðum sínum. Vistgerð- arkort af öllu landinu myndu skapa grunn fyrir vöktun íslenskr- ar náttúru, skynsamlega land- notkun, sjálfbæra nýtingu auðlinda og verndun lífríkis og jarðminja og draga úr kostnaði þjóðfélagsins af framkvæmd laga um umhverf- ismál. Á Umhverfisþingi 2007 tók umhverfisráðherra fram í opn- unarræðu að unnið væri að þátt- töku Íslands í hinu evrópska neti verndarsvæða sem nefnt er Græni gimsteinninn, Emerald Network, og að stefnt væri að tilnefningu Emerald-svæða á Íslandi. Þessi vinna er hafin hjá Náttúru- fræðisstofnun og mun Ísland til- nefna svæði á næsta ári. Ákvarð- anir um náttúruvernd og nýtingu auðlinda verða að byggja á góðum grunnupplýsingum um náttúrufar, á rannsóknum og vöktun. Nota þarf sömu aðferðafræði og annars staðar vegna samanburðar innan- lands og utan. Vistgerðaflokkun, Emerald Network, og válistar Náttúrufræðistofnunar Íslands um tegundir dýra og plantna í útrým- ingarhættu eru gott dæmi um þetta. Vistgerðaflokkun ætti t.d. að vera einn grunnflokkur í skipu- lagsáætlunum, ekki síst ef lands- skipulag verður að veruleika. Til stendur að innleiða Vatnatilskipun ESB. Þar er landinu skipt upp í vatnasvið/umdæmi. Þó vatn og vatnalífríki spili þar aðalhlutverk verður að þekkja vel þau vistkerfi og vistgerðir sem er að finna á hverju vatnasviði til að meta víxl- verkun vatns og vistkerfa. Rammaáætlun um orkunýtingu og vernd mun ekki ná tilætluðum ár- angri án góðra náttúrufarsupplýs- inga. Ef spár um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra reynast réttar get- ur þekking á vistgerðum verið af- gerandi til að meta breytingar og auðvelda aðlögun að þeim og til að vernda tegundir og búsvæði. Gangi Ísland í Evrópusambandið er gerð vistgerðakorta og kerfisbundin uppbygging á neti verndarsvæða skylda sem við eigum að uppfylla. Þrátt fyrir bága efnahagsstöðu verður að tryggja að nýting nátt- úruauðlinda sé sjálfbær. Það verð- ur ekki gert án góðrar grunnþekk- ingar á náttúrufari Íslands. Trausti Baldursson skrifar um samspil efnahags- og umhverfismála »… að nú sé tækifæri til að horfa fram á veginn og vinna okkur í haginn fyrir framtíðina og efla náttúrufars- rannsóknir … Trausti Baldursson Höfundur er líffræðingur og starfar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Náttúruvernd og Evrópu- sambandið – Emerald Network, net verndarsvæða @
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.