Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 24
24 Veðurfræði MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Eftir Pál Bergþórsson S kýrslur um hagvöxt á Ís- landi benda til þess að fram að þessu hafi fjár- málakreppur ekki valdið hér miklum usla. Miklu fremur og oftar sýnist það vera loftslagið, nánar tiltekið lofthiti mældur í Stykkishólmi, sem stjórn- ar kreppum í afkomu landsmanna. Við það bætist misjafnlega heppnuð fiskveiðistjórn. Svokallaður hagvöxtur hefur verið reiknaður á Íslandi allt frá 1870. Hagvöxtinn fyrstu 75 árin rann- sakaði Guðmundur Jónsson prófess- or, en Hagstofa Íslands frá 1945. Nánar tiltekið er það verg (brúttó) landsframleiðsla á mann sem er mælikvarðinn, framleiðsla sem eykst með mjög vaxandi til- kostnaði á seinni hluta tímabilsins. Þar með telst líka framleiðsla út- lendinga þó að hún skili ekki arð- inum innan lands, svo sem af áli. Í svokallaðri þjóðarframleiðslu mundu slíkir þættir hins vegar ekki reiknast með. Spurning er hvort þjóðarframleiðslan gæfi raunhæfari hugmynd en landsframleiðsla. Á línuritinu sem hér fylgir er sýnd verga lands- framleiðslan á mann. Helsta fjármálakreppan í heiminum hófst rétt fyrir 1930, og talað hefur verið um að hennar hafi gætt hér á landi allan fjórða áratuginn. En á línuritinu sést hún ekki á Íslandi. Þvert á móti er þá meira hagvaxt- arskeið en áður hafði reiknast. Það neikvæðasta á því tímabili var kannski misréttið sem atvinnuleys- ingjar voru beittir og hinir betur settu bættu þeim ekki nógu vel. Hvað er það sem veldur þessari niðurstöðu um hagvöxtinn í fyrri heimskreppunni? Og hvað er það þá annað en alþjóðleg áhrif sem veldur því að hagvöxturinn á Íslandi hefur stöðvast nokkrum sinnum síðan, þó að hann hafi jafnvel verið hraður lengi á undan og eftir? Á myndinni er sýnt annað línurit, yfir loftslagið í Stykkishólmi. Það er táknað með útjöfnuðum lofthita í Stykkishólmi milli ára, nánar tiltekið sem vegið meðaltal liðinna ára hverju sinni. Í þeim útreikningi reyndist henta best að vægi árshitans minnk- aði um 10 prósent með hverju ári aft- ur í tímann. Undanfarandi hiti skiptir máli Ef framleiðslan nýtur lofthitans, mun þess nefnilega ekki aðeins gæta vegna hita yfirstandandi árs, heldur skiptir loftslag undanfarandi ára líka máli, þó líklega mest þeirra síðustu. Eftir því er þessi útjöfnun fundin, svokölluð veldisjöfnun (exponential smoothing). Fyrstu 70 árin, 1870-1940, hverfa línuritin yfir hagvöxtinn og lofthit- ann svo að segja hvort inn í annað, svo náin er þá fylgni þessara þátta. Þessa 7 áratugi reiknast fylgnin 0,95, og er marktæk upp á 99%. Til dæmis verður hagvöxtur nei- kvæður skömmu fyrir 1920 samtímis köldum árum, en kunnust frá þeim tíma eru hörkufrostin 1918. Hlýn- unin mikla á þriðja og fjórða ára- tugnum fellur saman við aukningu framleiðslunnar. Eitthvað líkt þessu hefur sam- hengi framleiðslu og lofthita senni- lega verið mikinn hluta Íslandssög- unnar, áður en tæknin tók völdin. Í heimsstyrjöldinni síðari verða mikil umskipti. Ýmislegt annað en ylurinn í náttúrunni fer að auki að hafa sívaxandi áhrif á framleiðsluna, fyrst rífandi atvinna í hernáminu til viðbótar þeim störfum sem fyrir voru, mikil fisksala til Bretlands á Páll Bergþórsson                             !"#$                                  %  &   '      !"#$  %  !&'()* ‘‘ÞAÐ KOMA NOKKURTÍMABIL ÞEGAR HAG-VÖXTURINN STÖÐVASTEÐA VERÐUR NEIKVÆÐ- UR. OG VITI MENN: EIN- MITT Á SÖMU ÁRUM ER OFTAST KALT Í VEÐRI. Af loftslagi og kreppum Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is Barack Obama þarf ekki aðkvarta yfir viðtökum fólksvíða um heim. Svokölluð„Obama-manía“ hefur grip- ið hið ólíklegasta fólk og sýnir stund- um hinar skondnustu hliðar. Íbúar bæjarins Olema í Kaliforníu komust í fréttirnar skömmu fyrir for- setakosningarnar þar í landi. Þá hafði nafn bæjarins allt í einu breyst. Á skilti við aðalgötuna stóð Obama, en ekki Olema. Sumir voru hrifnir, aðrir höfðu engan húmor fyrir uppátækinu. Sökudólgurinn var auðfundinn. Kelly Emery rekur lítið gistiheimili í bæn- um og henni fannst kjörið að sýna stuðning sinn við Barack Obama með þessum hætti. Hún hafði því málað nýtt skilti og skellt því upp í skjóli nætur. Olema nær því varla að heita bær. Þarna búa aðeins 55 hræður og bær- inn vart annað en nokkur hús sín hvorum megin við þjóðveginn. Ríf- lega 80% íbúa á kosningaaldri munu vera demókratar, svo vart hefur skilt- ið pirrað nema þann fimmtung sem út af stóð. „Þetta er listræn tjáning,“ sagði gistihúseigandinn við fjölmiðla um nýja skiltið og var aldeilis ekki á því að fjarlægja það. „Mér fannst bara sniðugt að gera skilti sem myndi fá fólk til að stalda aðeins við.“ Og kannski kjósa gistiheimilið hennar? Það væri áreiðanlega ekki verra. Kelly Emery fékk alla vega þá veg- legustu auglýsingu sem nokkur gisti- hússeigandi í smábæ getur hugsað sér, því bandarískir fjölmiðlamenn hópuðust á staðinn og hennar – og bæjarins litla – var getið í miðlum víða um heim. Og nú hér. Of bráðlát Þetta var samt ekki eintómt gam- anmál, heldur snerti rétt konunnar til að setja upp skilti á svæði sem taldist ekki hennar einkaeign og féll jafn- framt undir reglur um að ekki mætti hafa skilti með kosningaáróðri uppi nema síðustu 45 dagana fyrir kosn- ingar og í tíu daga eftir að þeim lýkur. Kelly var of bráðlát þegar hún reisti skiltið. Fyrir utan að vera ekki skráð fyrir einni einustu steinvölu í veg- arkantinum, svo ekki taldist þetta einkasvæði. Í Japan þurfti engar tilfæringar og Obama-æðið heldur áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.